Isavia segir Vigdísi Hauks byggja ályktanir sínar á rangfærslum

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

„Vig­dís Hauks­dóttir alþing­is­maður og for­maður fjár­laga­nefndar Alþingis deildi á Face­book síðu sinni grein af blogg­síð­unni Far­ar­heill.is og dró af henni ýmsar álykt­anir um Isa­via. Margar rang­færslur eru í grein Far­ar­heilla sem virð­ist byggja á annað hvort röngum upp­lýs­ingum eða get­gát­u­m.“

Svo segir í til­kynn­ingu frá Isa­via, sem fyr­ir­tækið birti á vef­síðu sinni síð­deg­is. Til­efnið er Face­book færsla Vig­dís­ar, sem hún birti í gær, þar sem hún vand­aði fyr­ir­tæk­inu ekki kveðj­urnar og deildi um leið grein sem birt­ist nafn­laus inn á vef­síð­unni Far­ar­heill.is, undir fyr­ir­sögn­inni „Enda­laust af hálf­vitum í Leifs­stöð.“

Umrædd grein hefst á orð­un­um: „Fólk sem hugsar lítið eða ekk­ert er óhætt að kalla hálf­vita. Það á sann­ar­lega við um stjórn­endur Kefla­vík­ur­flug­vallar sem ættu að sjá sóma sinn í að segja störfum sínum laus­um.“

Auglýsing

Í grein­inni eru fram­kvæmdir í Leifs­stöð harð­lega gagn­rýndar og þær sagðar nær ein­ungis til þess fallnar að þjónka við versl­un­ar­eig­end­ur. Í sama streng tók Vig­dís í áður­nefndri færslu á Face­book og í sam­tali við Kjarn­ann gagn­rýndi hún­ ­for­gangs­röðun stjórnar Isa­via varð­andi Leifs­stöð, að háum fjár­munum hafi verið varið til að fegra versl­un­ar­svæð­ið, en ekki til að stækka flug­stöð­ina til að þjón­usta ferða­fólk sem best.

Nauð­syn­legar breyt­ingarÍ til­kynn­ing­unni frá Isa­via er gagn­rýni á for­gangs­röðun fyr­ir­tæk­is­ins vísað á bug. „Breyt­ing­arnar sem gerðar voru á versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar eru hluti af stærri fram­kvæmd. Hún fólst í því að stækka örygg­is­leit­ar­svæðið umtals­vert, bæta flæði um versl­un­ar- og veit­inga­svæðið og end­ur­skipu­leggja það. Þá voru samn­ingar við rekstr­ar­að­ila útrunnir og ákveðið að ráð­ast í val­ferli um rekstur versl­ana og veit­inga­staða. Í val­ferl­inu var meðal ann­ars lagt upp úr því að Isa­via fengi sem mestar tekjur af versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu, enda eru þær tekjur nýttar til sjálf­bærrar upp­bygg­ingar flug­vall­ar­ins. Þessar tekur eru því for­senda þess að hægt sé að byggja upp flug­völl­inn í takt við far­þega­fjölg­un.“

Þá bendir Isa­via á að fyr­ir­tækið hafi reynt að bregð­ast við stór­auknu álagi sam­hliða gríð­ar­legri fjölgun ferða­manna á síð­ustu árum. Þvert á móti hafi Isa­via meðal ann­ars tvö­faldað afkasta­getu far­ang­urs­flokk­un­ar­kerf­is­ins, hafið 5000 fer­metra stækkun suð­ur­hluta flug­stöðv­ar­inn­ar, stækkað örygg­is­leit­ar­svæð­ið, fjölgað örygg­is­leit­ar­vél­um, breytt versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu, hafið mikla stækkun komusal­ar­ins og fleira, eins og segir í til­kynn­ing­unni frá Isa­via.

„Það er því alrangt að Isa­via hafi ekki unnið að úrbótum eins og full­yrt er í grein­inni. [...] Isa­via er boðið og búið að veita upp­lýs­ingar um starf­sem­ina og vill hvetja þá sem hyggj­ast skrifa um fyr­ir­tækið á vefi og miðla til þess að setja sig í sam­band ef þá vantar upp­lýs­ing­ar,“ segir þar að lok­um.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None