Já gert að greiða 50 milljónir í stjórnvaldssekt

Sigr----ur-Margr--t-Oddsdottir.jpg
Auglýsing

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem birt er í dag, er kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Já hf. hafi mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína á mark­aði fyrir rekstur og heild­sölu­að­gang að gagna­grunni yfir síma­núm­er,“ segir í til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna þeirrar ákvörð­unar að sekta fyr­ir­tækið Já, um 50 millj­ónir króna vegna brota á sam­keppn­is­lög­um.

Í til­kynn­ing­unni segir enn­fremur að félagið hafi brotið  gegn lögum með hátt­semi sem beind­ist gegn mögu­legum keppi­nautum félags­ins á smá­sölu­mörk­uðum fyrir upp­lýs­inga­þjón­ustu sem byggir á aðgangi á umræddum gagna­grunni.

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unni: „Að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hefur verð­lagn­ing Já fyrir aðgang að gagna­grunn­inum verið óhóf­leg og til þess fallin að úti­loka sam­keppni. Með verð­lagn­ing­unni hafi Já í raun synjað mögu­legum keppi­nautum um aðgang að ómissandi aðstöðu félags­ins og þannig við­haldið eða styrkt mark­aðs­ráð­andi stöðu sína. Fyrir liggur að þeir sem hugð­ust nýta gagna­grunnin með þeim hætti að leitt gæti til sam­keppni við Já, var gert að greiða mun hærra verð en þeim sem engin sam­keppn­is­leg ógn stóð af. Já bauð slíkum aðilum verð sem var tugum millj­óna króna lægra á árs­grund­velli fyrir aðgang að sömu upp­lýs­ing­um. Hátt­semi Já að þessu leyti er hvorki mál­efna­leg né sann­gjörn og ekki í sam­ræmi við þær kröfur sem hvíla sam­kvæmt sam­keppn­is­lögum á fyr­ir­tæki í yfir­burða­stöðu. Vegna þess­ara brota er Já gert að greiða stjórn­valds­sekt að fjár­hæð kr. 50 millj­ónir króna í rík­is­sjóð,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá 1800, sem upp­haf­lega kærði Já vegna meintra brota, segir Andri Árna­son í til­kynnningu, að nið­ur­staðan sé mikið fagn­að­ar­efni.

„Þriggja ára bar­áttu 1800 er nú loks­ins lokið með fulln­að­ar­sigri. Neyt­endur hafa val­kosti – þeir geta valið 1800 til þess að fá upp­lýs­ingar og aðstoð. Þetta er sigur fyrir 1800 en ekki síður fyrir neyt­endur sem fá loks­ins alvöru sam­keppni, val­kosti og lægra verð.  Þessi úrskurður er mikið gleði­efni fyrir 1800 sem hefur barist fyrir virkri sam­keppni á þessum mark­aði árum sam­an. Aðal­at­riðið er þó að neyt­endur höfðu sigur – enn einn ein­ok­un­ar­múr­inn er fall­inn,“ segir í til­kynn­ingu frá Andra fyrir hönd 1800.

Fréttin verður upp­færð eftir því sem frek­ari upp­lýs­ingar ber­ast.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None