Íslenskir húseigendur borga mest allra í Evrópu

Þrátt fyrir lágt verð á hita og rafmagni var húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði mestur allra Evrópulanda hérlendis árið 2018. Húsnæðiskostnaður leigjenda hérlendis er hins vegar minna íþyngjandi heldur en í flestum öðrum Evrópulöndum.

img_4592_raw_0710130530_10191449535_o.jpg
Auglýsing

Evr­ópskir hús­eig­endur borg­uðu hvergi jafn­mikið fyrir að búa í eigin hús­næði heldur en á Íslandi árið 2018. Þetta kemur fram í tölum frá hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, en bent var á þær í nýj­ustu Kjara­f­réttum stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar, sem kom út í gær.

Fjár­magns­kostn­aður meg­in­á­stæðan

Sam­kvæmt Efl­ingu er það einkum fjár­magns­kostn­aður við að eign­ast íbúð­ar­hús­næði sem skapar þessa óvenju óhag­stæðu útkomu fyrir Ísland. Aðrar mæl­ingar Eurostat benda í sömu átt, en í fáum öðrum Evr­ópu­löndum fer jafn­stór hluti af neyslu­út­gjöldum í hús­næð­is­kaup.

Á hinn bóg­inn borga Íslend­ingar að jafn­aði helm­ingi minna en hinn almenni íbúi Evr­ópu­sam­bands­ins í raf­magn og hita. Ein­ungis tvö pró­sent af heild­ar­út­gjöldum heim­il­anna fóru í þann mála­flokk hér­lendis árið 2019, en sam­svar­andi hlut­fall á hinum Norð­ur­lönd­unum var á milli fjórum og fimm pró­sent­um.

Auglýsing

Leigj­endur hlut­falls­lega betur settir

Hús­næð­is­kostn­aður hjá leigj­endum er aftur á móti mun minna íþyngj­andi hér­lendis heldur en í flestum öðrum Evr­ópu­lönd­um. Alls þurftu 17,5 pró­sent leigj­enda á Íslandi að greiða meira en 40 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum í leigu, sam­an­borið við fjórð­ung allra leigj­enda í Evr­ópu­sam­band­inu.

Hlut­falls­lega góð staða leigj­enda nær að bæta upp fyrir mik­inn hús­næð­is­kostnað hús­eig­enda, en heild­ar­kostn­að­ur­inn vegna hús­næðis er svip­aður byrði á neyt­endur hér­lendis og í Evr­ópu­sam­band­inu. Alls fóru að með­al­tali 27 pró­sent útgjalda heim­ila í hús­næði, hita og raf­magn hér­lendis árið 2020, en sam­svar­andi hlut­fall í öllu Evr­ópu­sam­band­inu nam 26 pró­sent­um. Kostn­að­ar­lið­ur­inn var meðal ann­ars meira íþyngj­andi í Sví­þjóð, Dan­mörku og Finn­landi.

Hvergi jafn­mikil aukn­ing og hér­lendis

Í tölum Eurostat má einnig finna sam­an­burð á húnsæðis­kostn­aði þeirra sem búa í eigin hús­næði á síð­ustu árum. Á árunum 2015-2020 jókst kostn­að­ur­inn um 73 pró­sent, en það var lang­mesta kostn­að­ar­aukn­ingin í allri Evr­ópu. Næst­mesta aukn­ingin á tíma­bil­inu var í Ung­verja­landi, en þar jókst hús­næð­is­kostn­aður hús­eig­enda um 38 pró­sent.

Á sama tíma jókst kostn­aður þeirra sem búa í eigin hús­næði um fjórð­ung í Sví­þjóð og fimmt­ung í Nor­egi. Í Dan­mörku og Finn­landi jókst hann hins vegar um minna en tíu pró­sent á þessum fimm árum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent