Jón Ásgeir segir Kolbein Proppé falla í „djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku“

jon-asgeir-3.jpg
Auglýsing

Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sak­born­ingur í Aur­um-­mál­inu og eig­in­maður stærsta eig­anda 365-miðla, sakar Kol­bein Ótt­ars­son Proppé, blaða­mann Frétta­blaðs­ins, um að falla í "djúpan pytt yfir­borðs­blaða­mennsku" í grein sem hann birtir á Vísi.is í dag. Bæði Frétta­blaðið og Vís­ir.is eru í eigu 365-miðla. Í yfir­borðs­blaða­mennsku felst að "blaða­menn ­skrifa fréttir án þess að reyna að gægj­ast undir yfir­borðið til að koma auga á kjarna máls­ins. Oft felur þetta í sér að blaða­menn taka gagn­rýn­is­laust við texta frá þriðja aðila og birta. Ein­hverjir hafa kallað slíka blaða­mennsku „krana­blaða­mennsku," segir Jón Ásgeir.

Grein Jóns Ásgeirs er skrifuð í kjöl­far þess að Kol­beinn gagn­rýndi hann fyrir grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu á mánu­dag þar sem hann sagði ákæru­valdið ætla að "koma mér í fang­elsi hvað sem það kostar“. Þar stóð að á­kæru­valdið hefði eytt millj­örðum króna af fé íslenskra skatt­greið­enda síð­ustu 13 ár til að reyna að reyna að finna ein­hvern glæp svo hægt sé að taka hann úr umferð. Í grein­inni á mánu­dag sagði Jón Ásgeir sér­stakan sak­sókn­ara vera óheið­ar­legan emb­ætt­is­mann sem hefði fengið að ljúga með blessun Hæsta­rétt­ar. Vís­aði hann þar til þess að Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, sagð­ist ekki hafa vitað að Sverris Ólafs­son, einn með­dóm­ara í Aur­um-­mál­inu, sé bróðir Ólafs Ólafs­son­ar, sem var dæmdur til þungrar refs­ingar í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða.

Hæsti­réttur ómerkti dóm­inn í Al Than­i-­mál­inu á grund­velli ummæla sem Sverrir lét falla í fjöl­miðlum í kjöl­far dóms­ins. Í nið­ur­stöðu Hæsta­réttar segir að hann telji „óhjá­kvæmi­legt að virtum atvikum máls­ins að líta svo á að ummæli með­dóms­manns­ins gæfu til­efni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlut­drægur í garð ákæru­valds­ins fyrir upp­kvaðn­ingu hér­aðs­dóms­ins.“

Auglýsing

365 miðlar á bæði Vísi.is og Fréttablaðið. 365 miðlar á bæði Vísi.is og Frétta­blað­ið.

Ef það gengur og hljómar eins og öndKol­beinn setti gagn­rýni sína fram í dálk­inum "Frá degi til dags" í Frétta­blað­inu í gær. Þar sagði Kol­beinn Jón Ásgeir hafa málað upp mynd af nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í sínum eigin lit­um. Og að sú mynd væri röng. „Á grein Jóns Ásgeirs er hins veg­ar ekki annað að skilja en að dóms­­kerfið í heild sinni starfi í og með til að koma hon­um í fang­elsi. Ensk­ur máls­hátt­ur seg­ir eitt­hvað á þá leið að ef það geng­ur eins og önd og hljóm­­ar eins og önd þá sé lík­­­leg­­ast um önd að ræða. Þann ágæta máls­hátt má heim­­færa á væn­i­­sýki[...]Ef Jón Ásgeir vill kenna ein­hverj­um um að Hæstirétt­ur vís­aði mál­inu heim í hérað er Sverr­ir Ólafs­­son nær­tæk­­asti kost­­ur­inn. Um­­mæl­in sem Hæstirétt­ur bygg­ir nið­ur­­­stöðu sína á lét hann falla í við­tali við RÚV og þar sak­aði hann sér­­stak­an sak­­sókn­­ara um „ör­vænt­ing­­ar­­full­ar og jafn­­vel óheiðarleg­ar aðgerð­ir“ og ým­is­­legt fleira. Sag­an á mög­u­­lega eft­ir að dæma það sem eitt af verstu við­töl­un­um, að minnsta kosti hafði það tölu­verðan kostnað í för með sér þar sem nú hefst mála­­rekst­ur á ný," sagði Kol­beinn.

Segir blaða­mann Frétta­blaðs­ins stunda "krana­blaða­mennsku"Jón Ásgeir bregst við þessum skrifum í dag með því að birta grein á Vísi.­is. Grein­in, sem ber fyr­ir­sögn­ina "Lygi sak­sókn­ara er kjarni máls­ins" er svohljóð­andi:

"Yf­ir­borðs­blaða­mennska er stundum of ráð­andi hér á Íslandi. Yfir­borðs­blaða­mennska felst gjarnan í því að blaða­menn skrifa fréttir án þess að reyna að gægj­ast undir yfir­borðið til að koma auga á kjarna máls­ins.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, blaðamaður Fréttablaðsins. Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, blaða­maður Frétta­blaðs­ins.

Oft felur þetta í sér að blaða­menn taka gagn­rýn­is­laust við texta frá þriðja aðila og birta. Ein­hverjir hafa kallað slíka blaða­mennsku „krana­blaða­mennsku“.

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppe, blaða­maður Frétta­blaðs­ins og stak­steina­höf­undur Morg­un­blaðs­ins féllu í djúpan pytt yfir­borðs­blaða­mennsku í gær, þegar þeir fjöll­uðu um grein mína, sem birt­ist í Frétta­blað­inu sl. mánu­dag. Það er raunar ekki nýlunda að stak­steina­skrif risti grunnt.

Kjarni máls­ins í grein minni er þessi:

• Sér­stakur sak­sókn­ari laug upp á einn virtasta hér­aðs­dóm­ara lands­ins.

• Sú saga sér­staks sak­sókn­ara að honum hafi ekki verið kunn­ugt um tengsl með­dóm­ara við Ólaf Ólafs­son stenst engan veg­inn.

• Við lygar sér­staks sak­sókn­ara, eftir að málið var flutt og dæmt, reidd­ist umræddur með­dóm­ari þar sem ósönn ummæli sér­staks vógu gegn æru hans.

• Umræddur með­dóm­ari lýsti áliti sínu á fram­ferði sak­sókn­ar­ans eftir að málið hafði verið dæmt.

• Það er ekki sann­gjarnt gagn­vart þeim aðilum sem sýkn­aðir hafa verið að láta þá ganga í gegnum nýja máls­með­ferð.

Hæsti­réttur vís­aði til ummæla með­dóm­ar­ans eftir að lygar sér­staks sak­sókn­ara birt­ust opin­ber­lega og taldi þau ummæli valda van­hæfi dóm­ar­ans. Þetta er frá­leit rök­semda­færsla hjá Hæsta­rétti þar sem ummæli dóm­ar­ans eiga rætur sínar að rekja til lyga sak­sókn­ar­ans eftir að dómur féll um að honum hafi verið ókunn­ugt um teng­ingar dóm­ar­ans. Þannig eru lygar sak­sókn­ara kjarni þessa máls.

Það er svo með full­komnum ólík­indum að Hæsti­réttur skuli meta dóm­ara van­hæfan vegna ummæla sem hann lætur frá sér eftir að dómur fellur vegna atvika sem áttu sér stað eftir að dómur féll. Þessi sami Hæsti­réttur sá ekk­ert van­hæfi hjá með­dóm­ara, sem varð fyrir alvar­legum fjár­hags­legum skakka­föllum í við­skiptum við Kaup­þing og dæmdi svo helstu stjórn­endur Kaup­þings í margra ára fang­elsi.

Þess vegna vís­aði yfir­skrift greinar minnar til þess að sér­stakur sak­sókn­ari hefði logið með blessun Hæsta­rétt­ar.

Það má svo spyrja þeirrar spurn­ingar hvort þum­al­putta­reglan hjá Hæsta­rétti sé sú að hér­aðs­dóm­arar séu van­hæfir ef þeir sýkna en hæfir ef þeir sak­fella?"

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Comparative Sociology is Sociology
Kjarninn 1. apríl 2020
„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“
Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi.
Kjarninn 31. mars 2020
Freyr Eyjólfsson
COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum
Kjarninn 31. mars 2020
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er
Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.
Kjarninn 31. mars 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip
Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.
Kjarninn 31. mars 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“
Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.
Kjarninn 31. mars 2020
Kristbjörn Árnason
Mannlegir kingsarar vikunnar.
Leslistinn 31. mars 2020
Tobba Marinós ráðin nýr ritstjóri DV
DV á að verða miðill sem umfram allt verður með „vönduð efnistök“. Hlé verður gert á pappírsútgáfu miðilsins.
Kjarninn 31. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None