Meðallaun í Seðlabanka námu hátt í 700.000 krónum árið 2013

10016524533-0ff5c08222-z1.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt skil­grein­ingu Hag­stofu Íslands á reglu­legum laun­um, ­fékk hver starfs­maður Seðla­banka Íslands að með­al­tali 692.143 krónur í laun á mán­uði árið 2013. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Reglu­leg laun, sam­kvæmt skil­grein­ingu Hag­stofu Íslands, eru greidd laun fyrir umsam­inn vinnu­tíma, hvort sem um er að ræða dag­vinnu eða vakta­vinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags-, bón­us- og kostn­að­ar­greiðsl­ur, svo sem föst yfir­vinna og upp­mæl­ingar sem gerðar eru á hverju útborg­un­ar­tíma­bili. Við útreikn­inga er ekki tekið til­lit ákvæð­is­greiðslna, hlunn­inda, akst­urs­greiðslna né ann­arra óreglu­legra greiðslna.

Laun í Seðla­bank­anum hafa hækkað í takt við launa­þróunAuk þess að vilja vita með­al­heild­ar­laun starfs­manna Seðla­banka Íslands á árinu 2013, vild­i Þor­steinn fá að vita hvernig laun í Seðla­bank­anum hafa þró­ast frá árinu 2008 sam­an­borið við laun félaga í ASÍ, BSRB og BHM á sama tíma­bili. Sam­kvæmt svari ráð­herra hafa laun í Seðla­bank­anum hækkað um 23,3 pró­sent á tíma­bil­inu, á meðan laun hjá ASÍ hækk­uð­u um 27,3 pró­sent, innan vébanda BSRB um 23,6 pró­sent og hjá BHM um 21,7 pró­sent á sama tíma. Seðla­bank­inn gerði reyndar fjöl­marga fyr­ir­vara við sam­an­burð­inn.

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kemur jafn­framt fram að með­al­laun aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra og fram­kvæmda­stjóra sviða innan Seðla­bank­ans hafi numið 1.433.220 krónum á mán­uði árið 2013.

Auglýsing

Sér­stakar álags­greiðslur óbreyttar síðan árið 2008Laun aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra eru ákvörðuð af banka­ráði Seðla­bank­ans, í því efni hefur banka­ráð tekið mið af úrskurðum kjara­ráðs um launa­kjör seðla­banka­stjóra. Laun fram­kvæmda­stjóra sviða eru ákvörðuð af seðla­banka­stjóra, en hann hefur ekki tekið neina sér­staka ákvörðun varð­andi þau laun síðan um mitt ár 2007 að öðru leyti en varðar álag. Breyt­ingar á þessum launum hafa því ákvarð­ast af grunn­launa­hækk­unum í kjara­samn­ingum Sam­taka starfs­fólks fjár­mála­fyr­ir­tækja, að því er fram kemur í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Þá kemur jafn­framt fram í svari ráð­herra að sumir fram­kvæmda­stjórar innan Seðla­bank­ans fái greitt álag sem er jafn­hátt þóknun banka­ráðs. Álagið hafi ver­ið ­lækkað sam­hliða því þegar for­sæt­is­ráð­herra tók ákvörðun um lækkun þókn­unar banka­ráðs þann 29. des­em­ber árið 2008 og hafi verið óbreytt í krónu­tölu síð­an. Að öðru leyti hafi einu breyt­ing­arnar á kjörum fram­kvæmda­stjóra verið þær að end­ur­skoðað hefur verið hvaða fram­kvæmda­stjórar njóta álags­ins í sam­ræmis varð­andi stærð sviða, ábyrgð þvert á bank­ann og kynja­jafn­rétt­is.

 

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None