Isavia segir Vigdísi Hauks byggja ályktanir sínar á rangfærslum

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

„Vig­dís Hauks­dóttir alþing­is­maður og for­maður fjár­laga­nefndar Alþingis deildi á Face­book síðu sinni grein af blogg­síð­unni Far­ar­heill.is og dró af henni ýmsar álykt­anir um Isa­via. Margar rang­færslur eru í grein Far­ar­heilla sem virð­ist byggja á annað hvort röngum upp­lýs­ingum eða get­gát­u­m.“

Svo segir í til­kynn­ingu frá Isa­via, sem fyr­ir­tækið birti á vef­síðu sinni síð­deg­is. Til­efnið er Face­book færsla Vig­dís­ar, sem hún birti í gær, þar sem hún vand­aði fyr­ir­tæk­inu ekki kveðj­urnar og deildi um leið grein sem birt­ist nafn­laus inn á vef­síð­unni Far­ar­heill.is, undir fyr­ir­sögn­inni „Enda­laust af hálf­vitum í Leifs­stöð.“

Umrædd grein hefst á orð­un­um: „Fólk sem hugsar lítið eða ekk­ert er óhætt að kalla hálf­vita. Það á sann­ar­lega við um stjórn­endur Kefla­vík­ur­flug­vallar sem ættu að sjá sóma sinn í að segja störfum sínum laus­um.“

Auglýsing

Í grein­inni eru fram­kvæmdir í Leifs­stöð harð­lega gagn­rýndar og þær sagðar nær ein­ungis til þess fallnar að þjónka við versl­un­ar­eig­end­ur. Í sama streng tók Vig­dís í áður­nefndri færslu á Face­book og í sam­tali við Kjarn­ann gagn­rýndi hún­ ­for­gangs­röðun stjórnar Isa­via varð­andi Leifs­stöð, að háum fjár­munum hafi verið varið til að fegra versl­un­ar­svæð­ið, en ekki til að stækka flug­stöð­ina til að þjón­usta ferða­fólk sem best.

Nauð­syn­legar breyt­ingarÍ til­kynn­ing­unni frá Isa­via er gagn­rýni á for­gangs­röðun fyr­ir­tæk­is­ins vísað á bug. „Breyt­ing­arnar sem gerðar voru á versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar eru hluti af stærri fram­kvæmd. Hún fólst í því að stækka örygg­is­leit­ar­svæðið umtals­vert, bæta flæði um versl­un­ar- og veit­inga­svæðið og end­ur­skipu­leggja það. Þá voru samn­ingar við rekstr­ar­að­ila útrunnir og ákveðið að ráð­ast í val­ferli um rekstur versl­ana og veit­inga­staða. Í val­ferl­inu var meðal ann­ars lagt upp úr því að Isa­via fengi sem mestar tekjur af versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu, enda eru þær tekjur nýttar til sjálf­bærrar upp­bygg­ingar flug­vall­ar­ins. Þessar tekur eru því for­senda þess að hægt sé að byggja upp flug­völl­inn í takt við far­þega­fjölg­un.“

Þá bendir Isa­via á að fyr­ir­tækið hafi reynt að bregð­ast við stór­auknu álagi sam­hliða gríð­ar­legri fjölgun ferða­manna á síð­ustu árum. Þvert á móti hafi Isa­via meðal ann­ars tvö­faldað afkasta­getu far­ang­urs­flokk­un­ar­kerf­is­ins, hafið 5000 fer­metra stækkun suð­ur­hluta flug­stöðv­ar­inn­ar, stækkað örygg­is­leit­ar­svæð­ið, fjölgað örygg­is­leit­ar­vél­um, breytt versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu, hafið mikla stækkun komusal­ar­ins og fleira, eins og segir í til­kynn­ing­unni frá Isa­via.

„Það er því alrangt að Isa­via hafi ekki unnið að úrbótum eins og full­yrt er í grein­inni. [...] Isa­via er boðið og búið að veita upp­lýs­ingar um starf­sem­ina og vill hvetja þá sem hyggj­ast skrifa um fyr­ir­tækið á vefi og miðla til þess að setja sig í sam­band ef þá vantar upp­lýs­ing­ar,“ segir þar að lok­um.

 

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None