Innlendir aðilar áttu 676 milljarða í útlöndum um síðustu áramót

Alls er 56 prósent af fjármunaeign innlendra aðila erlendis í Hollandi, og megnið af þeim eignum er í eignarhaldsfélögum. Eigið fé Íslendinga erlendis jókst um 37,5 milljarða króna á árinu 2021.

Þeir fjármunir sem Íslendingar hafa flutt erlendis drógust saman á síðasta ári.
Þeir fjármunir sem Íslendingar hafa flutt erlendis drógust saman á síðasta ári.
Auglýsing

Bein fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis dróst saman um tæpa sjö millj­arða króna á síð­asta ári og var 675,6 millj­arðar króna. Það er í fyrsta sinn síðan að höftum var aflétt árið 2017 sem fjár­muna­eign inn­lendra aðila erlendis dregst saman milli ára. Frá lokum þess árs hefur hún þó auk­ist um 125,5 millj­arða króna. Þetta kemur fram í nýbirtum hag­tölum Seðla­banka Íslands.

Að upp­i­­­stöðu er um eigið fé að ræða, alls 563,1 millj­­arðar króna, en útistand­andi lán inn­­­lendra aðila til erlendra eru 112,5 millj­­arðar króna. Því var 83,3 pró­sent af eignum Íslend­inga erlendis eigið fé og sá stabbi stækk­aði um 37,5 millj­arða króna á síð­asta ári. Á móti lækk­uðu útistand­andi lán inn­lendra aðila til erlendra um 44,5 millj­arða króna. Ekki er óvar­­legt að ætla að hluti þeirra lána hið minnsta sé milli tengdra aðila. 

Mestar eru eign­­irnar sem tengdar eru fjár­­­mála­­starf­­semi, alls 311 millj­­arðar króna. 

Bein fjár­­muna­­eign inn­­­lendra aðila erlendis er óra­fjarri því sem hún var árið 2007, en þá áttu Íslend­ingar upp­­­gefið 1.554 millj­­arða króna utan land­­stein­anna. Umfang fjár­­muna­­eignar Íslend­inga erlendis um síð­­­ustu ára­­mót var því 43,4 pró­­sent af þeirri upp­­hæð. 

Fjár­­muna­­eignin óx tíma­bundið eftir banka­hrun, aðal­­­lega vegna erlendra eigna þrota­­búa föllnu bank­anna, hafta á Íslandi sem komu í veg fyrir að kröf­u­hafar þeirra greiddu sér þær eignir út og veikrar krónu gagn­vart helstu við­­skipta­­mynt­­um. Í árs­­lok 2012 stór beina fjár­­muna­­eign inn­­­lendra aðila erlendis í 1.587 millj­­örðum króna. Um helm­ingur þeirra eigna var vegna fjár­­­mála­­starf­­semi.

Mest í Hollandi

Mestar eru upp­­­­­­­gefnar fjár­muna­eignir Íslend­inga í Hollandi, en þar eiga inn­­­­­­­lendir aðilar alls tæp­­lega 379 millj­­­­arða króna. Þær dróg­ust saman um 17,5 millj­­arða króna á síð­­asta ári. Megnið af því fé er í eign­­ar­halds­­­fé­lögum sam­­kvæmt sam­an­­tekt Seðla­­banka Íslands.

Upp­­­­­gefnar eignir lands­­­­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­­­­förnum árum. Þannig er fjár­­­­muna­­­­eign inn­­­­­­­lendra aðila á Bresku Jóm­frú­­­­areyj­un­um, sem inn­­­i­heldur með ann­­­­ars Tortóla, sögð vera krónur núll, sem er 22 millj­ónum krónum minna en Íslend­ingar áttu þar í árs­lok 2020.  Í árs­­­­lok 2015 voru 32 millj­­­­arðar króna í eigu Íslend­inga sagðir vera vistaðir í eyja­kla­s­an­­­­um.

Sá hluti fjár­­­­muna Íslend­inga erlendis sem eru óflokk­aðir hefur marg­fald­­ast á nokkrum árum. Í lok árs 2017 var hann met­inn á tæpa 25 millj­­­arða króna en um síð­­­­­ustu ára­­­mót var sú upp­­­hæð komin upp í 83,1 millj­­­arða króna.

Gengi krónu skiptir miklu máli

Eignir Íslend­ingar í krónum talið lækk­­­uðu skarpt í útlöndum frá árunum 2016 og 2017. Þar spil­aði mikil styrk­ing íslensku krón­unnar stóra rullu. Í lok árs 2017 hafði fjár­­­muna­­­eign inn­­­­­lendra aðila í krónum talið ekki verið lægri frá árinu 2004. 

Síð­­­­­ustu ára hefur þetta breyst og á tveggja ára tíma­bili, frá lokum árs 2017 og fram til lok árs 2019, juk­ust eign­­­irnar í krónum talið um 97,3 millj­­­arða króna. Það gerð­ist á sama tíma og íslenska krónan veikt­ist umtals­vert, og jók þannig krón­u­virði helstu við­­­skipta­gjald­miðla. 

Auglýsing
Krónan veikt­ist skarpt árinu 2020 og hver evra kost­aði 14,9 pró­­sent meira í lok þess árs en í byrj­un. Í fyrra styrk­ist hún hins vegar um 2,4 pró­sent miðað við þróun á geng­is­vísi­töl­unn­i. 

Skrán­ingu á erlendri fjár­­­­­­muna­­­­­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­­­­­­­­­an. Nú eru gefnar upp­­­­­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­­­­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­­­­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­­­­­muna­­­­­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyj­um, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­­­­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­­­­­ur. 

Líkt og áður sagði var „óflokk­uð“ bein fjár­­­muna­­­eign Íslend­inga rúm­­­lega 83,1 millj­­­arðar króna í lok árs 2021.

Íslend­ingar voru stór­tækir í eign­ar­haldi á aflands­fé­lögum

Erlend fjár­­­­­muna­­­­­eign Íslend­inga var mjög í kast­­­­­ljósi heims­ins vorið 2016  í kjöl­far frétta úr gagna­­­­­leka frá panömsku lög­­­­­fræð­i­­­­­stof­unni Mossack Fon­seca sem gerður var opin­ber í apríl 2016. 

Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­d­ust um 800 aflands­­­­­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­­­­­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­­­­­skipta­vini Lands­­­­­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­­­­­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­­­­­­­­­göng­u­liði Kaup­­­­­þing og Glitnir not­uðu, en sam­­­­­kvæmt við­­­­­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­­­­­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­­­­­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­­­­­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins. Því sýndi lek­inn frá Mossack Fon­seca ekki nema brot af þeim aflands­­­fé­lögum sem þeir áttu, og eiga mög­u­­­lega enn. Enn sem komið er hafa ekki komið fram upp­­lýs­ingar um Íslend­inga í nýjum leka, hinum svoköll­uðu Pand­ora-skjöl­um, en sam­­starfs­að­ilar alþjóða­­sam­­taka rann­­sókn­­ar­­blaða­­manna (ICIJ) hér­­­lend­is, Reykja­vik Media og Stund­in, hafa boðað birt­ingu úr þeim gögnum á föst­u­dag. 

Lík­­­­­legt verður að teljast, að hluti þeirra eigna sem íslenskir rík­­­­is­­­­borg­­­­arar hafa komið fyrir í þekktum skatta­­­­skjól­um, séu ekki inni í þeim tölum yfir erlendar fjár­muna­eignir inn­­­­­­­lendra aðila sem Seðla­­­­bank­inn birt­­­­ir. Til­­­­­­­gangur þess að stofna félag í skatta­­­­skjóli er enda fyrst og síð­­­­­­­ast tal­inn annar af tveim­­­­ur: að kom­­­­ast undan skatt­greiðslum eða til að leyna til­­­­vist eignar frá ein­hverj­­­­um.

Haustið 2019 hafði emb­ætti skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóra, sem er ekki lengur til sem sjálf­­stæð stofn­un, lokið rann­­­sókn í alls 96 málum sem eiga upp­­­runa sinn í Pana­ma­skjöl­un­­­um. Af þeim höfðu alls 64 málum verið vísað til refsi­­­með­­­­­ferðar hjá hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara, farið hafði verið fram á sekt­­­ar­­­kröfu fyrir yfir­­­skatta­­­nefnd í 17 mál­um, refsi­­­með­­­­­ferð í tveimur málum var lokið með sekt­­­ar­­­gerð hjá skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóra og ekki var hlut­­­ast til um refsi­­­með­­­­­ferð í 13 mál­u­m.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent