Írska flugfélagið Ryanair í sterkum dönskum sviptivindum

h_51779251-1.jpg
Auglýsing

Írska lággjalda­flug­fé­lagið Ryanair tap­aði fyrir nokkrum dögum dóms­máli fyrir dönskum vinnu­rétt­ar­dóm­stóli. Dóms­málið sner­ist um það hvort dönskum flug­valla­starfs­mönnum væri heim­ilt að efna til vinnu­stöðv­unar í því skyni að neyða Ryanair til að fylgja dönskum lögum um kaup og kjör. Þetta er í fyrsta sinn sem Ryanair tapar slíku máli, stjórn­endur þess voru mjög ósáttir við nið­ur­stöð­una og hyggj­ast fara með málið fyrir dóm­stól Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ryanair hóf fyrir nokkrum mán­uðum áætl­un­ar­flug milli Kaup­manna­hafnar og nokk­urra borga innan Evr­ópu. Félagið var þó ekki alls ókunn­ugt dönskum aðstæðum því fyrir fimm árum byrj­aði það áætl­un­ar­flug milli Billund og vin­sælla ferða­manna­staða á Ítalíu og Spáni og einnig til Ung­verja­lands. Í Billund var Ryanair tekið opnum örm­um, sem þýddi aukin umsvif og fleiri störf á flug­vell­in­um. Ryanair setti þar upp svo­kall­aða starfs­stöð, en í því felst að félagið sjálft er með til­tekna starf­semi á vell­in­um, en kaupir ekki alla þjón­ustu af öðr­um.

Ein vél í eigu félags­ins er með Billund sem heima­höfn, byrjar og endar sínar ferðir þar. Danska alþýðu­sam­bandið benti á sínum tíma á að með slíku fyr­ir­komu­lagi ætti að greiða sam­kvæmt dönskum kjara­samn­ingum en í Billund vógu hags­mun­irnir af starf­semi Ryanir hærra og þar við sat. Starfs­fólk Ryanair í Dan­mörku var ekki ráðið sam­kvæmt dönskum kjara­samn­ing­um, það er sama fyr­ir­komu­lagið og flug­fé­lagið hefur haft víða um lönd. Rök Ryanair hafa ætíð verið þau sömu, félagið sé írskt, skráð á Írlandi og beri þarafleið­andi engin skylda til að hlíta lögum og reglum um kaup og kjör í þeim löndum sem félagið flýgur til og hefur aðra starf­semi. Þetta hefur Ryanair tekist, þangað til núna.

Auglýsing

Starfs­stöðin Kaup­manna­höfn  



Síð­ast­liðið haust greindu stjórn­endur Ryanair frá því að félagið myndi í mars á þessu ári hefja áætl­un­ar­flug milli Kaup­manna­hafnar og þriggja borga í Evr­ópu (London, Mílanó og Var­sjár) og fljót­lega myndu margir fleiri staðir bæt­ast við. Þessi tíð­indi mælt­ust almennt vel fyrir en þegar til­kynnt var að Ryanair hyggð­ist jafn­framt opna starfs­stöð á Kastrup var annað upp á ten­ingn­um.

Einmanna farþegi á gangi á Kastrup-flugvelli. Mynd: EPA Ein­manna far­þegi á gangi á Kastr­up-flug­velli. Mynd: EPA

Þegar að því kom að áætl­un­ar­flugið skyldi hefjast, og starfs­stöðin var opnuð greip starfs­fólk á flug­vell­inum til aðgerða. Brott­för í fyrsta áætl­un­ar­flug­inu tafð­ist um marga klukku­tíma og ljóst að dönsku laun­þega­sam­tökin ætl­uðu ekki að láta Ryanair ráða ferð­inni. For­stjóri Ryanair var sjálfur á staðnum og kvaðst undr­andi á við­brögðum Dana, yfir­leitt tæki fólk tveim höndum þeim tæki­færum sem byð­ust til að ferð­ast ódýrt.

Í Dan­mörku gilda danskir kjara­samn­ing­ar, punktur og basta, sögðu verka­lýðs­leið­tog­arn­ir. For­stjóri flug­fé­lags­ins til­kynnti að þar á bæ hefðu menn ekki sagt sitt síð­asta orð, félagið myndi leita réttar síns fyrir dóm­stól­um.

Borg­ar­yf­ir­völd snið­ganga Ryanair



Eftir að ljóst var að flug­fé­lagið ætl­aði sér í hart til­kynnti yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafnar að starfs­fólk borg­ar­innar myndi ekki fljúga með Ryanair þegar það ferð­að­ist vegna vinn­unn­ar. Mörg önnur bæj­ar­fé­lög fylgdu í kjöl­farið og nú eru sam­tals 22 sveit­ar­fé­lög sem snið­ganga félag­ið. Mörg sveit­ar­fé­lög á Jót­landi hafa ekki fylgt sömu stefnu og í Jót­land­s­póst­inum var haft eftir jóskum sveit­ar­stjórn­ar­manni að slíkt stæði ekki til.

Í Dan­mörku gilda dönsk lög og danskir kjara­samn­ingar



„Úr­skurður danska vinnu­rétt­ar­dóm­stóls­ins fyrir nokkrum dögum var okkur mikil von­brigði og við erum mjög ósáttir við nið­ur­stöð­una,“ sagði Mich­ael O’Le­ary for­stjóri Ryanair á frétta­manna­fundi í Kaup­manna­höfn þegar dóm­ur­inn hafði verið kveð­inn upp.

Danskir frétta­menn voru mjög aðgangs­harðir við for­stjór­ann sem neit­aði algjör­lega að upp­lýsa um kaup og kjör starfs­fólks. Nefndi tölur en var ekki til­bú­inn til að leggja fram gögn máli sínu til stuðn­ings. Benti frétta­mönnum á að tala við starfs­fólkið en var þá minntur á að því er bann­að, að við­lögðum brott­rekstri, að tala við fjöl­miðla.

Hinn litríki og umdeildi forstjóri Ryanair, Michael O’Leary, á blaðamannafundi með dönskum fréttamönnum. Mynd: EPA Hinn lit­ríki og umdeildi for­stjóri Ryana­ir, Mich­ael O’Le­ary, á blaða­manna­fundi með dönskum frétta­mönn­um. Mynd: EPA

Loka starfs­stöð­inni í Kaup­manna­höfn og kannski líka í Billund



Á áður­nefndum frétta­manna­fundi til­kynnti Mich­ael O’Le­ary for­stjóri að Ryanair myndi loka starfs­stöð sinni í Kaup­manna­höfn og gaf í skyn að kannski yrði það líka gert í Billund. Hann sagði jafn­framt að áætl­un­ar­flug félags­ins til Dan­merkur yrði eins og búið væri að til­kynna og í lok árs­ins flýgur Ryanair til að minnsta kosti þrettán áfanga­staða frá Kaup­manna­höfn og fjög­urra frá Billund.

For­dæmið



Þótt Mich­ael O’Le­ary for­stjóri nefndi það ekki eru áhyggjur hans og félags­ins ekki bundnar við þennan nýja dóm vinnu­rétt­ar­dóm­stóls­ins í Kaup­manna­höfn, það hangir nefni­lega margt fleira á spýt­unni. Félagið er með um fimm­tíu starfs­stöðvar í Evr­ópu og þar gæti dómur danska vinnu­rétt­ar­dóm­stóls­ins því haft for­dæm­is­gildi.

Þetta veit for­stjór­inn mæta­vel. Það verður því fróð­legt að fylgjst með fram­hald­inu og hvernig dóm­stóll Evr­ópu­sam­bands­ins tekur á mál­inu komi það til kasta hans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None