Meðallaun í Seðlabanka námu hátt í 700.000 krónum árið 2013

10016524533-0ff5c08222-z1.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt skil­grein­ingu Hag­stofu Íslands á reglu­legum laun­um, ­fékk hver starfs­maður Seðla­banka Íslands að með­al­tali 692.143 krónur í laun á mán­uði árið 2013. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Reglu­leg laun, sam­kvæmt skil­grein­ingu Hag­stofu Íslands, eru greidd laun fyrir umsam­inn vinnu­tíma, hvort sem um er að ræða dag­vinnu eða vakta­vinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags-, bón­us- og kostn­að­ar­greiðsl­ur, svo sem föst yfir­vinna og upp­mæl­ingar sem gerðar eru á hverju útborg­un­ar­tíma­bili. Við útreikn­inga er ekki tekið til­lit ákvæð­is­greiðslna, hlunn­inda, akst­urs­greiðslna né ann­arra óreglu­legra greiðslna.

Laun í Seðla­bank­anum hafa hækkað í takt við launa­þróunAuk þess að vilja vita með­al­heild­ar­laun starfs­manna Seðla­banka Íslands á árinu 2013, vild­i Þor­steinn fá að vita hvernig laun í Seðla­bank­anum hafa þró­ast frá árinu 2008 sam­an­borið við laun félaga í ASÍ, BSRB og BHM á sama tíma­bili. Sam­kvæmt svari ráð­herra hafa laun í Seðla­bank­anum hækkað um 23,3 pró­sent á tíma­bil­inu, á meðan laun hjá ASÍ hækk­uð­u um 27,3 pró­sent, innan vébanda BSRB um 23,6 pró­sent og hjá BHM um 21,7 pró­sent á sama tíma. Seðla­bank­inn gerði reyndar fjöl­marga fyr­ir­vara við sam­an­burð­inn.

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kemur jafn­framt fram að með­al­laun aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra og fram­kvæmda­stjóra sviða innan Seðla­bank­ans hafi numið 1.433.220 krónum á mán­uði árið 2013.

Auglýsing

Sér­stakar álags­greiðslur óbreyttar síðan árið 2008Laun aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra eru ákvörðuð af banka­ráði Seðla­bank­ans, í því efni hefur banka­ráð tekið mið af úrskurðum kjara­ráðs um launa­kjör seðla­banka­stjóra. Laun fram­kvæmda­stjóra sviða eru ákvörðuð af seðla­banka­stjóra, en hann hefur ekki tekið neina sér­staka ákvörðun varð­andi þau laun síðan um mitt ár 2007 að öðru leyti en varðar álag. Breyt­ingar á þessum launum hafa því ákvarð­ast af grunn­launa­hækk­unum í kjara­samn­ingum Sam­taka starfs­fólks fjár­mála­fyr­ir­tækja, að því er fram kemur í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Þá kemur jafn­framt fram í svari ráð­herra að sumir fram­kvæmda­stjórar innan Seðla­bank­ans fái greitt álag sem er jafn­hátt þóknun banka­ráðs. Álagið hafi ver­ið ­lækkað sam­hliða því þegar for­sæt­is­ráð­herra tók ákvörðun um lækkun þókn­unar banka­ráðs þann 29. des­em­ber árið 2008 og hafi verið óbreytt í krónu­tölu síð­an. Að öðru leyti hafi einu breyt­ing­arnar á kjörum fram­kvæmda­stjóra verið þær að end­ur­skoðað hefur verið hvaða fram­kvæmda­stjórar njóta álags­ins í sam­ræmis varð­andi stærð sviða, ábyrgð þvert á bank­ann og kynja­jafn­rétt­is.

 

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None