Meðallengd dóma fyrir stórfelld fíkniefnabrot tæp sex ár

litla-hraun.jpg
Auglýsing

Með­al­lengd refs­inga þeirra fanga sem afplána nú fyrir stór­fellt fíkni­efna­brot í íslenskum fang­elsum, eða öðrum úrræðum utan þeirra, er 68 mán­uð­ir. Það þýðir að með­al­lengd dóms hvers og eins þeirra er fimm ár og átta mán­uð­ir. Þetta kemur fram í tölum sem Fang­els­is­mála­stofnun tók saman fyrir Kjarn­ann.

Flestir þeirra 139 fanga sem afplána í íslenskum fang­elsum í dag sitja inni fyrir fíkni­efna­brot, eða 42 tals­ins.

Flestir þeirra 139 fanga sem afplána í íslenskum fang­elsum í dag sitja inni fyrir fíkni­efna­brot, eða 42 tals­ins. Næst flestir sitja inni fyrir kyn­ferð­is­brot, eða 25 tals­ins, og 22 fangar sitja inni fyrir ofbeld­is­brot. Jafn­margir fangar sitja inni fyrir mann­dráp og þjófn­að/skjala­fals/fjársvik, eða 17 tals­ins.

Auglýsing

Þegar horft er á alla fanga í afplán­un, líka þá sem afplána utan fang­elsa, eru 55 að afplána vegna fíkni­efna­brota.

Afbrotum fækkar á ÍslandiAf­brotum hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi und­an­farin ár. Sam­kvæmt töl­fræði sem emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra birti í apríl síð­ast­liðnum hefur afbrotum í heild fækkað úr 73.039 árið 2008 í 51.282 í fyrra. Afbrot voru því um 42 pró­sent  árið 2008 en þau voru í fyrra. Ofbeld­is­brotum fækk­aði til að mynda um ell­efu pró­sent á því tíma­bili, brotum gegn vald­stjórn­inni fækk­aði um 34 pró­sent og auðg­un­ar­brot (rán, þjófn­aðir og grip­deild­ir) voru 60 pró­sent færri árið 2013 en fimm árum áður.

Vert er að taka fram að fækk­unin er að lang­mestu leyti til­komin vegna þess að bók­færð umferð­ar­laga­brot voru 19 þús­und færri í fyrra en árið 2008,en slík brot eru rúm­lega 70 pró­sent allra bók­færðra afbrota í töl­fræði rík­is­lög­reglu­stjóra.

Fíkni­efna­brotum fjölgarÁ meðan að brotum í flestum flokkum hefur fækkað hefur fíkni­efna­brotum fjölgað umtals­vert. Alls voru framin 2.183 slík brot í fyrra sam­kvæmt töl­fræði rík­is­lög­reglu­stjóra. Um 70 pró­sent fíkni­efna­brota er vegna vörslu og með­ferðar á fíkni­efnum og er aukn­ing skráðra brota lang­mest í þeim brota­flokki. Sala, dreif­ing og inn­fluttn­ingur á fíkni­efnum hefur einnig auk­ist mik­ið.

Dómar í fík­ini­efna­málum þyngd­ust mjög í kringum síð­ustu ald­ar­mót. Þar vógu mest nokkrir mjög þungir dómar vegna inn­flutn­ings á e-töfl­um. Mik­ill sam­fé­lags­legur þrýst­ingur var á þeim tíma um að refs­ingar yrðu hertar í mál­un­um. Þessi þrýst­ingur skil­aði því að um ald­ar­mótin síð­ustu var refsiramm­inn í fíkni­efna­málum hækk­aður úr tíu árum í tólf árið 2001. Á þeim tíma féll dómur vegna mesta magns e-taflna sem fluttar höfðu verið inn, 14.292 töfl­ur, sem fund­ust á manni sem milli­lenti hér­lendis á leið sinni til Banda­ríkj­ana. Hann var dæmdur í níu ára fang­elsi.

image002 Þróun með­al­lengdar dóma fyrir stór­felld fíkni­efna­brot frá árinu 1996 til 4. nóv­em­ber 2014.

Árið eftir að hinn víð­ari refsirammi tók gildi var Aust­ur­rík­is­maður grip­inn með hátt í 70.000 e-töflur auk fjölda ann­arra fíkni­efna. Hann var dæmdur í tólf ára fang­elsi, eða hámarks­refs­ingu, í hér­aði en sá dómur var styttur í níu ár í Hæsta­rétti.

Árið 2001 var með­al­lengd þeirra sem sitja í fang­elsum fyrir stór­felld fíkni­efna­brot sú lengsta sem hún hefur nokkru sinni verið í sögu lands­ins, 53,33 mán­uð­ir.

Hver fangi kostar 7,3 millj­ónirDómar mild­uð­ust um tíma eftir ald­ar­mót. Á tíma­bil­inu 2003 til 2013 var með­al­lengd þeirra 33,7 mán­uð­ir. Árið 2012 var með­al­lengdin 27,18 mán­uð­ir. Í ár hefur með­al­lengdin hins vegar hækkað skarpt og er nú 52,20 mán­uð­ir. Þegar þeir sem afplána utan fang­elsa eru teknir inn í dæmið er útkoman sú að með­al­lengd refs­inga þeirra er 68 mán­uð­ir, eða fimm ár og átta mán­uð­ir. Lang­flestir sem dæmdir eru fyrir stór­felld fíkni­efna­brot sitja að minnsta kosti af sér tvo þriðju hluta refs­ing­ar.

Hver fangi í íslenska fang­els­is­kerf­inu kostar íslenska ríkið um 7,3 millj­ónir króna á ári.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None