Settist í stjórn bankans sem verðmat P/F Magn

pfmagn-1.jpg
Auglýsing

Svan­hildur Nanna Vig­fús­dóttir sett­ist í stjórn Saga Capi­tal nokkrum mán­uðum eftir að bank­inn hafði fram­kvæmt verð­mat á fær­eyska olíu­fé­lag­inu P/F Magn. Verð­matið var fram­kvæmt vegna ágrein­ings sem átt hafði sér stað í kjöl­far þess að P/F Magn var selt út úr eign­ar­halds­fé­lag­inu Fons, deg­inum áður en það var tekið til gjald­þrota­skipta.

Skipta­stjóri Fons var ósáttur með verðið sem nýr eig­andi P/F Magn greiddi og óskaði eftir nýju verð­mati. Nýr eig­andi P/F Magn var félag í eigu Guð­mundar Arnar Þórð­ar­son­ar, eig­in­manns Svan­hildar Nönnu. Á grund­velli verð­mats­ins var gerður nýr kaup­samn­ingur milli Fons og félags Guð­mund­ar.  Í reikn­ingum þess félags, sem heitir Hedda ehf., kemur fram að P/F Magn var metið á 233,5 millj­ónir króna eftir kaup­in.

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir. Svan­hildur Nanna Vig­fús­dótt­ir.

Auglýsing

Upp­lýst hefur verið í ýmsum fjöl­miðlum und­an­farna daga að Svan­hildur Nanna, Guð­mundur Örn og þre­menn­ingar sem fengu að kaupa hlut í P/F Magn á miklu und­ir­verði nokkrum mán­uðum áður en félagið var selt á fjóra millj­arða króna, hafi hagn­ast gríð­ar­lega á við­skiptum með P/F Magn. Við­skiptum sem byggðu meðal ann­ars á verð­mati Saga Capi­tal.

Svan­hildur Nanna og Guð­mundur Þór eign­uð­ust einnig allt hlutafé í Skelj­ungi á árunum 2008 til 2009. Þau seldu það fyr­ir­tæki sam­hliða P/F Magn. Sam­tals var sölu­verð fyr­ir­tækj­anna tveggja um átta millj­arðar króna.

Eig­andi Heddu var vara­maður í stjórnKjarn­inn greindi frá því á mið­viku­dag að P/F Magn hefði verið selt út úr Fons 29. apríl 2009, dag­inn áður en Fons var tekið til gjald­þrota­skipta. Óskar Sig­urðs­son, sem skip­aður var skipta­stjóri Fons, reyndi að rifta söl­unni í júní sama ár með vísun til laga um gjald­þrota­skipti.  Kaup­and­inn, Hedda ehf., mót­mælti rift­un­inni. Í ljós þess ágrein­ings var Saga Capi­tal fengið til að meta verð­mæti P/F Magn og að því fengnu var nýr kaup­samn­ingur gerður milli þrota­bús og Heddu ehf. Hann er dag­settur 1. ágúst 2009.

Í árs­reikn­ingi Heddu fyrir árið 2009 var hlut­ur­inn í P/F Magn hins vegar met­inn á 233,5 millj­ónir króna.

Óskar vildi ekki stað­festa sölu­verðið á  P/F Magn þegar Kjarn­inn leit­aði eftir því. Sagði hann að trún­að­ar­á­kvæði í samn­ingnum hindri það. Í árs­reikn­ingi Heddu fyrir árið 2009 var hlut­ur­inn í P/F Magn hins vegar met­inn á 233,5 millj­ónir króna.

Svan­hildur Nanna Vig­fús­dóttir sett­ist í stjórn Saga Capi­tal í des­em­ber 2009. Guð­mundur Örn Þórð­ar­son, eig­in­maður hennar og með­fjár­fest­ir, var við sama til­efni kjörin sem vara­maður í stjórn. Svan­hildur Nanna sat í stjórn Saga Capi­tal sem óháður stjórn­ar­mað­ur. Hún átti enga hluti í bank­an­um.

36föld­uðu fjár­fest­ingu sína á nokkrum mán­uðumHalla Sigrún Hjaltadóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Halla Sig­rún Hjalta­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

P/F Magn var selt á um fjóra millj­arða króna í lok árs 2013. Guð­mundur og Svan­hildur Nanna höfðu þá selt 66 pró­sent hlut í P/F Magn til þriggja fjár­festa, Höllu Sig­rúnar Hjalta­dótt­ur, Ein­ars Arnar Ólafs­sonar og Kára Þórs Guð­jóns­son­ar, sem öll unnu hjá fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Glitnis þegar hjónin keyptu Skelj­ung þaðan sum­arið 2008. Sam­kvæmt árs­reikn­ingum virð­ist kaup­verð hvers og eins þeirra sem greitt var fyrir 22 pró­sent hlut hafa verið um 24 millj­ónir króna. Halla Sig­rún er stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Í árs­reikn­ingi Heddu fyrir árið 2013 kemur fram að hagn­aður af söl­unni var 3.718 millj­ónum króna. Fyrir 34 pró­sent hlut sinn í P/F Magn fengu Guð­mundur og Svan­hildur rúm­lega 1,3 millj­arða króna í sinn hlut. Hinir þrír eig­end­urn­ir, Halla Sig­rún, Einar Örn og Kári Þór, höfðu keypt hluti sína í P/F Magn á árinu 2013. Þegar fyr­ir­tækið var selt þá hagn­að­ist hvert og eitt þeirra um 860 millj­ónir króna. Engar rök­rænar skýr­ingar hafa feng­ist á því hvað olli því að Svan­hildur Nanna og Guð­mundur ákváðu að gefa frá sér slík verð­mæti fyrir jafn lítið fé og raun ber vitni.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None