Ísland á innflutningsbannlista Rússa

medvedev_graenmeti.jpg
Auglýsing

Rússar hafa sett inn­flutn­ings­bann á mat­væli frá Íslandi og fjórum öðrum ríkj­um, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu frá Dmi­try Med­vedev, for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands í dag. Íslandi hefur þannig verið bætt á lista Rúss­lands yfir þau lönd sem óhem­ilt er að flytja inn mat­væli frá. Löndin sem bæt­ast við á list­ann, þar sem Evr­ópu­sam­bands­ríkin eru fyr­ir, eru Al­ban­ía, Svart­fjalla­land, Ísland, Liect­en­stein og Úkra­ína, sam­kvæmt rúss­neska frétta­miðl­inum Sputnik News auk þess sem frétta­veitur Bloomberg og Reuters greindu frá tíð­ind­un­um.

„Fleiri lönd hafa verið sett innan við við­skipta­bannið sem nær yfir Evr­ópu­sam­band­ið, Ástr­al­íu, Kana­da, Noreg og Banda­rík­in. Þessum löndum er bannað að flytja inn ákveðnar mat­vörur til Rúss­lands. Nýju löndin eru Alban­ía, Svart­fjalla­land, Ísland og Lichten­stein, auk þess að bannið á við Úkra­ínu í ein­hverjum til­vik­um,“ sagði Med­vedev á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.Ekki liggur fyrir hversu víð­tækt inn­flutn­ings­bannið á mat­vörum er gagn­vart Íslandi og hinum ríkj­unum sem bæt­ast á list­ann.

Auglýsing


Stjórn­völd í Rúss­landi til­kynntu í byrjun síð­ustu viku að til greina kæmi að víkka inn­flutn­ings­bann á mat­vælum gagn­vart Evr­ópu­sam­bands­löndum og láta það einnig ná til sjö ríkja utan sam­bands­ins. Löndin sjö styðja við­skipta­þving­anir sam­bands­ins, Banda­ríkj­anna og Kanada gegn Rúss­landi vegna hern­að­ar­að­gerða Rússa í Úkra­ínu. Í dag var til­kynnt um víkkun inn­flutn­ings­banns­ins þannig að það nær til fimm ríkja. Ísland er þeirra á með­al.

Miklir hags­munir

Miklir hags­munir eru í húfi fyrir íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki en útflutn­ingur til Rúss­lands er helst á sjáv­ar­fangi, einkum frosnum loðnu­af­urð­um, mak­ríl og síld. Grafið hér að neðan sýnir verð­mæti útflutn­ings til Rúss­lands á árunum 2010 til 2014. Nærri helm­ingur af mak­ríl var seldur til Rúss­lands árið 2013.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á und­an­förnum mán­uðum sem Íslend­ingar ótt­ast að Rússar loki fyrir inn­flutn­ing héðan vegna stuðn­ings Íslands við við­skipta­þving­anir gegn land­inu vegna aðgerða þess í Úkra­ínu. 23. októ­ber 2014 greindi Kjarn­inn frá því að fundað hefði ver­ið ­með­ hags­muna­að­ilum í sjáv­ar­út­vegi í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu vegna stöð­unnar sem komin er upp­ milli Íslands og Rúss­lands. Rússar höfðu þá hug á að loka á við­skipti við Ísland, og útvíkka þannig inn­flutn­ings­bann á mat­vælum til Rúss­lands frá Vest­ur­lönd­um,.

Heild­arutan­rík­is­við­skipti við Rúss­land árinu 2013 námu ríf­lega 20 millj­örðum króna. Þar af voru um 18 millj­arðar vegna við­skipta með mak­ríl, en um 47 pró­sent af öllum mak­ríl sem veiddur var við Ísland árið 2013 fór inn á Rúss­lands­mark­að.

Á þessum tíma höfðu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fengið upp­lýs­ingar um að lokað yrði á við­skipi við Ísland, ekki síst vegna stuðn­ings Íslands við hertar póli­tískar og efna­hags­legar aðgerðir gegn Rúss­landi, sem rekja má rekja til póli­tískrar spennu og aðgerða Rússa í Úkra­ínu. Af þessu varð þó ekki.

Ástæðan fyrir þess­ari stöðu er sú að hinn 15. októ­ber  2014 birti Evr­ópu­ráð­ið til­kynn­ingu, um að Ísland, Makedón­ía, Svart­fjalla­land, Alban­ía, Liechten­stein, Nor­eg­ur, auk Úkra­ínu og Georg­íu, stilltu sér upp með Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um, með ákvörðun frá 23. júní, um hertar við­skipta­þvin­gangir gegn Rúss­um.  Ný­verið birti Evr­ópu­sam­bandið síð­an frétta­til­kynn­ingu um áfram­hald­andi við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum vegna aðgerða þeirra í Úkra­ínu. Ísland styður áfram þær aðgerðir líkt og það hefur gert frá byrj­un.

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None