Þriðjungur þjóðarinnar styður ríkisstjórn Sigmundar Davíðs

forsíðumynd-á-kröfuhafastöff.jpg
Auglýsing

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn Íslands mælist nú 33 pró­sent. Það hefur minnkað um 1,3 pró­sentu­stig frá því síð­ari hluta októ­ber­mán­að­ar. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem birt var í morg­un.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt könn­un­inni. Alls sögður 23,6 pró­sent aðspurðra myndu kjósa hann í dag, sem er tölu­vert minna en í síð­ustu mæl­ingu MMR, sem lauk 21. októ­ber síð­ast­lið­inn. Þá sögð­ust 26,1 pró­sent aðspurðra að þeir myndu kjósa flokk­inn.

Björt fram­tíð er næst stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt könn­un­inni með 18,6 pró­sent fylgi. Sam­fylk­ingin mælist með 16,1 pró­sent fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 12,3 pró­sent. Píratar mæl­ast með 11,3 pró­sent fylgi og Vinstri-grænir með 10,7 pró­sent. Fylgi ann­arra mögu­legra stjórn­mála­fram­boða mælist undir tveimur pró­sent­um.

Auglýsing

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina aldrei minniStuðn­ingur við rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem sam­anstendur af Fram­sókn­ar­flokknum og Sjálf­stæð­is­flokkn­um, mælist nú 33 pró­sent og hefur aldrei mælst lminni í könn­unum MMR.  Þegar best lét, í byrjun júní 2013, mæld­ist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina 59,9 pró­sent. Stuðn­ing­ur­inn hefur því tæp­lega helm­ing­ast. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina er minni en stuðn­ingur við rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de, sem sam­an­stóð af Sjálf­stæð­is­flokknum og Sam­fylk­ingu, mæld­ist í des­em­ber 2008. Sú rík­is­stjórn, sem sprakk nokkrum vikum síð­ar, mæld­ist þá með 34,5 pró­sent stuðn­ing.

Núver­andi rík­is­stjórn á smá í að ná óvin­sældum rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sem sam­an­stóð af Sam­fylk­ingu og Vinstri-græn­um. Í síð­ustu stuðn­ings­mæl­ingu þeirrar rík­is­stjórnar mæld­ist stuðn­ingur við hana ein­ungis 31,5 pró­sent.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None