ÍR harmar atvik í Víðavangshlaupi og lofar úrbótum

Screen.Shot_.2015.04.27.at_.15.40.37.001.jpg
Auglýsing

Móts­hald­arar Víða­vangs­hlaups ÍR segja í yfir­lýs­ingu sem birt­ist á heima­síðu íþrótta­fé­lags­ins rétt í þessu, að bæta þurfi verk­lag við götu­hlaup í ljósi atviks sem varð í hlaup­inu á fimmtu­dag­inn þegar sig­ur­veg­ari hlaups­ins, Arnar Pét­urs­son ríkj­andi Íslands­meist­ari í mara­þoni, stytti sér leið á loka­sprett­inum og náði þar með for­skoti á keppi­naut sinn Ingvar Hjart­ar­son.

Móts­hald­arar hlaups­ins ítreka í yfir­lýs­ingu sinni að fram­kvæmd hlaups­ins og merk­ing brautar hafi verið í sam­ræmi við það sem tíðkast hefur hér­lendis í sam­bæri­legum hlaup­um. Hlaup­stjórn ÍR óskaði álits Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands á atvik­inu en þar segir meðal ann­ars:

„Hér er átt við atvik rétt fyrir lok hlaups­ins, þegar hlaup­ari fer yfir umferð­ar­eyju, bak við ljósa­staur og fer styttri hlaupa­leið en aks­ursleið segir til um og flestir aðrir hlauparar fóru um. Þetta gat verið mik­il­vægt atriði þar sem annar hlaup­ari sem var í harðri keppni við hann um sigur í hlaup­inu. Síð­ar­nefndi hlaupar­inn fer aðeins lengri leið út fyrir ljósastaur­inn, því náði sá sem stytti sér leið mögu­lega betra for­skoti en ella. Þó er ekki hægt að kveða úr um hvort þessi stytt­ing hafi skipt sköpum um end­an­lega röð þeirra í mark meðal ann­ars þar sem þeir voru, áður en að þessu atviki kom, því sem næst sam­síða. Þá virt­ist sá hlaupari, sem inn fyrir staur­inn fór, vera axl­ar­breidd á undan og hann var innan á keppni­naut sín­um, þ.e. hefði farið nær staurnum í beygj­unni. Hann hefði því lík­lega haldið eða bætt við for­skot sitt á keppni­naut sinn vegna stað­setn­ingar sinnar hvort sem er.

Auglýsing

Frjáls­í­þrótta­sam­band­inu er ljóst að reglum þess og IAAF um götu­hlaup er ábóta­vant er varðar eft­ir­lit og með fram­kvæmd götu­hlaupa. Einnig er sam­band­inu það kunn­ugt að fræðsla dóm­ara og móts­hald­ara götu­hlaupa hér á landi er líka ábót­vant. Ekki eru til reglur t.d. um eft­ir­lit með fram­kvæmd hlaupa hér á landi.

Þá virð­ist sem hlaup­stjórn VÍR hafi ekki tekið af með afdrátt­ar­lausum hætti hvar hlaupa­leið var með merk­ingum eða upp­lýst braut­ar­vörð hvernig skyldi staðið að gæslu á þeim stað sem um ræð­ir.

Reglur IAAF taka ekki á merk­ingum hlaupa­brautar en að þær skuli vera greini­leg­ar, en án nán­ari skil­grein­ing­ar. Dóm­ara við götu­hlaup ber taf­ar­laust að vísa kepp­anda úr leik hann ger­ist brot­legur við regl­ur. Slíkt átti sér ekki stað í þessu hlaupi.“

Þá segir í nið­ur­stöðu álits FRÍ: „Laga­leg ábyrgð á þessu atviki getur ekki verið í höndum hlauparans. Hlaupa­leið var ekki greini­lega afmörkuð eða vörðuð af braut­ar­verði þegar atvikið átti sér stað. Hlaupar­inn rauf því engar merk­ingar þegar hann virð­ist stytta sér leið að mark­inu. Óvissa um nákvæma stað­setn­ingu hlaupa­leiðar og ábyrgð ann­arra er of mikil til þess. Þá er kæru­frestur runn­inn út skv. reglum IAAF."

Að end­ingu segir svo í yfir­lýs­ing­unni frá ÍR: „Það er miður að atvik sem þetta þurfi til að bæta verk­lag við götu­hlaup. Ábyrgðin liggur hjá móts­höld­urum og í umgjörð götu­hlaupa en ekki íþrótta­mann­inum og ljóst að kapp­kostað verður að bæta fram­kvæmd­ina í götu­hlaupum ÍR í fram­tíð­inn­i.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None