Ísland ellefu sinnum fyrir EFTA-dómstólinn frá samþykkt Evrópustefnu

eftacourt-1.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið hefur verið dregið ell­efu sinnum fyrir EFTA-­dóm­stól­inn frá því að rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti svo­kall­aða Evr­ópu­stefnu sína, en einn af fjórum meg­in­mark­miðum hennar var að á fyrri hluta árs­ins 2014 yrði "ekk­ert dóms­mál fyrir EFTA dóm­stólnum vegna skorts á inn­leið­ingu ESS-­gerða". Í morgun greindi Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) frá því að Íslandi yrði stefnt fyrir EFTA-­dóm­stól­inn í tveimur málum vegna þess að stjórn­völd hefðu brugð­ist þeirri skyldu sinni að inn­leiða reglur Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins á réttum tíma.

Um þetta er fjallað í frétt á heima­síðu Félags atvinnu­rek­enda. Þar segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem félagið hafi aflað sér hjá ESA hafi stofn­unin stefnt Ísland­i ­fyrir EFTA-­dóm­stól­inn í ell­efu málum eftir að Evr­ópu­stefnan tók gildi. Fimm slíkar ákvarð­anir voru teknar í júlí 2014, tvær í októ­ber, tvær í des­em­ber og tvær nú í apr­íl. Það sé því ljóst að þetta mark­mið stefn­unnar er mjög langt frá því að nást.

Í frétta félags­ins segir enn­frem­ur: "Annað mark­mið Evr­ópu­stefn­unnar er að inn­leið­ing­ar­hall­inn svo­kall­aði, þ.e. hlut­fall nýrra reglna sem Ísland nær ekki að inn­leiða á réttum tíma, verð­i orð­inn undir 1% í byrjun árs 2015, en í fyrra var hann ríf­lega 3%. Sömu­leiðis bendir fátt til að það mark­mið náist. Fjöldi dóms­mála fyrir EFTA-­dóm­stólnum er í beinu sam­hengi við lít­inn árangur í því efni. Ísland stendur sig lang­verst aðild­ar­ríkja EES í inn­leið­ingu nýrra reglna.

Auglýsing

Í Evr­ópu­stefn­unni sem rík­is­stjórnin sam­þykkti segir að eitt af meg­in­mark­miðum EES-­samn­ings­ins sé eins­leitni lög­gjafar allra samn­ings­að­ila; „að ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki njóta ávallt sam­svar­andi rétt­inda hvar svo sem þau eru á innri mark­aðnum á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu, sem nú telur 31 ríki. Mikil ábyrgð hvílir á lög­gjaf­ar­starfi hér á landi við að tryggja að þessu mark­miði megi ná og við­halda og þannig tryggja þessa rétt­ar­stöðu ein­stak­linga og fyr­ir­tækja á öllum svið­um. Er hér um ítr­ustu hags­muni að ræða.“

Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segir það brýnt hags­muna­mál íslenskra fyr­ir­tækja að sömu reglur gild­i  hér á landi og ann­ars staðar á EES, til að tryggja aðgang þeirra að hinum sam­eig­in­lega mark­aði. "Rík­is­stjórnin hefur því miður ekki fylgt stefnu sinni eftir með því að ráðu­neytin og sendi­ráð Íslands í Brus­sel fái þann mann­skap og fjár­veit­ing­ar ­sem þarf til að tryggja þessa hags­muni. Það skaðar hags­muni íslensks atvinnu­lífs. Nú þegar rúmt ár er liðið frá sam­þykkt stefn­unnar án þess að hún hafi skilað sýni­legum árangri, hljóta menn að þurfa að end­ur­skoða hvernig eft­ir­fylgn­inni er hátt­að."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None