Helgi Sig hættur að teikna fyrir Morgunblaðið

Skopmyndateiknarinn Helgi Sig er hættur að teikna skopmyndir fyrir Morgunblaðið eftir að teikning hans þótti ekki birtingarhæf. Hann hefur teiknað fyrir blaðið í yfir 11 ár.

Margar teikningar Helga hafa verið umdeildar í gegnum tíðina.
Margar teikningar Helga hafa verið umdeildar í gegnum tíðina.
Auglýsing

Helgi Sig skop­mynda­teikn­ari Morg­un­blaðs­ins er hættur að teikna myndir fyrir blaðið að eigin frum­kvæði, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Ástæðan ku vera sú að hann hafi verið beð­inn um að tóna sig niður eða skila annarri mynd í tvígang.

Hann seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann ekki vilja tjá sig um mál­ið. „Ég vil ekki svara neinu um mín atvinnu­mál,“ segir hann. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, Har­alds Johann­essen, þar sem hann var spurður út í málið en henni hefur ekki enn verið svar­að.

Á vef­síðu Helga kemur fram að hann sé búinn að teikna „póli­tískar satíru­teikn­ing­ar“ fyrir Morg­un­blaðið síðan í maí árið 2010.

Auglýsing

Síð­asta teikn­ingin sem hann gerði fyrir Morg­un­blaðið birt­ist þann 14. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Dag­inn eftir birt­ist mynd eftir hinn skop­mynda­teikn­ara blaðs­ins, Ívar, en þann 16. des­em­ber var mynd eftir ljós­mynd­ara Morg­un­blaðs­ins, Krist­inn Magn­ús­son, á blað­síðu 8 við hlið­ina á Stak­steinum þar sem skop­myndir birt­ast venju­lega.

Skjáskot/Morgunblaðið 16. desember 2021

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var Helgi beð­inn í byrjun nóv­em­ber síð­ast­liðnum að breyta teikn­ingu eða skila inn annarri vegna þess að sú sem hann teikn­aði þótti ekki birt­ing­ar­hæf. Hann gerði það ekki og var ljós­mynd af ketti sett í stað­inn við hlið­ina á Stak­stein­um. Þetta gerð­ist síðan aftur þegar hann skil­aði inn teikn­ingu fyrir blaðið sem kom út 16. des­em­ber.

Ýmsir hneyksl­ast

Helgi hefur verið mjög umdeildur teikn­ari í gegnum tíð­ina. Vísir fjall­aði meðal ann­ars um umdeilda teikn­ingu Helga í októ­ber 2018 en þar teikn­aði hann Mar­gréti Krist­ínu Blön­dal, eða Möggu Stínu eins og hún er oft köll­uð, en hún var á þessum tíma nýlega tekin við for­mennsku í Leigj­enda­sam­tök­un­um. Á mynd­inni sagði: „Risa­eðla nýr for­maður leið­inda­sam­tak­anna.“ Þá lét hann Möggu Stínu segja: „Leigu­mark­að­ur­inn er fíaskó. Maður verður að reyna að poppa þetta eitt­hvað upp.“

Tölu­verða gagn­rýni mátti heyra í kjöl­far birt­ingar en á Face­book kall­aði Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, teikn­ing­una „öm­urð“. Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði að þetta væri „vand­ræða­leg lág­kúra“ og Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, þáver­andi aðstoð­ar­kona Björg­ólfs Thors athafna­manns, sagði: „Þetta er hinn teikn­andi fingur bláu hand­ar­inn­ar, skilst mér.“

Helgi teikn­aði einnig umdeilda mynd síð­asta sumar þegar ásak­anir um kyn­ferð­is­of­beldi á hendur Ingólfi Þór­ar­ins­syni, eða Ingó Veð­urguði, spruttu fram á sam­fé­lags­miðl­um. Þá teikn­aði hann Ingó fyrir framan veð­ur­kort og undir mynd­inni stóð: „Öfgar ákvarða sekt uns sak­leysi er sann­að.“ Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata var meðal þeirra sem gagn­rýndi mynd­ina en hann sagði á Twitt­er: „Og Mogga­skrípó sem lang­best væri að henda.“

Hægt er að lesa umfjöllun DV um nokkrar myndir Helga hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent