Já gert að greiða 50 milljónir í stjórnvaldssekt

Sigr----ur-Margr--t-Oddsdottir.jpg
Auglýsing

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem birt er í dag, er kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Já hf. hafi mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína á mark­aði fyrir rekstur og heild­sölu­að­gang að gagna­grunni yfir síma­núm­er,“ segir í til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna þeirrar ákvörð­unar að sekta fyr­ir­tækið Já, um 50 millj­ónir króna vegna brota á sam­keppn­is­lög­um.

Í til­kynn­ing­unni segir enn­fremur að félagið hafi brotið  gegn lögum með hátt­semi sem beind­ist gegn mögu­legum keppi­nautum félags­ins á smá­sölu­mörk­uðum fyrir upp­lýs­inga­þjón­ustu sem byggir á aðgangi á umræddum gagna­grunni.

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unni: „Að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hefur verð­lagn­ing Já fyrir aðgang að gagna­grunn­inum verið óhóf­leg og til þess fallin að úti­loka sam­keppni. Með verð­lagn­ing­unni hafi Já í raun synjað mögu­legum keppi­nautum um aðgang að ómissandi aðstöðu félags­ins og þannig við­haldið eða styrkt mark­aðs­ráð­andi stöðu sína. Fyrir liggur að þeir sem hugð­ust nýta gagna­grunnin með þeim hætti að leitt gæti til sam­keppni við Já, var gert að greiða mun hærra verð en þeim sem engin sam­keppn­is­leg ógn stóð af. Já bauð slíkum aðilum verð sem var tugum millj­óna króna lægra á árs­grund­velli fyrir aðgang að sömu upp­lýs­ing­um. Hátt­semi Já að þessu leyti er hvorki mál­efna­leg né sann­gjörn og ekki í sam­ræmi við þær kröfur sem hvíla sam­kvæmt sam­keppn­is­lögum á fyr­ir­tæki í yfir­burða­stöðu. Vegna þess­ara brota er Já gert að greiða stjórn­valds­sekt að fjár­hæð kr. 50 millj­ónir króna í rík­is­sjóð,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá 1800, sem upp­haf­lega kærði Já vegna meintra brota, segir Andri Árna­son í til­kynnningu, að nið­ur­staðan sé mikið fagn­að­ar­efni.

„Þriggja ára bar­áttu 1800 er nú loks­ins lokið með fulln­að­ar­sigri. Neyt­endur hafa val­kosti – þeir geta valið 1800 til þess að fá upp­lýs­ingar og aðstoð. Þetta er sigur fyrir 1800 en ekki síður fyrir neyt­endur sem fá loks­ins alvöru sam­keppni, val­kosti og lægra verð.  Þessi úrskurður er mikið gleði­efni fyrir 1800 sem hefur barist fyrir virkri sam­keppni á þessum mark­aði árum sam­an. Aðal­at­riðið er þó að neyt­endur höfðu sigur – enn einn ein­ok­un­ar­múr­inn er fall­inn,“ segir í til­kynn­ingu frá Andra fyrir hönd 1800.

Fréttin verður upp­færð eftir því sem frek­ari upp­lýs­ingar ber­ast.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Sláandi niðurstöður könnunar kalli á afgerandi viðbrögð af hálfu forseta Alþingis
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sú staða sem uppi er á Alþingi sé ekki eingöngu óboðleg þeim einstaklingum sem um ræðir, heldur sverti ímynd Alþingis og hafi hamlandi áhrif á getu og vilja fólks til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
Kjarninn 27. maí 2020
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None