Meðallengd dóma fyrir stórfelld fíkniefnabrot tæp sex ár

litla-hraun.jpg
Auglýsing

Með­al­lengd refs­inga þeirra fanga sem afplána nú fyrir stór­fellt fíkni­efna­brot í íslenskum fang­elsum, eða öðrum úrræðum utan þeirra, er 68 mán­uð­ir. Það þýðir að með­al­lengd dóms hvers og eins þeirra er fimm ár og átta mán­uð­ir. Þetta kemur fram í tölum sem Fang­els­is­mála­stofnun tók saman fyrir Kjarn­ann.

Flestir þeirra 139 fanga sem afplána í íslenskum fang­elsum í dag sitja inni fyrir fíkni­efna­brot, eða 42 tals­ins.

Flestir þeirra 139 fanga sem afplána í íslenskum fang­elsum í dag sitja inni fyrir fíkni­efna­brot, eða 42 tals­ins. Næst flestir sitja inni fyrir kyn­ferð­is­brot, eða 25 tals­ins, og 22 fangar sitja inni fyrir ofbeld­is­brot. Jafn­margir fangar sitja inni fyrir mann­dráp og þjófn­að/skjala­fals/fjársvik, eða 17 tals­ins.

Auglýsing

Þegar horft er á alla fanga í afplán­un, líka þá sem afplána utan fang­elsa, eru 55 að afplána vegna fíkni­efna­brota.

Afbrotum fækkar á ÍslandiAf­brotum hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi und­an­farin ár. Sam­kvæmt töl­fræði sem emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra birti í apríl síð­ast­liðnum hefur afbrotum í heild fækkað úr 73.039 árið 2008 í 51.282 í fyrra. Afbrot voru því um 42 pró­sent  árið 2008 en þau voru í fyrra. Ofbeld­is­brotum fækk­aði til að mynda um ell­efu pró­sent á því tíma­bili, brotum gegn vald­stjórn­inni fækk­aði um 34 pró­sent og auðg­un­ar­brot (rán, þjófn­aðir og grip­deild­ir) voru 60 pró­sent færri árið 2013 en fimm árum áður.

Vert er að taka fram að fækk­unin er að lang­mestu leyti til­komin vegna þess að bók­færð umferð­ar­laga­brot voru 19 þús­und færri í fyrra en árið 2008,en slík brot eru rúm­lega 70 pró­sent allra bók­færðra afbrota í töl­fræði rík­is­lög­reglu­stjóra.

Fíkni­efna­brotum fjölgarÁ meðan að brotum í flestum flokkum hefur fækkað hefur fíkni­efna­brotum fjölgað umtals­vert. Alls voru framin 2.183 slík brot í fyrra sam­kvæmt töl­fræði rík­is­lög­reglu­stjóra. Um 70 pró­sent fíkni­efna­brota er vegna vörslu og með­ferðar á fíkni­efnum og er aukn­ing skráðra brota lang­mest í þeim brota­flokki. Sala, dreif­ing og inn­fluttn­ingur á fíkni­efnum hefur einnig auk­ist mik­ið.

Dómar í fík­ini­efna­málum þyngd­ust mjög í kringum síð­ustu ald­ar­mót. Þar vógu mest nokkrir mjög þungir dómar vegna inn­flutn­ings á e-töfl­um. Mik­ill sam­fé­lags­legur þrýst­ingur var á þeim tíma um að refs­ingar yrðu hertar í mál­un­um. Þessi þrýst­ingur skil­aði því að um ald­ar­mótin síð­ustu var refsiramm­inn í fíkni­efna­málum hækk­aður úr tíu árum í tólf árið 2001. Á þeim tíma féll dómur vegna mesta magns e-taflna sem fluttar höfðu verið inn, 14.292 töfl­ur, sem fund­ust á manni sem milli­lenti hér­lendis á leið sinni til Banda­ríkj­ana. Hann var dæmdur í níu ára fang­elsi.

image002 Þróun með­al­lengdar dóma fyrir stór­felld fíkni­efna­brot frá árinu 1996 til 4. nóv­em­ber 2014.

Árið eftir að hinn víð­ari refsirammi tók gildi var Aust­ur­rík­is­maður grip­inn með hátt í 70.000 e-töflur auk fjölda ann­arra fíkni­efna. Hann var dæmdur í tólf ára fang­elsi, eða hámarks­refs­ingu, í hér­aði en sá dómur var styttur í níu ár í Hæsta­rétti.

Árið 2001 var með­al­lengd þeirra sem sitja í fang­elsum fyrir stór­felld fíkni­efna­brot sú lengsta sem hún hefur nokkru sinni verið í sögu lands­ins, 53,33 mán­uð­ir.

Hver fangi kostar 7,3 millj­ónirDómar mild­uð­ust um tíma eftir ald­ar­mót. Á tíma­bil­inu 2003 til 2013 var með­al­lengd þeirra 33,7 mán­uð­ir. Árið 2012 var með­al­lengdin 27,18 mán­uð­ir. Í ár hefur með­al­lengdin hins vegar hækkað skarpt og er nú 52,20 mán­uð­ir. Þegar þeir sem afplána utan fang­elsa eru teknir inn í dæmið er útkoman sú að með­al­lengd refs­inga þeirra er 68 mán­uð­ir, eða fimm ár og átta mán­uð­ir. Lang­flestir sem dæmdir eru fyrir stór­felld fíkni­efna­brot sitja að minnsta kosti af sér tvo þriðju hluta refs­ing­ar.

Hver fangi í íslenska fang­els­is­kerf­inu kostar íslenska ríkið um 7,3 millj­ónir króna á ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None