Þriðjungur þjóðarinnar styður ríkisstjórn Sigmundar Davíðs

forsíðumynd-á-kröfuhafastöff.jpg
Auglýsing

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn Íslands mælist nú 33 pró­sent. Það hefur minnkað um 1,3 pró­sentu­stig frá því síð­ari hluta októ­ber­mán­að­ar. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem birt var í morg­un.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt könn­un­inni. Alls sögður 23,6 pró­sent aðspurðra myndu kjósa hann í dag, sem er tölu­vert minna en í síð­ustu mæl­ingu MMR, sem lauk 21. októ­ber síð­ast­lið­inn. Þá sögð­ust 26,1 pró­sent aðspurðra að þeir myndu kjósa flokk­inn.

Björt fram­tíð er næst stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt könn­un­inni með 18,6 pró­sent fylgi. Sam­fylk­ingin mælist með 16,1 pró­sent fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 12,3 pró­sent. Píratar mæl­ast með 11,3 pró­sent fylgi og Vinstri-grænir með 10,7 pró­sent. Fylgi ann­arra mögu­legra stjórn­mála­fram­boða mælist undir tveimur pró­sent­um.

Auglýsing

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina aldrei minniStuðn­ingur við rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem sam­anstendur af Fram­sókn­ar­flokknum og Sjálf­stæð­is­flokkn­um, mælist nú 33 pró­sent og hefur aldrei mælst lminni í könn­unum MMR.  Þegar best lét, í byrjun júní 2013, mæld­ist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina 59,9 pró­sent. Stuðn­ing­ur­inn hefur því tæp­lega helm­ing­ast. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina er minni en stuðn­ingur við rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de, sem sam­an­stóð af Sjálf­stæð­is­flokknum og Sam­fylk­ingu, mæld­ist í des­em­ber 2008. Sú rík­is­stjórn, sem sprakk nokkrum vikum síð­ar, mæld­ist þá með 34,5 pró­sent stuðn­ing.

Núver­andi rík­is­stjórn á smá í að ná óvin­sældum rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sem sam­an­stóð af Sam­fylk­ingu og Vinstri-græn­um. Í síð­ustu stuðn­ings­mæl­ingu þeirrar rík­is­stjórnar mæld­ist stuðn­ingur við hana ein­ungis 31,5 pró­sent.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None