Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða vaxið um næstum 400 milljarða á einu ári

Íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú hluti í skráðum íslenskum félögum sem metnir eru á 1.110 milljarða króna. Til samanburðar náði eign þeirra í fyrirhrunsmarkaðnum á Íslandi mest að vera metin á 470 milljarða króna.

Síðasta stóra skráning á markað var skráning Íslandsbanka. Í aðdraganda hennar var 35 prósent hlutur í bankanum seldur, meðal annars til lífeyrissjóða.
Síðasta stóra skráning á markað var skráning Íslandsbanka. Í aðdraganda hennar var 35 prósent hlutur í bankanum seldur, meðal annars til lífeyrissjóða.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­irnir áttu inn­lend hluta­bréf og hlut­deild­ar­skír­teini fyrir 1.110,4 millj­arða króna í lok ágúst síð­ast­lið­ins. Frá ára­mótum hefur virði slíkra eigna sjóð­anna auk­ist um 28,2 pró­sent og vaxið úr 866,1 millj­örðum króna. Frá ágúst 2020 hefur virði hluta­bréfa og hlut­deild­ar­skír­teina í eigu sjóð­anna vaxið um 393,8 millj­arða króna, eða um 54,9 pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um eignir líf­eyr­is­sjóða.

Vert er að taka fram að inn­greiðslur á iðgjöldum í líf­eyr­is­sjóð­ina geta ratað í ný hluta­bréfa­kaup auk þess sem stór hluta­fjár­út­boð hafa farið fram þar sem nýtt hlutafé í íslenskum félögum hefur verið seld. Ber þar helst að nefna hluta­fjár­út­boð í Icelandair Group í fyrra og nýskrán­ingu Síld­ar­vinnsl­unnar og Íslands­banka á markað fyrr á þessu ári. Þá var flug­fé­lagið Play skráð á First North mark­að­inn í ár. 

Eiga meira en tvö­falt meira í inn­lendum hluta­bréfum en fyrir hrun

Þetta er lang­mesta hækkun sem orðið hefur á hluta­bréfum í eigu íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna milli ára í krónum talið og hlut­falls­lega sú mest­a. 

Til sam­an­burðar má nefna að þegar fyr­ir­hruns­eign sjóð­anna í skráðum íslenskum félögum reis sem hæst, um mitt ár 2007, stóð hún í 470 millj­örðum króna, en fór niður í 108 millj­arða króna um ári eftir banka­hrun­ið. 

Auglýsing
Heildareignir líf­eyr­is­sjóð­anna standa nú í 6.410,5 millj­örðum króna og hafa aldrei verið meiri. Frá lokum ágúst­mán­aðar í fyrra hafa þær auk­ist um 910 millj­arða króna. Þar af hafa eignir þeirra inn­an­lands auk­ist um 504 millj­arða króna og þar vigtar áður­nefnd hluta­fjár­eign lang­mest. 

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eru saman langstærstu eig­endur þeirra félaga sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­mark­að. Saman eiga þeir, beint og óbeint í gegnum hlut­deild­ar­skír­teini í sjóð­um, um helm­ing allra skráðra bréfa. 

Erlend ávöxtun einnig mikil

Erlendar eignir íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna hafa líka bólgnað út á tímum kór­ónu­veirunn­ar. Virði þeirra er nú 2.257,6 millj­arðar króna og hefur auk­ist um 406,3 millj­arða króna milli ára. Nán­ast öll erlend eign líf­eyr­is­sjóða, alls 2.196 millj­arðar króna, er bundin í hluta­bréfum og hlut­deild­ar­skír­tein­um, og því kemur ekki á óvart að sá eign­ar­flokkur sé ábyrgur fyrir nær allri virð­is­aukn­ing­unni sem orðið hefur á erlendum eignum íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna frá því í ágúst í fyrra, eða 94 pró­sent henn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent