Helgi Sig hættur að teikna fyrir Morgunblaðið

Skopmyndateiknarinn Helgi Sig er hættur að teikna skopmyndir fyrir Morgunblaðið eftir að teikning hans þótti ekki birtingarhæf. Hann hefur teiknað fyrir blaðið í yfir 11 ár.

Margar teikningar Helga hafa verið umdeildar í gegnum tíðina.
Margar teikningar Helga hafa verið umdeildar í gegnum tíðina.
Auglýsing

Helgi Sig skop­mynda­teikn­ari Morg­un­blaðs­ins er hættur að teikna myndir fyrir blaðið að eigin frum­kvæði, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Ástæðan ku vera sú að hann hafi verið beð­inn um að tóna sig niður eða skila annarri mynd í tvígang.

Hann seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann ekki vilja tjá sig um mál­ið. „Ég vil ekki svara neinu um mín atvinnu­mál,“ segir hann. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, Har­alds Johann­essen, þar sem hann var spurður út í málið en henni hefur ekki enn verið svar­að.

Á vef­síðu Helga kemur fram að hann sé búinn að teikna „póli­tískar satíru­teikn­ing­ar“ fyrir Morg­un­blaðið síðan í maí árið 2010.

Auglýsing

Síð­asta teikn­ingin sem hann gerði fyrir Morg­un­blaðið birt­ist þann 14. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Dag­inn eftir birt­ist mynd eftir hinn skop­mynda­teikn­ara blaðs­ins, Ívar, en þann 16. des­em­ber var mynd eftir ljós­mynd­ara Morg­un­blaðs­ins, Krist­inn Magn­ús­son, á blað­síðu 8 við hlið­ina á Stak­steinum þar sem skop­myndir birt­ast venju­lega.

Skjáskot/Morgunblaðið 16. desember 2021

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var Helgi beð­inn í byrjun nóv­em­ber síð­ast­liðnum að breyta teikn­ingu eða skila inn annarri vegna þess að sú sem hann teikn­aði þótti ekki birt­ing­ar­hæf. Hann gerði það ekki og var ljós­mynd af ketti sett í stað­inn við hlið­ina á Stak­stein­um. Þetta gerð­ist síðan aftur þegar hann skil­aði inn teikn­ingu fyrir blaðið sem kom út 16. des­em­ber.

Ýmsir hneyksl­ast

Helgi hefur verið mjög umdeildur teikn­ari í gegnum tíð­ina. Vísir fjall­aði meðal ann­ars um umdeilda teikn­ingu Helga í októ­ber 2018 en þar teikn­aði hann Mar­gréti Krist­ínu Blön­dal, eða Möggu Stínu eins og hún er oft köll­uð, en hún var á þessum tíma nýlega tekin við for­mennsku í Leigj­enda­sam­tök­un­um. Á mynd­inni sagði: „Risa­eðla nýr for­maður leið­inda­sam­tak­anna.“ Þá lét hann Möggu Stínu segja: „Leigu­mark­að­ur­inn er fíaskó. Maður verður að reyna að poppa þetta eitt­hvað upp.“

Tölu­verða gagn­rýni mátti heyra í kjöl­far birt­ingar en á Face­book kall­aði Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, teikn­ing­una „öm­urð“. Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði að þetta væri „vand­ræða­leg lág­kúra“ og Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, þáver­andi aðstoð­ar­kona Björg­ólfs Thors athafna­manns, sagði: „Þetta er hinn teikn­andi fingur bláu hand­ar­inn­ar, skilst mér.“

Helgi teikn­aði einnig umdeilda mynd síð­asta sumar þegar ásak­anir um kyn­ferð­is­of­beldi á hendur Ingólfi Þór­ar­ins­syni, eða Ingó Veð­urguði, spruttu fram á sam­fé­lags­miðl­um. Þá teikn­aði hann Ingó fyrir framan veð­ur­kort og undir mynd­inni stóð: „Öfgar ákvarða sekt uns sak­leysi er sann­að.“ Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata var meðal þeirra sem gagn­rýndi mynd­ina en hann sagði á Twitt­er: „Og Mogga­skrípó sem lang­best væri að henda.“

Hægt er að lesa umfjöllun DV um nokkrar myndir Helga hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent