Isavia segir Vigdísi Hauks byggja ályktanir sínar á rangfærslum

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

„Vig­dís Hauks­dóttir alþing­is­maður og for­maður fjár­laga­nefndar Alþingis deildi á Face­book síðu sinni grein af blogg­síð­unni Far­ar­heill.is og dró af henni ýmsar álykt­anir um Isa­via. Margar rang­færslur eru í grein Far­ar­heilla sem virð­ist byggja á annað hvort röngum upp­lýs­ingum eða get­gát­u­m.“

Svo segir í til­kynn­ingu frá Isa­via, sem fyr­ir­tækið birti á vef­síðu sinni síð­deg­is. Til­efnið er Face­book færsla Vig­dís­ar, sem hún birti í gær, þar sem hún vand­aði fyr­ir­tæk­inu ekki kveðj­urnar og deildi um leið grein sem birt­ist nafn­laus inn á vef­síð­unni Far­ar­heill.is, undir fyr­ir­sögn­inni „Enda­laust af hálf­vitum í Leifs­stöð.“

Umrædd grein hefst á orð­un­um: „Fólk sem hugsar lítið eða ekk­ert er óhætt að kalla hálf­vita. Það á sann­ar­lega við um stjórn­endur Kefla­vík­ur­flug­vallar sem ættu að sjá sóma sinn í að segja störfum sínum laus­um.“

Auglýsing

Í grein­inni eru fram­kvæmdir í Leifs­stöð harð­lega gagn­rýndar og þær sagðar nær ein­ungis til þess fallnar að þjónka við versl­un­ar­eig­end­ur. Í sama streng tók Vig­dís í áður­nefndri færslu á Face­book og í sam­tali við Kjarn­ann gagn­rýndi hún­ ­for­gangs­röðun stjórnar Isa­via varð­andi Leifs­stöð, að háum fjár­munum hafi verið varið til að fegra versl­un­ar­svæð­ið, en ekki til að stækka flug­stöð­ina til að þjón­usta ferða­fólk sem best.

Nauð­syn­legar breyt­ingarÍ til­kynn­ing­unni frá Isa­via er gagn­rýni á for­gangs­röðun fyr­ir­tæk­is­ins vísað á bug. „Breyt­ing­arnar sem gerðar voru á versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar eru hluti af stærri fram­kvæmd. Hún fólst í því að stækka örygg­is­leit­ar­svæðið umtals­vert, bæta flæði um versl­un­ar- og veit­inga­svæðið og end­ur­skipu­leggja það. Þá voru samn­ingar við rekstr­ar­að­ila útrunnir og ákveðið að ráð­ast í val­ferli um rekstur versl­ana og veit­inga­staða. Í val­ferl­inu var meðal ann­ars lagt upp úr því að Isa­via fengi sem mestar tekjur af versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu, enda eru þær tekjur nýttar til sjálf­bærrar upp­bygg­ingar flug­vall­ar­ins. Þessar tekur eru því for­senda þess að hægt sé að byggja upp flug­völl­inn í takt við far­þega­fjölg­un.“

Þá bendir Isa­via á að fyr­ir­tækið hafi reynt að bregð­ast við stór­auknu álagi sam­hliða gríð­ar­legri fjölgun ferða­manna á síð­ustu árum. Þvert á móti hafi Isa­via meðal ann­ars tvö­faldað afkasta­getu far­ang­urs­flokk­un­ar­kerf­is­ins, hafið 5000 fer­metra stækkun suð­ur­hluta flug­stöðv­ar­inn­ar, stækkað örygg­is­leit­ar­svæð­ið, fjölgað örygg­is­leit­ar­vél­um, breytt versl­un­ar- og veit­inga­svæð­inu, hafið mikla stækkun komusal­ar­ins og fleira, eins og segir í til­kynn­ing­unni frá Isa­via.

„Það er því alrangt að Isa­via hafi ekki unnið að úrbótum eins og full­yrt er í grein­inni. [...] Isa­via er boðið og búið að veita upp­lýs­ingar um starf­sem­ina og vill hvetja þá sem hyggj­ast skrifa um fyr­ir­tækið á vefi og miðla til þess að setja sig í sam­band ef þá vantar upp­lýs­ing­ar,“ segir þar að lok­um.

 

 

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None