Já gert að greiða 50 milljónir í stjórnvaldssekt

Sigr----ur-Margr--t-Oddsdottir.jpg
Auglýsing

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem birt er í dag, er kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Já hf. hafi mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína á mark­aði fyrir rekstur og heild­sölu­að­gang að gagna­grunni yfir síma­núm­er,“ segir í til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna þeirrar ákvörð­unar að sekta fyr­ir­tækið Já, um 50 millj­ónir króna vegna brota á sam­keppn­is­lög­um.

Í til­kynn­ing­unni segir enn­fremur að félagið hafi brotið  gegn lögum með hátt­semi sem beind­ist gegn mögu­legum keppi­nautum félags­ins á smá­sölu­mörk­uðum fyrir upp­lýs­inga­þjón­ustu sem byggir á aðgangi á umræddum gagna­grunni.

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unni: „Að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hefur verð­lagn­ing Já fyrir aðgang að gagna­grunn­inum verið óhóf­leg og til þess fallin að úti­loka sam­keppni. Með verð­lagn­ing­unni hafi Já í raun synjað mögu­legum keppi­nautum um aðgang að ómissandi aðstöðu félags­ins og þannig við­haldið eða styrkt mark­aðs­ráð­andi stöðu sína. Fyrir liggur að þeir sem hugð­ust nýta gagna­grunnin með þeim hætti að leitt gæti til sam­keppni við Já, var gert að greiða mun hærra verð en þeim sem engin sam­keppn­is­leg ógn stóð af. Já bauð slíkum aðilum verð sem var tugum millj­óna króna lægra á árs­grund­velli fyrir aðgang að sömu upp­lýs­ing­um. Hátt­semi Já að þessu leyti er hvorki mál­efna­leg né sann­gjörn og ekki í sam­ræmi við þær kröfur sem hvíla sam­kvæmt sam­keppn­is­lögum á fyr­ir­tæki í yfir­burða­stöðu. Vegna þess­ara brota er Já gert að greiða stjórn­valds­sekt að fjár­hæð kr. 50 millj­ónir króna í rík­is­sjóð,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá 1800, sem upp­haf­lega kærði Já vegna meintra brota, segir Andri Árna­son í til­kynnningu, að nið­ur­staðan sé mikið fagn­að­ar­efni.

„Þriggja ára bar­áttu 1800 er nú loks­ins lokið með fulln­að­ar­sigri. Neyt­endur hafa val­kosti – þeir geta valið 1800 til þess að fá upp­lýs­ingar og aðstoð. Þetta er sigur fyrir 1800 en ekki síður fyrir neyt­endur sem fá loks­ins alvöru sam­keppni, val­kosti og lægra verð.  Þessi úrskurður er mikið gleði­efni fyrir 1800 sem hefur barist fyrir virkri sam­keppni á þessum mark­aði árum sam­an. Aðal­at­riðið er þó að neyt­endur höfðu sigur – enn einn ein­ok­un­ar­múr­inn er fall­inn,“ segir í til­kynn­ingu frá Andra fyrir hönd 1800.

Fréttin verður upp­færð eftir því sem frek­ari upp­lýs­ingar ber­ast.

 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None