JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!

ABH4445.jpg landslið fótbolti knattspyrna laugardalsvöllur
Auglýsing

Ísland er komið á Evr­ópu­mótið í Frakk­landi sum­arið 2016. Það var tryggt með 0-0 jafn­tefli við Kasakstan á Laug­ar­dals­velli í kvöld.

Fyrri hálf­leikur var ákaf­lega tíð­inda­lít­ill. Það merki­leg­asta sem gerð­ist var í raun ákafi fárra stuðn­ings­manna Kasaka í gömlu stúkunni annað veifið og það að nokkur fyr­ir­menn­inn í fyr­ir­menna­stúkunni stóðu ekki upp fyrir Íslandi þegar nán­ast allur almúg­inn gerði það.

Það var reyndar engin þörf á neinum ofsa. Úrslit í leik Tyrk­lands og Hollands fyrr um dag­inn, þar sem Tyrkir sigr­uðu 3-0, breyttu ekki neinu um það sem íslenska liðið þurfti að gera. Stig var alltaf nauð­syn­legt til að tryggja ver­una á loka­mót­inu í Frakk­landi næsta sumar og til þess að sleppa við að þurfa að ná í hag­stæð úrslit í úti­leiknum í Tyrk­landi í næstu umferð til að losna við óbæri­lega spenn­andi síð­asta leik gegn Lettum heima.

Auglýsing

Það sem stóð uppúr í fyrri hálf­leiknum var ótrú­legur stuðn­ingur troð­fulls Laug­ar­dalsvall­ar. Tólfan var mætt, mátu­lega beygluð eftir margra daga útstá­elsi í kjöl­far Hollands­sig­urs­ins, og söng eins og það væri hennar síð­asta verk í líf­inu. Hún flagg­aði einnig risa­stórum frönskum fána, sem var við­eig­andi.

Síð­ari hálf­leikur var svipað rólegur framan af. Ísland var miklu meira með bolt­ann og Kasakar vörð­ust með alla menn á sínum vall­ar­helm­ingi. Eina alvöru færið fékk Jón Daði Böðv­ars­son skömmu eftir að hálf­leik­ur­inn var flaut­aður á en mark­vörður Kasakstan varði frá honum úr þröngu færi. Þegar tók að rökkva fóru áhorf­endur þó að sjá betur nýju flóð­ljósin á Laug­ar­dals­velli, en þau skapa ákaf­lega fag­mann­lega stemmn­ingu. Vel gert í fljóð­ljósainn­kaupum KSÍ. Mín­útu fyrir leiks­lok var Aron Einar Gunn­ars­son, fyr­ir­liði íslenska lands­liðs­ins, rek­inn af velli með tvö rauð spjöld. Lík­lega hefur manni sem rek­inn hefur verið út af aldrei verið fagnað jafn ákaft af stuðn­ings­mönnum síns liðs.

Þegar flautað var til leiksloka bók­s­ta­lega tryllt­ist allt. Íslend­ingar í stúkunni féllust í faðma í hrönn­um. Ótrú­legum árangri hafði verið siglt í höfn. Ísland, 330 þús­und manna eyja í ball­ar­hafi, mun eiga lið á loka­móti í knatt­spyrnu karla og verður um leið fámenn­asta landið til að ná á slíkt.

Stöndum öll upp fyrir Ísland­i!!!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None