Já gert að greiða 50 milljónir í stjórnvaldssekt

Sigr----ur-Margr--t-Oddsdottir.jpg
Auglýsing

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem birt er í dag, er kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Já hf. hafi mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína á mark­aði fyrir rekstur og heild­sölu­að­gang að gagna­grunni yfir síma­núm­er,“ segir í til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna þeirrar ákvörð­unar að sekta fyr­ir­tækið Já, um 50 millj­ónir króna vegna brota á sam­keppn­is­lög­um.

Í til­kynn­ing­unni segir enn­fremur að félagið hafi brotið  gegn lögum með hátt­semi sem beind­ist gegn mögu­legum keppi­nautum félags­ins á smá­sölu­mörk­uðum fyrir upp­lýs­inga­þjón­ustu sem byggir á aðgangi á umræddum gagna­grunni.

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unni: „Að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hefur verð­lagn­ing Já fyrir aðgang að gagna­grunn­inum verið óhóf­leg og til þess fallin að úti­loka sam­keppni. Með verð­lagn­ing­unni hafi Já í raun synjað mögu­legum keppi­nautum um aðgang að ómissandi aðstöðu félags­ins og þannig við­haldið eða styrkt mark­aðs­ráð­andi stöðu sína. Fyrir liggur að þeir sem hugð­ust nýta gagna­grunnin með þeim hætti að leitt gæti til sam­keppni við Já, var gert að greiða mun hærra verð en þeim sem engin sam­keppn­is­leg ógn stóð af. Já bauð slíkum aðilum verð sem var tugum millj­óna króna lægra á árs­grund­velli fyrir aðgang að sömu upp­lýs­ing­um. Hátt­semi Já að þessu leyti er hvorki mál­efna­leg né sann­gjörn og ekki í sam­ræmi við þær kröfur sem hvíla sam­kvæmt sam­keppn­is­lögum á fyr­ir­tæki í yfir­burða­stöðu. Vegna þess­ara brota er Já gert að greiða stjórn­valds­sekt að fjár­hæð kr. 50 millj­ónir króna í rík­is­sjóð,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá 1800, sem upp­haf­lega kærði Já vegna meintra brota, segir Andri Árna­son í til­kynnningu, að nið­ur­staðan sé mikið fagn­að­ar­efni.

„Þriggja ára bar­áttu 1800 er nú loks­ins lokið með fulln­að­ar­sigri. Neyt­endur hafa val­kosti – þeir geta valið 1800 til þess að fá upp­lýs­ingar og aðstoð. Þetta er sigur fyrir 1800 en ekki síður fyrir neyt­endur sem fá loks­ins alvöru sam­keppni, val­kosti og lægra verð.  Þessi úrskurður er mikið gleði­efni fyrir 1800 sem hefur barist fyrir virkri sam­keppni á þessum mark­aði árum sam­an. Aðal­at­riðið er þó að neyt­endur höfðu sigur – enn einn ein­ok­un­ar­múr­inn er fall­inn,“ segir í til­kynn­ingu frá Andra fyrir hönd 1800.

Fréttin verður upp­færð eftir því sem frek­ari upp­lýs­ingar ber­ast.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None