Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreingar, hafði frumkvæði að því að Íslensk erfðagreining gæfi íslensk ríkinu jáeindaskanna til að sýna fordæmi um það sem hægt sé að gera í heilbrigðiskerfinu fyrir tiltölulega lítið fé. Sem kunnugt er tilkynnti fyrirtækið að það hygðist gefa tækið
„Ég hef notað jáeindaskannann sem bæði raunverulegt dæmi og sem symbol um það sem vantar. Þegar Íslensk erfðagreining gefur skannann, er það ekki bara tæki heldur erum við að sýna fordæmi um það sem hægt er að gera fyrir tiltölulega lítið fé. Þetta varðar mikilvægan hlut í staðinn fyrir til dæmis Vaðlaheiðagöngin eða kísilver á Bakka,“ sagði Kári í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um væri að ræða mikið fé fyrir Íslenska erfðagreiningu en ekki mikið fé í samhengi við fjárlög ríkisins.
Kári segir Íslendinga hafa dregist aftur úr í framförum í læknavísindum, sem hafi verið miklar undanfarin ár. Hann sagðist ekki skilja stjórnmálamenn á Íslandi. „Mér þykir vænt um þennan hóp en ég skil hann ekki. Ég held að við eigum að vera betri við þá, þá kannski stjórna þeir betur. Til dæmis hafa þeir vannært heilbrigðiskerfið þó sá stjórnmálamaður sem myndi auka fjármagn í það yrði vinsælasti stjórnmálamaður sögunnar,“ sagði Kári og bætti því við að það væri líkt og um sjálfsmorðstilraun stjórnmálamanna væri að ræða. 90 prósent þjóðarinnar hafi frekar viljað kaupa ný tæki fyrir heilbrigðiskerfið en að ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga.