Jón Steinsson: Þjóðin hlunnfarin um tugi milljarða árlega

jonsteinsson.jpg
Auglýsing

„Á síð­ustu 10 árum hefur verð­mæti veiði­heim­ilda auk­ist veru­lega. Heims­mark­aðs­verð sjáv­ar­af­urða hefur hækkað um 50%, gengi krón­unnar lækkað veru­lega og þorsk­stofn­inn hefur stækk­að. Nú er svo komið að auð­lindaarð­ur­inn í sjáv­ar­út­vegi er 40-60 ma.kr. á ári. Hér er ég að tala um arð umfram eðli­legan arð af skip­um, frysti­húsum og öðrum fjár­fest­ingum í grein­inni. Þessi auð­lindaarður á að renna til þjóð­ar­innar - eig­anda auð­lind­ar­innar - en gerir það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin er með öðrum orðum hlunn­farin um tugi millj­arða árlega.“

Þetta segir Jón Steins­son hag­fræð­ingur í grein sem hann birtir í Frétta­blað­inu í dag.

Mak­ríl­frum­varpið grund­vall­ar­breyt­ing sem styrkir stöðu útgerðaÍ grein­inni fjallar Jón að mestu um frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um úthlutun mak­ríl­kvóta til sex ára. Hann segir að frum­varpið feli í sér grund­vall­ar­breyt­ingu í þá átt að styrkja laga­lega stöðu útgerð­ar­inn­ar. „Nú­ver­andi lög um stjórn fisk­veiða kveða skýrt á um að úthlut­unin myndi „ekki eign­ar­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra aðila yfir veiði­heim­ild­um". Þetta þýðir að stjórn­völd á hverjum tíma hafa alltaf tæki­færi til þess að breyta úthlut­un­inni og taka upp nýtt fyr­ir­komu­lag sem fæli í sér að útgerðin greiði þjóð­inni eðli­legt leigu­gjald fyrir rétt­inn til þess að nýta auð­lind­ina. Það eina sem er óaft­ur­kall­an­legt í núver­andi kerfi er úthlutun ráð­herra á afla­heim­ildum til eins árs í senn.

Í mak­ríl­frum­varpi ráð­herra er ekk­ert ákvæði um þjóð­ar­eign kvót­ans né heldur um það að úthlut­unin myndi ekki eign­ar­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra aðila yfir veiði­heim­ild­um. Þvert á móti er kveðið á um að sex ára úthlutun veiði­heim­ilda í mak­ríl fram­leng­ist sjálf­krafa um eitt ár á hverju ári og að úthlut­un­inni sé ekki hægt að breyta nema með sex ára fyr­ir­vara. Þetta er grund­vall­ar­breyt­ing.

Auglýsing

Ég vil minna les­endur á að sex ár eru lengri tími en heilt kjör­tíma­bil Alþing­is. Þetta frum­varp þýðir því að næsta rík­i­s­tjórn mun ekki geta breytt úthlutun afla­heim­ilda í mak­ríl og komið þeim breyt­ingum í fram­kvæmd jafn­vel þótt hún sitji heilt kjör­tíma­bil. Til þess að gera slíkt mun þurfa rík­is­stjórn sem vinnur tvennar kosn­ingar í röð. Með öðrum orðum mun þjóðin ekki geta komið fram vilja sínum um eðli­legt leigu­gjald fyrir úthlutun mak­ríl­kvóta jafn­vel þótt hún kjósi til þess meiri­hluta í þing­kosn­ing­um.“

Verð­mætum úthlutað með 80 pró­sent afslættiJón segir að með frum­varp­inu sé stígið risa­stórt skref í þá átt að festa var­an­lega í sessi það fyr­ir­komu­lag að útgerð­ar­menn þurfi ekki að greiða eðli­legt leigu­gjald til þjóð­ar­innar fyrir afnot af sam­eign þjóð­ar­inn­ar. „Vita­skuld verður áfram hægt að leggja á veiði­gjöld og breyta þeim ár frá ári en það verður nán­ast ómögu­legt að taka upp upp­boðs­fyr­ir­komu­lag við úthlutun afla­heim­ilda í mak­ríl. Það verður með öðrum orðum nán­ast ómögu­legt að taka upp fyr­ir­komu­lag sem tryggir að útgerð­ar­menn greiði mark­aðs­verð fyrir veiði­heim­ild­ir.

Það sem meira er, ef þetta frum­varp verður að lögum verður til for­dæmi um óaft­ur­kall­an­lega úthlutun afla­heim­ilda til lengri tíma en eins árs. Þetta for­dæmi mun gera það auð­veld­ara fyrir stjórn­völd að breyta úthlutun ann­arra teg­unda á sama veg.“

Hann segir að auð­lindaarð­ur­inn sé nú um 40 til 60 millj­arðar króna á ári. Sá arður ætti með réttu að renna til þjóð­ar­inn­ar, eig­anda auð­lind­ar­inn­ar, en geri það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin sé því hlunn­farin um tugi millj­arða króna á ári. „Mörgum er tíð­rætt þessa dag­ana um lág laun á Íslandi og veika stöðu vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Er nema von að staðan sé eins og hún er þegar þjóðin lætur það yfir sig ganga ár eftir ár að stjórn­völd úthluti verð­mæt­ustu auð­lindum þjóð­ar­innar með u.þ.b. 80% afslætti? Nú vill rík­is­stjórnin taka stórt skref í þá átt að festa enn frekar í sessi þetta ófremd­ar­á­stand. Er ekki tími til kom­inn að lands­menn segi hingað og ekki lengra?“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None