Í lok síðasta árs, rúmum fimm árum eftir bankahrun og setningu gjaldeyrishafta, áttu Íslendingar enn tæpa 1.500 milljarða króna í erlendri fjármunaeign. Um er að ræða annaðhvort eigið fé eða lánveitingar á milli aðila í sömu eigu. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands um beina fjármunaeign íslenskra aðila erlendis sem birtar voru í júní.
Á meðal þess sem kemur fram í tölunum er að íslenskir aðilar eigi 28,5 milljarða króna eignir á Bresku Jómfrúareyjum, nánar tiltekið á Tortóla-eyju klasans. Eignir Íslendinga þar hafa snaraukist að raunvirði síðan fyrir hrun, en í árslok 2007 áttu þeir 8,4 milljarða króna á eyjunum. Gengisfall krónunnar skýrir aukninguna að einhverju leyti.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_24/8[/embed]
Lestu ítarlega umfjöllun um málið í nýjustu útgáfu Kjarnans.