Ísland ellefu sinnum fyrir EFTA-dómstólinn frá samþykkt Evrópustefnu

eftacourt-1.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið hefur verið dregið ell­efu sinnum fyrir EFTA-­dóm­stól­inn frá því að rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti svo­kall­aða Evr­ópu­stefnu sína, en einn af fjórum meg­in­mark­miðum hennar var að á fyrri hluta árs­ins 2014 yrði "ekk­ert dóms­mál fyrir EFTA dóm­stólnum vegna skorts á inn­leið­ingu ESS-­gerða". Í morgun greindi Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) frá því að Íslandi yrði stefnt fyrir EFTA-­dóm­stól­inn í tveimur málum vegna þess að stjórn­völd hefðu brugð­ist þeirri skyldu sinni að inn­leiða reglur Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins á réttum tíma.

Um þetta er fjallað í frétt á heima­síðu Félags atvinnu­rek­enda. Þar segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem félagið hafi aflað sér hjá ESA hafi stofn­unin stefnt Ísland­i ­fyrir EFTA-­dóm­stól­inn í ell­efu málum eftir að Evr­ópu­stefnan tók gildi. Fimm slíkar ákvarð­anir voru teknar í júlí 2014, tvær í októ­ber, tvær í des­em­ber og tvær nú í apr­íl. Það sé því ljóst að þetta mark­mið stefn­unnar er mjög langt frá því að nást.

Í frétta félags­ins segir enn­frem­ur: "Annað mark­mið Evr­ópu­stefn­unnar er að inn­leið­ing­ar­hall­inn svo­kall­aði, þ.e. hlut­fall nýrra reglna sem Ísland nær ekki að inn­leiða á réttum tíma, verð­i orð­inn undir 1% í byrjun árs 2015, en í fyrra var hann ríf­lega 3%. Sömu­leiðis bendir fátt til að það mark­mið náist. Fjöldi dóms­mála fyrir EFTA-­dóm­stólnum er í beinu sam­hengi við lít­inn árangur í því efni. Ísland stendur sig lang­verst aðild­ar­ríkja EES í inn­leið­ingu nýrra reglna.

Auglýsing

Í Evr­ópu­stefn­unni sem rík­is­stjórnin sam­þykkti segir að eitt af meg­in­mark­miðum EES-­samn­ings­ins sé eins­leitni lög­gjafar allra samn­ings­að­ila; „að ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki njóta ávallt sam­svar­andi rétt­inda hvar svo sem þau eru á innri mark­aðnum á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu, sem nú telur 31 ríki. Mikil ábyrgð hvílir á lög­gjaf­ar­starfi hér á landi við að tryggja að þessu mark­miði megi ná og við­halda og þannig tryggja þessa rétt­ar­stöðu ein­stak­linga og fyr­ir­tækja á öllum svið­um. Er hér um ítr­ustu hags­muni að ræða.“

Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segir það brýnt hags­muna­mál íslenskra fyr­ir­tækja að sömu reglur gild­i  hér á landi og ann­ars staðar á EES, til að tryggja aðgang þeirra að hinum sam­eig­in­lega mark­aði. "Rík­is­stjórnin hefur því miður ekki fylgt stefnu sinni eftir með því að ráðu­neytin og sendi­ráð Íslands í Brus­sel fái þann mann­skap og fjár­veit­ing­ar ­sem þarf til að tryggja þessa hags­muni. Það skaðar hags­muni íslensks atvinnu­lífs. Nú þegar rúmt ár er liðið frá sam­þykkt stefn­unnar án þess að hún hafi skilað sýni­legum árangri, hljóta menn að þurfa að end­ur­skoða hvernig eft­ir­fylgn­inni er hátt­að."

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None