Jón Steinsson: Þjóðin hlunnfarin um tugi milljarða árlega

jonsteinsson.jpg
Auglýsing

„Á síð­ustu 10 árum hefur verð­mæti veiði­heim­ilda auk­ist veru­lega. Heims­mark­aðs­verð sjáv­ar­af­urða hefur hækkað um 50%, gengi krón­unnar lækkað veru­lega og þorsk­stofn­inn hefur stækk­að. Nú er svo komið að auð­lindaarð­ur­inn í sjáv­ar­út­vegi er 40-60 ma.kr. á ári. Hér er ég að tala um arð umfram eðli­legan arð af skip­um, frysti­húsum og öðrum fjár­fest­ingum í grein­inni. Þessi auð­lindaarður á að renna til þjóð­ar­innar - eig­anda auð­lind­ar­innar - en gerir það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin er með öðrum orðum hlunn­farin um tugi millj­arða árlega.“

Þetta segir Jón Steins­son hag­fræð­ingur í grein sem hann birtir í Frétta­blað­inu í dag.

Mak­ríl­frum­varpið grund­vall­ar­breyt­ing sem styrkir stöðu útgerðaÍ grein­inni fjallar Jón að mestu um frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um úthlutun mak­ríl­kvóta til sex ára. Hann segir að frum­varpið feli í sér grund­vall­ar­breyt­ingu í þá átt að styrkja laga­lega stöðu útgerð­ar­inn­ar. „Nú­ver­andi lög um stjórn fisk­veiða kveða skýrt á um að úthlut­unin myndi „ekki eign­ar­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra aðila yfir veiði­heim­ild­um". Þetta þýðir að stjórn­völd á hverjum tíma hafa alltaf tæki­færi til þess að breyta úthlut­un­inni og taka upp nýtt fyr­ir­komu­lag sem fæli í sér að útgerðin greiði þjóð­inni eðli­legt leigu­gjald fyrir rétt­inn til þess að nýta auð­lind­ina. Það eina sem er óaft­ur­kall­an­legt í núver­andi kerfi er úthlutun ráð­herra á afla­heim­ildum til eins árs í senn.

Í mak­ríl­frum­varpi ráð­herra er ekk­ert ákvæði um þjóð­ar­eign kvót­ans né heldur um það að úthlut­unin myndi ekki eign­ar­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra aðila yfir veiði­heim­ild­um. Þvert á móti er kveðið á um að sex ára úthlutun veiði­heim­ilda í mak­ríl fram­leng­ist sjálf­krafa um eitt ár á hverju ári og að úthlut­un­inni sé ekki hægt að breyta nema með sex ára fyr­ir­vara. Þetta er grund­vall­ar­breyt­ing.

Auglýsing

Ég vil minna les­endur á að sex ár eru lengri tími en heilt kjör­tíma­bil Alþing­is. Þetta frum­varp þýðir því að næsta rík­i­s­tjórn mun ekki geta breytt úthlutun afla­heim­ilda í mak­ríl og komið þeim breyt­ingum í fram­kvæmd jafn­vel þótt hún sitji heilt kjör­tíma­bil. Til þess að gera slíkt mun þurfa rík­is­stjórn sem vinnur tvennar kosn­ingar í röð. Með öðrum orðum mun þjóðin ekki geta komið fram vilja sínum um eðli­legt leigu­gjald fyrir úthlutun mak­ríl­kvóta jafn­vel þótt hún kjósi til þess meiri­hluta í þing­kosn­ing­um.“

Verð­mætum úthlutað með 80 pró­sent afslættiJón segir að með frum­varp­inu sé stígið risa­stórt skref í þá átt að festa var­an­lega í sessi það fyr­ir­komu­lag að útgerð­ar­menn þurfi ekki að greiða eðli­legt leigu­gjald til þjóð­ar­innar fyrir afnot af sam­eign þjóð­ar­inn­ar. „Vita­skuld verður áfram hægt að leggja á veiði­gjöld og breyta þeim ár frá ári en það verður nán­ast ómögu­legt að taka upp upp­boðs­fyr­ir­komu­lag við úthlutun afla­heim­ilda í mak­ríl. Það verður með öðrum orðum nán­ast ómögu­legt að taka upp fyr­ir­komu­lag sem tryggir að útgerð­ar­menn greiði mark­aðs­verð fyrir veiði­heim­ild­ir.

Það sem meira er, ef þetta frum­varp verður að lögum verður til for­dæmi um óaft­ur­kall­an­lega úthlutun afla­heim­ilda til lengri tíma en eins árs. Þetta for­dæmi mun gera það auð­veld­ara fyrir stjórn­völd að breyta úthlutun ann­arra teg­unda á sama veg.“

Hann segir að auð­lindaarð­ur­inn sé nú um 40 til 60 millj­arðar króna á ári. Sá arður ætti með réttu að renna til þjóð­ar­inn­ar, eig­anda auð­lind­ar­inn­ar, en geri það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin sé því hlunn­farin um tugi millj­arða króna á ári. „Mörgum er tíð­rætt þessa dag­ana um lág laun á Íslandi og veika stöðu vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Er nema von að staðan sé eins og hún er þegar þjóðin lætur það yfir sig ganga ár eftir ár að stjórn­völd úthluti verð­mæt­ustu auð­lindum þjóð­ar­innar með u.þ.b. 80% afslætti? Nú vill rík­is­stjórnin taka stórt skref í þá átt að festa enn frekar í sessi þetta ófremd­ar­á­stand. Er ekki tími til kom­inn að lands­menn segi hingað og ekki lengra?“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – The Societal Impact of a Pandemic
Kjarninn 1. apríl 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Comparative Sociology is Sociology
Kjarninn 1. apríl 2020
„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“
Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi.
Kjarninn 31. mars 2020
Freyr Eyjólfsson
COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum
Kjarninn 31. mars 2020
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er
Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.
Kjarninn 31. mars 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip
Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.
Kjarninn 31. mars 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“
Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.
Kjarninn 31. mars 2020
Kristbjörn Árnason
Mannlegir kingsarar vikunnar.
Leslistinn 31. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None