Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga hjaðni úr 0,8 prósent í 0,6 prósent í janúar frá mánuðinum á undan. Gangi það eftir verður verðbólgan áfram undir neðri þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og hefur ekki verið lægri í rúm 20 ár, eða síðan í desember 1994.
Greining Íslandsbanka telur enn fremur að verðbólgan muni verð undir neðri þölmörkunum á fyrri hluta þessa árs og að hún mundi haldast undir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabankans út árið 2015. Í Morgunkorni hennar segir:„Í kjölfarið spáum við aukinni verðbólgu samhliða því að hjól hagkerfisins taka að snúast hraðar, þótt verðbólga verði áfram nálægt verðbólgumarkmiðinu".
Hagstofan mun birta vísitölu neysluverðs fyrir janúar klukkann níu að morgni 29. janúar næstkomandi.
Hægt er að lesa verðbólguspá Greiningar Íslandsbanka hér.