Áhugaverðustu ferðamannastaðir landsins á gagnvirku korti

ferdatjonustukort.jpg
Auglýsing

Ferða­mála­stofa opn­aði nýlega fyrir viða­mikin gagna­grunn yfir þá staði sem hafa mest aðdrátt­ar­afl á Íslandi. Alls var upp­lýs­ingum safnað um yfir 2.500 staði á öllu land­inu í verk­efni sem hefur staðið í fjögur ár, eða síðan Alþingi sam­þykkti Ferða­mála­á­ætlun til 2020 í júní 2011.

Auð­velt er að týna sér í korti, sem byggir á gagna­grunn­inum, og finna leyndar perlur á lands­byggð­inni en fólk í heima­byggðum var fengið til að til­nefna staði og leiðir og meta út frá fyr­ir­fram ákveðnum við­mið­um. Við hvern punkt má lesa um áfanga­stað­inn, hvað þar er að finna og jafn­vel fá leið­ar­lýs­ingu þang­að.

Aðspurður segir Elías Bj. Gísla­son, for­stöðu­maður Ferða­mála­stofu á Akur­eyri, að þetta séu að ein­hverju leyti staðir sem vott­aðir hafa verið af heima­mönn­um. „Það eru líka alltaf ein­hver svæði sem eru umdeild. Þarna eru til dæmis ekki staðir sem eru innan mik­ils þétt­býl­is,“ segir hann. Það er þó umdeilt hvernig skal skil­greina þétt­býli. Eng­inn punktur er þess vegna í miðbæ Reykja­vík­ur, en Gróttu­viti og kenni­leiti í Viðey eru til dæmis merkt.

Auglýsing

Nær allir stað­irnir sem til­nefndir voru röt­uðu á þetta kort sem skoða má í sér­stakri korta­sjá á vefn­um. Birt­ingu upp­lýs­inga um ein­hverja staði var frestað vegna þess að þeir þykja of við­kvæmir fyrir mik­illi ágengni og þarfn­ast frek­ari und­ir­bún­ings.

Í skýrslu um verk­efnið sem gefin var út sam­hliða opnun korts­ins á vefnum segir að verk­efn­inu hafi verið ætlað að „kort­leggja auð­lindir ferða­þjón­ust­unn­ar“ eins og það er orð­að. Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa nú heild­stæðan gagna­grunn að leita í þegar þeir flytja ferða­menn um landið í þeirri von að heim­sækja áhuga­verða staði. Punkt­arnir á kort­inu er þess vegna merktir rauðir ef þeir telj­ast sér­stak­lega áhuga­verðir en gulir ef þeir hafa miðl­ungs aðdrátt­ar­afl.

Elías segir að ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki geti hag­nýtt sér þessar upp­lýs­ingar til að áætla hvar tæki­færi séu að finna. Hugs­unin í upp­hafi hafi verið að þarna væri hægt að raða saman upp­lýs­ingum um staði og þjón­ustu og áttað sig á hugs­an­legum tæki­færum í ferða­þjón­ustu, eða ógn­um.

Gögnin gagn­ast ekki aðeins ferða­þjón­ust­unni eða áhuga­sömum ferða­löngum því þau hafa þegar verið fengin fag­hópi vegna Ramma­á­ætl­unar 3, Lands­net notar þessi gögn í umhverf­is­mati fyrir kerf­is­á­ætlun til árs­ins 2024 og mat virkj­un­ar­kosta Lands­virkj­unar veltur meðal ann­ars á þessum gagna­grunni.

„Þetta verk­efni þró­að­ist í raun og veru á meðan á því stóð. Hugs­unin var fyrst að fara af stað með þetta fyrir skipu­lags­vinnu og þróun á nýjum vörum fyrir ferða­þjón­ust­una,“ segir Elí­as. „En þetta er ekki síst hugsað fyrir sveit­ar­fé­lög og aðra til að nýta við skipu­lags­vinn­u.“

Borgarfjörður er sögusvið margra íslendingasagna. Borg­ar­fjörður er sögu­svið margra íslend­inga­sagna.

Auk þessa almenna korts söf­uð­ust upp­lýs­ingar í annan gagna­grunn fyrir sögu­svið Íslend­inga­sagna. Í því safni má smella á kenni­leiti og lesa brot úr þeim íslend­inga­sögum þar sem stað­ur­inn kemur fyr­ir.

Í þess­ari vinnu voru ekki aðeins teknar saman upp­lýs­ingar yfir staði sem þegar hefur verið safnað upp­lýs­ingum um heldur gögnum og heim­ildum safnað um fleiri staði sem ekki voru til í gagna­grunni Vega­gerð­ar­innar eða Land­mæl­inga Íslands. Sem dæmi hefur korta- og almennum upp­lýs­ingum verið safnað um áhuga­verðan gróð­ur, áhuga­vert dýra­líf, berja­lönd, frið­lýstar rústir og annað í þeim dúr.

Skoða má bæði kortin á vefnum en þau eru hýst hjá Alta, fyr­ir­tæk­inu sem ann­að­ist fram­kvæmd verk­efn­is­ins síðan síð­asta sum­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None