Ísland ekki lengur á lista yfir umsóknarríki að Evrópusambandinu

ABH7924-1.jpg fólk esb ísland austurvöllur evrópusambandið
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið hefur fjar­lægt Ísland af lista yfir ríki sem sótt hafa um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Nafn Íslands hefur verið að finna á vef­síðu sam­bands­ins yfir umsókn­ar­ríki frá því að landið sótti um aðild 2009.

Í mars síð­ast­liðnum afhenti Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra Íslands, Edgars Rin­kevics, utan­rík­is­ráð­herra Lett­lands, sem fer með for­mennsku í Evr­ópu­sam­band­inu, og sendi sam­tímis á Johannes Hahn,fram­kvæmda­stjóra nágranna­stefnu og aðild­ar­við­ræðna  sam­bands­ins,  bréf til að aft­ur­kalla aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Í bréf­inu stóð meðal ann­ars: „„Rík­is­stjórn Íslands hefur engin áform um að hefja aðild­ar­við­ræður að nýju. Enn fremur yfir­tekur þessi nýja stefna hvers kyns skuld­bind­ingar af hálfu fyrri rík­is­stjórnar í tengslum við aðild­ar­við­ræð­ur.“

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. MYND EPA Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra. MYND EPA

Auglýsing

Allt varð vit­laust í kjöl­farið enda hvorki haft sam­starf við utan­rík­is­mála­nefnd né Alþingi vegna ákvörð­un­ar­inn­ar. Þá telja margir að báðir stjórn­ar­flokk­arn­ir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, hafi lofað þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð við­ræðn­anna áður en þeim yrði slit­ið.

Í kjöl­farið hófst mikil reiki­stefna um hvort aðild­ar­um­sókn Íslands hafi í raun verið dregin til baka eða ekki. Maja Koci­j­an­ic, tals­mað­ur­ fram­kvæmda­stjóra nágrenna­stefnu og aðild­ar­við­ræðna hjá Evr­ópu­sam­band­inu, sagði til að mynda á blaða­manna­fundi nokkrum dögum eftir bréfa­send­ind­unma að umsóknin hefði ekki verið dregin form­lega til baka. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir á Alþingi sendu í kjöl­farið sam­eig­in­legt bréf til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins vegna ákvörð­unar rík­is­stjórn­ar­innar um að slíta við­ræðum um aðild að Evr­ópu­sam­band­in­u.  Í bréf­inu sagði að stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir hafi mis­mun­andi skoð­anir á aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Flokk­arnir séu hins vegar sam­mála um að bréfið sem Gunnar Bragi Sveins­son sendi geti ekki breytt stöðu Íslands gagn­vart sam­band­inu. Það sé ein­göngu á valdi Alþingis að ákveða að breyta stöðu rík­is­ins.

Gunnar Bragi líkti send­ingu bréfs stjórn­ar­and­stöð­unnar við valda­rán.

Sjö þús­und manns mót­mæltu ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar um að slíta við­ræð­unum með þessum hætti á Aust­ur­velli þann 15. mars síð­ast­lið­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None