Íslensk samtök gegn íslamsvæðingu birta áróður gegn flóttamönnum

Screen-Shot-2015-09-17-at-14.24.21.png
Auglýsing

Sam­tökin Peg­ida Iceland, sem segj­ast vera sam­tök fólks gegn „islam­væð­ingu“ vest­rænna ríkja, birta áróður gegn flótta­mönnum á Face­book síðu sinni. Meðal þess sem þar er haldið fram er að hæl­is­leit­endur streymi til Íslands „vegna aug­lýs­inga íslenskra sós­í­alista í fjöl­miðlum erlendis um að hér sé allt að fá“ og fjöl­miðlar eru sak­aðir um að „mis­nota alltaf myndir af börnum í fréttum þegar það er stað­reynd að meiri­hluti þess­ara hæl­is­leit­enda eru karl­menn.“ Talað er um að flótta­fólk í Evr­ópu séu „efna­hags­flótta­menn“ og að „Evr­ópa eins og við höfum þekkt hana brátt liðin tíð.“

Screen Shot 2015-09-17 at 14.06.49

Kjarn­inn greindi frá því í jan­úar þegar Peg­ida síða fyrir Ísland var stofn­uð, en Peg­ida sam­tökin rekja upp­runa sinn til Þýska­lands þar þau stóðu fyrir viku­legum mót­mælum gegn áhrifum íslams í evr­ópskum lönd­um.

Auglýsing

Við stofnun sögð­ust sam­tökin á Íslandi ætla að birta frétta­tengt efni sem tengd­ist inn­reið og upp­gangi íslams í Evr­ópu, efni sem þau segja að fjöl­miðlar á Íslandi birti ekki vegna þögg­unar og póli­tísks rétt­trún­að­ar. Sam­tökin hafa und­an­farið verið mjög virk á Face­book, en 3350 manns láta sér líka við síð­una.Þessi mynd birt­ist án orða á síð­unni í júlí, en hún er gömul og sýnir flótta­fólk frá Albaníu koma til hafnar á Ítalíu árið 1991. 

Sýnt fram á fölsun myndaÍ erlendum fjöl­miðlum hefur verið bent á það und­an­farna daga hvernig áróð­urs­síður af þessu tagi birta myndir sem eru í raun fals­aðar til þess að sverta flótta­fólk og inn­flytj­end­ur. BBC birti til dæmis umfjöllun um mynd af manni sem var sagður hafa barist fyrir Íslamska ríkið í fyrra en væri nú kom­inn að landa­mær­unum við Makedóníu þar sem hann þætt­ist vera flótta­mað­ur.

skjáskot

Mað­ur­inn hafði hins vegar barist fyrir frels­is­her Sýr­lands, sem berst gegn Íslamska rík­inu. Hann heitir Laith Al Saleh.
Fjöl­mið­ill­inn Vice hefur einnig birt umfjöllun þar sem sýnt er fram á hvernig myndir sem eiga að sýna hæl­is­leit­endur í Evr­ópu nú, eru teknar ann­ars staðar og á öðrum tím­um. Þessar myndir kom­ast oft í mikla dreif­ingu á sam­fé­lags­miðl­um, án þess að sann­leiks­gildi þeirra sé kannað frek­ar.


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None