Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða vaxið um næstum 400 milljarða á einu ári

Íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú hluti í skráðum íslenskum félögum sem metnir eru á 1.110 milljarða króna. Til samanburðar náði eign þeirra í fyrirhrunsmarkaðnum á Íslandi mest að vera metin á 470 milljarða króna.

Síðasta stóra skráning á markað var skráning Íslandsbanka. Í aðdraganda hennar var 35 prósent hlutur í bankanum seldur, meðal annars til lífeyrissjóða.
Síðasta stóra skráning á markað var skráning Íslandsbanka. Í aðdraganda hennar var 35 prósent hlutur í bankanum seldur, meðal annars til lífeyrissjóða.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­irnir áttu inn­lend hluta­bréf og hlut­deild­ar­skír­teini fyrir 1.110,4 millj­arða króna í lok ágúst síð­ast­lið­ins. Frá ára­mótum hefur virði slíkra eigna sjóð­anna auk­ist um 28,2 pró­sent og vaxið úr 866,1 millj­örðum króna. Frá ágúst 2020 hefur virði hluta­bréfa og hlut­deild­ar­skír­teina í eigu sjóð­anna vaxið um 393,8 millj­arða króna, eða um 54,9 pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um eignir líf­eyr­is­sjóða.

Vert er að taka fram að inn­greiðslur á iðgjöldum í líf­eyr­is­sjóð­ina geta ratað í ný hluta­bréfa­kaup auk þess sem stór hluta­fjár­út­boð hafa farið fram þar sem nýtt hlutafé í íslenskum félögum hefur verið seld. Ber þar helst að nefna hluta­fjár­út­boð í Icelandair Group í fyrra og nýskrán­ingu Síld­ar­vinnsl­unnar og Íslands­banka á markað fyrr á þessu ári. Þá var flug­fé­lagið Play skráð á First North mark­að­inn í ár. 

Eiga meira en tvö­falt meira í inn­lendum hluta­bréfum en fyrir hrun

Þetta er lang­mesta hækkun sem orðið hefur á hluta­bréfum í eigu íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna milli ára í krónum talið og hlut­falls­lega sú mest­a. 

Til sam­an­burðar má nefna að þegar fyr­ir­hruns­eign sjóð­anna í skráðum íslenskum félögum reis sem hæst, um mitt ár 2007, stóð hún í 470 millj­örðum króna, en fór niður í 108 millj­arða króna um ári eftir banka­hrun­ið. 

Auglýsing
Heildareignir líf­eyr­is­sjóð­anna standa nú í 6.410,5 millj­örðum króna og hafa aldrei verið meiri. Frá lokum ágúst­mán­aðar í fyrra hafa þær auk­ist um 910 millj­arða króna. Þar af hafa eignir þeirra inn­an­lands auk­ist um 504 millj­arða króna og þar vigtar áður­nefnd hluta­fjár­eign lang­mest. 

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eru saman langstærstu eig­endur þeirra félaga sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­mark­að. Saman eiga þeir, beint og óbeint í gegnum hlut­deild­ar­skír­teini í sjóð­um, um helm­ing allra skráðra bréfa. 

Erlend ávöxtun einnig mikil

Erlendar eignir íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna hafa líka bólgnað út á tímum kór­ónu­veirunn­ar. Virði þeirra er nú 2.257,6 millj­arðar króna og hefur auk­ist um 406,3 millj­arða króna milli ára. Nán­ast öll erlend eign líf­eyr­is­sjóða, alls 2.196 millj­arðar króna, er bundin í hluta­bréfum og hlut­deild­ar­skír­tein­um, og því kemur ekki á óvart að sá eign­ar­flokkur sé ábyrgur fyrir nær allri virð­is­aukn­ing­unni sem orðið hefur á erlendum eignum íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna frá því í ágúst í fyrra, eða 94 pró­sent henn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent