Ísland á innflutningsbannlista Rússa

medvedev_graenmeti.jpg
Auglýsing

Rússar hafa sett inn­flutn­ings­bann á mat­væli frá Íslandi og fjórum öðrum ríkj­um, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu frá Dmi­try Med­vedev, for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands í dag. Íslandi hefur þannig verið bætt á lista Rúss­lands yfir þau lönd sem óhem­ilt er að flytja inn mat­væli frá. Löndin sem bæt­ast við á list­ann, þar sem Evr­ópu­sam­bands­ríkin eru fyr­ir, eru Al­ban­ía, Svart­fjalla­land, Ísland, Liect­en­stein og Úkra­ína, sam­kvæmt rúss­neska frétta­miðl­inum Sputnik News auk þess sem frétta­veitur Bloomberg og Reuters greindu frá tíð­ind­un­um.

„Fleiri lönd hafa verið sett innan við við­skipta­bannið sem nær yfir Evr­ópu­sam­band­ið, Ástr­al­íu, Kana­da, Noreg og Banda­rík­in. Þessum löndum er bannað að flytja inn ákveðnar mat­vörur til Rúss­lands. Nýju löndin eru Alban­ía, Svart­fjalla­land, Ísland og Lichten­stein, auk þess að bannið á við Úkra­ínu í ein­hverjum til­vik­um,“ sagði Med­vedev á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.Ekki liggur fyrir hversu víð­tækt inn­flutn­ings­bannið á mat­vörum er gagn­vart Íslandi og hinum ríkj­unum sem bæt­ast á list­ann.

Auglýsing


Stjórn­völd í Rúss­landi til­kynntu í byrjun síð­ustu viku að til greina kæmi að víkka inn­flutn­ings­bann á mat­vælum gagn­vart Evr­ópu­sam­bands­löndum og láta það einnig ná til sjö ríkja utan sam­bands­ins. Löndin sjö styðja við­skipta­þving­anir sam­bands­ins, Banda­ríkj­anna og Kanada gegn Rúss­landi vegna hern­að­ar­að­gerða Rússa í Úkra­ínu. Í dag var til­kynnt um víkkun inn­flutn­ings­banns­ins þannig að það nær til fimm ríkja. Ísland er þeirra á með­al.

Miklir hags­munir

Miklir hags­munir eru í húfi fyrir íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki en útflutn­ingur til Rúss­lands er helst á sjáv­ar­fangi, einkum frosnum loðnu­af­urð­um, mak­ríl og síld. Grafið hér að neðan sýnir verð­mæti útflutn­ings til Rúss­lands á árunum 2010 til 2014. Nærri helm­ingur af mak­ríl var seldur til Rúss­lands árið 2013.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á und­an­förnum mán­uðum sem Íslend­ingar ótt­ast að Rússar loki fyrir inn­flutn­ing héðan vegna stuðn­ings Íslands við við­skipta­þving­anir gegn land­inu vegna aðgerða þess í Úkra­ínu. 23. októ­ber 2014 greindi Kjarn­inn frá því að fundað hefði ver­ið ­með­ hags­muna­að­ilum í sjáv­ar­út­vegi í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu vegna stöð­unnar sem komin er upp­ milli Íslands og Rúss­lands. Rússar höfðu þá hug á að loka á við­skipti við Ísland, og útvíkka þannig inn­flutn­ings­bann á mat­vælum til Rúss­lands frá Vest­ur­lönd­um,.

Heild­arutan­rík­is­við­skipti við Rúss­land árinu 2013 námu ríf­lega 20 millj­örðum króna. Þar af voru um 18 millj­arðar vegna við­skipta með mak­ríl, en um 47 pró­sent af öllum mak­ríl sem veiddur var við Ísland árið 2013 fór inn á Rúss­lands­mark­að.

Á þessum tíma höfðu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fengið upp­lýs­ingar um að lokað yrði á við­skipi við Ísland, ekki síst vegna stuðn­ings Íslands við hertar póli­tískar og efna­hags­legar aðgerðir gegn Rúss­landi, sem rekja má rekja til póli­tískrar spennu og aðgerða Rússa í Úkra­ínu. Af þessu varð þó ekki.

Ástæðan fyrir þess­ari stöðu er sú að hinn 15. októ­ber  2014 birti Evr­ópu­ráð­ið til­kynn­ingu, um að Ísland, Makedón­ía, Svart­fjalla­land, Alban­ía, Liechten­stein, Nor­eg­ur, auk Úkra­ínu og Georg­íu, stilltu sér upp með Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um, með ákvörðun frá 23. júní, um hertar við­skipta­þvin­gangir gegn Rúss­um.  Ný­verið birti Evr­ópu­sam­bandið síð­an frétta­til­kynn­ingu um áfram­hald­andi við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum vegna aðgerða þeirra í Úkra­ínu. Ísland styður áfram þær aðgerðir líkt og það hefur gert frá byrj­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None