Íslenskur fimm barna faðir berst við útbreiðslu ebólu í Vestur-Afríku

ICE-SAR-classification.jpg
Auglýsing

Íslend­ing­ur­inn Gísli Rafn Ólafs­son er nú staddur í Ghana þar sem hann tekur virkan þátt í bar­átt­unni gegn út­breiðslu ebólu-veirunnar í Vest­ur­-Afr­íku. Gísli Rafn, sem er fimm barna fað­ir, hélt utan á vegum Net­hope, sem eru þrettán ára gömul regn­hlíf­ar­sam­tök 42 stærstu hjálp­ar­sam­taka í heimi. Þetta er önnur ferð Gísla Rafns til Vest­ur­-Afr­íku vegna ebólu-far­ald­urs­ins, en hann var meðal ann­ars stjórn­andi íslensku alþjóða­björg­un­ar­sveit­ar­innar sem fór til Haítí árið 2010 eftir stóran jarð­skjálfta þar í landi.

Gísli Rafn var björg­un­ar­sveit­ar­maður í rúm tutt­ugu ár, en síð­ast­lið­inn fjögur ár hefur hann starfað hjá Net­hope, sem yfir­maður neyð­ar­mála hjá sam­tök­un­um. Starf hans felst í sam­hæf­ingu á öllu er við­kemur fjar­skiptum og upp­lýs­inga­tækni, þegar áföll dynja á hvar sem er í heim­in­um.

Á að koma á fjar­skiptum á svæðum þar sem ebóla geysar



Verk­efni Gísla verður að koma á fjar­skiptum á dreifð­ari svæðum í Síera Leó­ne, Líberíu og Gíneu, sem eru löndin sem hvað harð­ast hafa orðið úti vegna ebólu-veirunn­ar. „Okkar hlut­verk verður að koma á teng­ingum við inter­netið í þessum dreifð­ari sveitum og bæj­um, þar sem ebólan geysar hvað mest,“ segir Gísli Rafn í sam­tali við Kjarn­ann. „Í dag er mjög tak­markað upp­lýs­inga­flæði frá þessum stöð­um, þannig að það er mjög erfitt fyrir þá sem eru að skipu­leggja við­bragðs­á­ætl­anir að vita hvar þeir eigi að setja mestan þung­ann hverju sinn­i. Það frétt­ist oft ekki fyrr en dögum eða jafn­vel vikum síðar þegar ebólan blossar aftur upp á ein­hverjum stað, því það eru svo léleg fjar­skipti á þessum svæð­u­m.“

„Ég veit hverjar hætt­urnar eru, og nota þar af leið­andi allar mögu­legar aðferðir til að forð­ast smit. Maður er ekki mikið að heilsa fólki og notar mikið hand­spritt og svo framvegis.“

Auglýsing

Net­hope hyggst koma upp hátt í tvö hund­ruð gervi­hnatta­mót­tök­ur­um, ­sem sam­tökin hafa fengið að gjöf meðal ann­ars frá Face­book og auð­kýf­ingnum Paul Allen, sem er annar stofn­andi Microsoft. Gísli Rafn vinnur nú að und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins í Ghana þar sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar sam­hæfa allar sínar aðgerð­ir, en hann stefnir á að fara á hættu­svæðin í næstu viku til að kanna að­stæð­ur. Hann mun snúa aftur til Íslands um miðjan des­em­ber, en í byrjun jan­úar er ráð­gert að Gísli Rafn haldi aftur til Afr­íku, og tveir til þrír Íslend­ingar með honum sem sinna munu ákveðnum hlutum verk­efn­is­ins.

Gísli Rafn Ólafsson í Haítí. Gísli Rafn Ólafs­son í Haí­tí.

Lét íslensk heil­brigð­is­yf­ir­völd vita af ferð­inni



Áður en að Gísli Rafn hélt utan, hafði hann sam­band við íslensk heil­brigð­is­yf­ir­völd, lét vita af ferð sinni og leit­aði upp­lýs­inga um við­bragðs­á­ætl­an­ir. Hann segir sömu við­bragðs­reglur í gildi hér á landi eins og ann­ars staðar í heim­in­um. „Ef þú ert ekki heil­brigð­is­starfs­mað­ur, heldur hefur verið að aðstoða við aðra hluti en að sinna veik­um, þá máttu koma heim strax en átt að fylgj­ast með lík­ams­hit­anum tvisvar á dag í þrjár vik­ur. Ef ein­hver hiti kemur upp á maður að hafa strax sam­band og láta vita að maður hafi verið á svæð­inu. Ebólan smit­ast nefni­lega ekki fyrr en hit­inn kem­ur, og það er góð leið til að átta sig á því hvenær maður er mögu­lega orð­inn smit­andi og hvenær maður er byrj­aður að veikj­ast sjálf­ur. Þannig að á þessum 21 degi, reynir maður að vera aðeins minna að umgang­ast aðra, alla­vega fólk sem er kannski við­kvæmt fyrir öðrum sjúk­dóm­um. En almennt séð er maður ekki settur í sóttkví eða neitt slíkt.“

 

Fer að öllu með gát



Gísli Rafn er óhræddur við að smit­ast af ebólu-veirunni, hann fari að öllu með gát. „Ég veit hverjar hætt­urnar eru, og nota þar af leið­andi allar mögu­legar aðferðir til að forð­ast smit. Maður er ekki mikið að heilsa fólki og notar mikið hand­spritt og svo fram­veg­is. Það er í raun þannig með ebóluna að smit­leið­irnar eru mjög svip­aðar og varð­andi HIV-veiruna, það er að segja að þú þarft að fá lík­ams­vessa til að sam­ein­ast til að smitast, þannig að það er mjög þekkt hvernig maður á að passa sig. Það eru helst heil­brigð­is­starfs­menn, serm eru að hjúkra og hjálpa þeim beint sem eru smit­að­ir, sem eru í meiri hættu en við.“

„Ég byrj­aði í björg­un­ar­sveit fyrir rúmum 20 árum síð­an, og það er í raun­inni sami drif­kraftur sem er í gangi hjá mér í dag og var þá, að vilja hjálpa þeim sem eru í neyð.“

Að sögn Gísla Rafns, munu mark­mið alþjóða hjálp­ar­sam­ta að hefta útbreiðslu ebólu-veirunnar fyrir 1. des­em­ber ekki nást. Sýk­ingar hafi verið að aukast og þá sér­stak­lega í Síera Leó­ne. „En alþjóða­sam­fé­lagið er loks­ins búið að taka almenni­lega við sér, en það tók langan tíma, því það er næstum komið ár síðan fyrsta til­fellið kom upp í Gíneu. Í raun­inni fór lítið að ger­ast fyrr en í sept­em­ber á þessu ári, en menn eru að von­ast til þess að hinn aukni þungi muni hafa áhrif og gera það að verkum að menn nái tökum á þessu. En sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn ansi útbreiddur á mörgum dreifð­ari svæðum Síera Leóne og Líber­íu, sem gerir mönnum erfitt um vik að ná utan um þetta.“

Vilj­inn til að hjálpa alltaf jafn sterkur



Gísli Rafn segir sama vilj­ann drífa sig áfram í dag, og þegar hann byrj­aði í björg­un­ar­sveit­ar­starf­inu á Íslandi. „Ég byrj­aði í björg­un­ar­sveit fyrir rúmum 20 árum síð­an, og það er í raun­inni sami drif­kraftur sem er í gangi hjá mér í dag og var þá, að vilja hjálpa þeim sem eru í neyð. Það er nátt­úru­lega mjög sér­stakt við ebóluna, að það er í gangi ákveðin hræðsla við hana sem er kannski meiri en við margt ann­að, en sann­leik­ur­inn er sá að hætt­urnar eru kannski alveg jafn miklar og þegar maður fer inn á jarð­skjálfta­svæði eða eitt­hvað slíkt. Fjöl­skyldan mín er orðin ansi vön því að ég hoppi upp í næstu vél og fari þangað sem neyð er mik­il. Um leið og það kom upp að ég væri að fara hing­að, sagði konan við mig að það væri í fín­asta lagi, því hún vissi að ég myndi passa mig.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None