Íslendingar fá að flytja út rúmlega tíu sinnum meira af skyri til Evrópu

15349148838_9a3fc945b8_b.jpg
Auglýsing

Ef nýr samn­ingur Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins um við­skipti með land­bún­að, sem um samd­ist í vik­unni, tekur gildi gæti verð á vissum inn­fluttum mat­vörum lækkað um tugi pró­senta. Sam­hliða gild­is­töku samn­ings­ins mun inn­flutn­ings­kvóti Íslend­inga á lamba­kjöti inn á innri markað Evr­ópu, næstum tvö­faldast, fara úr 1.850 tonnum á ári í 3.350 tonn. Íslenskir fram­leið­endur Skyrs fá auk þess að flytja út tíu sinnum meira en áður inn á mark­aði í Evr­ópu­sam­bands­lönd­un­un­um. Í dag mega þeir selja 380 tonn af skyri þar án tolla en það magn fer upp í 4.000 tonn með nýja samn­ingn­um. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag. 

Til­kynnt var um það á fimmtu­dag að nýir ­samn­ingar Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins um við­skipti með land­bún­að­ar­vörur hefðu náðst á samn­inga­fundi sem staðið hafði í tvo daga í Reykja­vík. í til­kynn­ingu sagði að "samn­ing­arnir munu stuðla að auknu vöru­úr­vali og lægra vöru­verði á Íslandi til hags­bóta fyrir neyt­end­ur. Jafn­framt fela samn­ing­arnir í sér veru­leg ný tæki­færi fyrir útflytj­end­ur." Vonir standa til að samn­ing­arnir geti tekið gildi í árs­lok 2016 eða byrjun árs 2017, að feng­inni stað­fest­ingu stofn­ana ESB og Íslands.

Kjúklinga­bændur ásaka stjórn­völd um "bak­tjald­ar­makk"Þar er meðal ann­ars rætt við Sindra Sig­ur­geirs­son, for­mann Bænda­sam­tak­anna, sem segir jákvætt að fá auk­inn aðgang að innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins. Þó sé ljóst að staðan verði erfið fyrir sumar búgrein­ar, meðal ann­ars ali­fugla- og svína­rækt. Kvótar á inn­flutn­ing kjúklinga um nán­ast fjór­fald­ast með nýja sam­komu­lag­inu auk þess sem heim­ilt verður að flytja inn 200 tonn af líf­rænum alífugl­um, en inn­flutn­ingur á þeim er óheim­ill í dag. Þá mun íslenskum inn­flytj­endum vera heim­ilt að flytja inn sjö sinnum meira nauta­kjöt en þeir gera í dag og 3,5 sinnum meira svína­kjöt. Auk þess verða heim­ildir til að flytja inn osta stór­aukn­ar.

Ingi­mundur Berg­mann, for­maður Félags kjúklinga­bænda, gagn­rýnir vinnu­brögð stjórn­valda harð­lega í sam­tali við blað­ið. "Þetta er bak­tjalda­makk. Það var látið í veðri vaka við okkur að þetta væri í und­ir­bún­ingi og hugs­an­lega inni í mynd­inni, ekki að málið væri komið á þetta stig."

Auglýsing

Versl­unin sátt en vill meiraTals­menn versl­un­ar­innar á Íslandi eru hins vegar mun kát­ari með breyt­ing­arn­ar.  Finnur Árna­son, for­stjóri Haga, segir breyt­ing­arnar frá­bærar fréttir fyrir neyt­endur og versl­un­ina. Þær geti lækkað verð á ákveðnum vöru­teg­undum um tugi pró­senta. En eigi þó eftir að taka  mjög stór skref í þessum efn­um. "Okkur sýn­ist sem breyt­ing­arnar nái ekki til allra unn­inna land­bún­að­ar­vara. Sam­kvæmt mínum upp­lýs­ingum hafa breyt­ing­arnar þannig ekki áhrif á skinku, parmesa­nost og pylsur almennt, svo dæmi sé tek­ið. Þetta eru ef til vill minni breyt­ingar en vænt­ingar stóðu til varð­andi unnar land­bún­að­ar­vör­ur."

Gæti aukið verð­bólguIngólfur H. Bend­er, for­stöðu­maður Grein­ingar Íslands­banka, segir að óljóst sé hversu mikið verð á mat­vöru muni lækka. Afnám tolla, sem sé lækkun óbeinna skatta, leiði til lægra verðs og auki kaup­mátt. Aðgerðið sé hins vegar einnig eft­ir­spurn­ar­hvetj­andi fyrir hag­kerf­ið, ef ekki komi til mót­væg­is­að­gerðir af hálfu stjórn­valda. "Án mót­væg­is­að­gerða hefur þetta þannig þenslu­á­hrif fyrir hag­kerfið á tímum þegar spenna er í kerf­inu. Þau áhrif eru til að auka verð­bólg­una."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None