Settist í stjórn bankans sem verðmat P/F Magn

pfmagn-1.jpg
Auglýsing

Svan­hildur Nanna Vig­fús­dóttir sett­ist í stjórn Saga Capi­tal nokkrum mán­uðum eftir að bank­inn hafði fram­kvæmt verð­mat á fær­eyska olíu­fé­lag­inu P/F Magn. Verð­matið var fram­kvæmt vegna ágrein­ings sem átt hafði sér stað í kjöl­far þess að P/F Magn var selt út úr eign­ar­halds­fé­lag­inu Fons, deg­inum áður en það var tekið til gjald­þrota­skipta.

Skipta­stjóri Fons var ósáttur með verðið sem nýr eig­andi P/F Magn greiddi og óskaði eftir nýju verð­mati. Nýr eig­andi P/F Magn var félag í eigu Guð­mundar Arnar Þórð­ar­son­ar, eig­in­manns Svan­hildar Nönnu. Á grund­velli verð­mats­ins var gerður nýr kaup­samn­ingur milli Fons og félags Guð­mund­ar.  Í reikn­ingum þess félags, sem heitir Hedda ehf., kemur fram að P/F Magn var metið á 233,5 millj­ónir króna eftir kaup­in.

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir. Svan­hildur Nanna Vig­fús­dótt­ir.

Auglýsing

Upp­lýst hefur verið í ýmsum fjöl­miðlum und­an­farna daga að Svan­hildur Nanna, Guð­mundur Örn og þre­menn­ingar sem fengu að kaupa hlut í P/F Magn á miklu und­ir­verði nokkrum mán­uðum áður en félagið var selt á fjóra millj­arða króna, hafi hagn­ast gríð­ar­lega á við­skiptum með P/F Magn. Við­skiptum sem byggðu meðal ann­ars á verð­mati Saga Capi­tal.

Svan­hildur Nanna og Guð­mundur Þór eign­uð­ust einnig allt hlutafé í Skelj­ungi á árunum 2008 til 2009. Þau seldu það fyr­ir­tæki sam­hliða P/F Magn. Sam­tals var sölu­verð fyr­ir­tækj­anna tveggja um átta millj­arðar króna.

Eig­andi Heddu var vara­maður í stjórnKjarn­inn greindi frá því á mið­viku­dag að P/F Magn hefði verið selt út úr Fons 29. apríl 2009, dag­inn áður en Fons var tekið til gjald­þrota­skipta. Óskar Sig­urðs­son, sem skip­aður var skipta­stjóri Fons, reyndi að rifta söl­unni í júní sama ár með vísun til laga um gjald­þrota­skipti.  Kaup­and­inn, Hedda ehf., mót­mælti rift­un­inni. Í ljós þess ágrein­ings var Saga Capi­tal fengið til að meta verð­mæti P/F Magn og að því fengnu var nýr kaup­samn­ingur gerður milli þrota­bús og Heddu ehf. Hann er dag­settur 1. ágúst 2009.

Í árs­reikn­ingi Heddu fyrir árið 2009 var hlut­ur­inn í P/F Magn hins vegar met­inn á 233,5 millj­ónir króna.

Óskar vildi ekki stað­festa sölu­verðið á  P/F Magn þegar Kjarn­inn leit­aði eftir því. Sagði hann að trún­að­ar­á­kvæði í samn­ingnum hindri það. Í árs­reikn­ingi Heddu fyrir árið 2009 var hlut­ur­inn í P/F Magn hins vegar met­inn á 233,5 millj­ónir króna.

Svan­hildur Nanna Vig­fús­dóttir sett­ist í stjórn Saga Capi­tal í des­em­ber 2009. Guð­mundur Örn Þórð­ar­son, eig­in­maður hennar og með­fjár­fest­ir, var við sama til­efni kjörin sem vara­maður í stjórn. Svan­hildur Nanna sat í stjórn Saga Capi­tal sem óháður stjórn­ar­mað­ur. Hún átti enga hluti í bank­an­um.

36föld­uðu fjár­fest­ingu sína á nokkrum mán­uðumHalla Sigrún Hjaltadóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Halla Sig­rún Hjalta­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

P/F Magn var selt á um fjóra millj­arða króna í lok árs 2013. Guð­mundur og Svan­hildur Nanna höfðu þá selt 66 pró­sent hlut í P/F Magn til þriggja fjár­festa, Höllu Sig­rúnar Hjalta­dótt­ur, Ein­ars Arnar Ólafs­sonar og Kára Þórs Guð­jóns­son­ar, sem öll unnu hjá fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Glitnis þegar hjónin keyptu Skelj­ung þaðan sum­arið 2008. Sam­kvæmt árs­reikn­ingum virð­ist kaup­verð hvers og eins þeirra sem greitt var fyrir 22 pró­sent hlut hafa verið um 24 millj­ónir króna. Halla Sig­rún er stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Í árs­reikn­ingi Heddu fyrir árið 2013 kemur fram að hagn­aður af söl­unni var 3.718 millj­ónum króna. Fyrir 34 pró­sent hlut sinn í P/F Magn fengu Guð­mundur og Svan­hildur rúm­lega 1,3 millj­arða króna í sinn hlut. Hinir þrír eig­end­urn­ir, Halla Sig­rún, Einar Örn og Kári Þór, höfðu keypt hluti sína í P/F Magn á árinu 2013. Þegar fyr­ir­tækið var selt þá hagn­að­ist hvert og eitt þeirra um 860 millj­ónir króna. Engar rök­rænar skýr­ingar hafa feng­ist á því hvað olli því að Svan­hildur Nanna og Guð­mundur ákváðu að gefa frá sér slík verð­mæti fyrir jafn lítið fé og raun ber vitni.

Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None