Isavia segir Vigdísi Hauks byggja ályktanir sínar á rangfærslum

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

„Vig­dís Hauks­dóttir alþing­is­maður og for­maður fjár­laga­nefndar Alþingis deildi á Face­book síðu sinni grein af blogg­síð­unni Far­ar­heill.is og dró af henni ýmsar álykt­anir um Isa­via. Margar rang­færslur eru í grein Far­ar­heilla sem virð­ist byggja á annað hvort röngum upp­lýs­ingum eða get­gát­u­m.“

Svo segir í til­kynn­ingu frá Isa­via, sem fyr­ir­tækið birti á vef­síðu sinni síð­deg­is. Til­efnið er Face­book færsla Vig­dís­ar, sem hún birti í gær, þar sem hún vand­aði fyr­ir­tæk­inu ekki kveðj­urnar og deildi um leið grein sem birt­ist nafn­laus inn á vef­síð­unni Far­ar­heill.is, undir fyr­ir­sögn­inni „Enda­laust af hálf­vitum í Leifs­stöð.“

Umrædd grein hefst á orð­un­um: „Fólk sem hugsar lítið eða ekk­ert er óhætt að kalla hálf­vita. Það á sann­ar­lega við um stjórn­endur Kefla­vík­ur­flug­vallar sem ættu að sjá sóma sinn í að segja störfum sínum laus­um.“

Auglýsing

Í grein­inni eru fram­kvæmdir í Leifs­stöð harð­lega gagn­rýndar og þær sagðar nær ein­ungis til þess fallnar að þjónka við versl­un­ar­eig­end­ur. Í sama streng tók Vig­dís í áður­nefndri færslu á Face­book og í sam­tali við Kjarn­ann gagn­rýndi hún­ ­for­gangs­röðun stjórnar Isa­via varð­andi Leifs­stöð, að háum fjár­munum hafi verið varið til að fegra versl­un­ar­svæð­ið, en ekki til að stækka flug­stöð­ina til að þjón­usta ferða­fólk sem best.

Nauð­syn­legar breyt­ingarÍ til­kynn­ing­unni frá Isa­via er gagn­rýni á for­gangs­röðun fyr­ir­tæk­is­ins vísað á bug. „Breyt­ing­arnar sem gerðar voru á versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar eru hluti af stærri fram­kvæmd. Hún fólst í því að stækka örygg­is­leit­ar­svæðið umtals­vert, bæta flæði um versl­un­ar- og veit­inga­svæðið og end­ur­skipu­leggja það. Þá voru samn­ingar við rekstr­ar­að­ila útrunnir og ákveðið að ráð­ast í val­ferli um rekstur versl­ana og veit­inga­staða. Í val­ferl­inu var meðal ann­ars lagt upp úr því að Isa­via fengi sem mestar tekjur af versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu, enda eru þær tekjur nýttar til sjálf­bærrar upp­bygg­ingar flug­vall­ar­ins. Þessar tekur eru því for­senda þess að hægt sé að byggja upp flug­völl­inn í takt við far­þega­fjölg­un.“

Þá bendir Isa­via á að fyr­ir­tækið hafi reynt að bregð­ast við stór­auknu álagi sam­hliða gríð­ar­legri fjölgun ferða­manna á síð­ustu árum. Þvert á móti hafi Isa­via meðal ann­ars tvö­faldað afkasta­getu far­ang­urs­flokk­un­ar­kerf­is­ins, hafið 5000 fer­metra stækkun suð­ur­hluta flug­stöðv­ar­inn­ar, stækkað örygg­is­leit­ar­svæð­ið, fjölgað örygg­is­leit­ar­vél­um, breytt versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu, hafið mikla stækkun komusal­ar­ins og fleira, eins og segir í til­kynn­ing­unni frá Isa­via.

„Það er því alrangt að Isa­via hafi ekki unnið að úrbótum eins og full­yrt er í grein­inni. [...] Isa­via er boðið og búið að veita upp­lýs­ingar um starf­sem­ina og vill hvetja þá sem hyggj­ast skrifa um fyr­ir­tækið á vefi og miðla til þess að setja sig í sam­band ef þá vantar upp­lýs­ing­ar,“ segir þar að lok­um.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None