Jón Ásgeir: Tilgangurinn að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar

jon-asgeir-3.jpg
Auglýsing

„Það er skelfi­legt að upp­lifa þá til­finn­ingu að Hæsti­réttur haldi hlífi­skildi yfir óheið­ar­legum emb­æt­is­manni en láti rétt­indi fjög­urra ein­stak­linga lönd og leið.“ Þetta segir Jón Ásgeir Jóhanes­son, einn þeirra sem er ákærður í svoköll­uðu Aur­um-­máli, í grein í Frétt­blað­inu um þá ákvörðun Hæsta­réttar að ómerkja sýknu í mál­inu í síð­ustu viku. Hann segir til­gang ákæru­valds­ins vera að koma honum í fang­elsi hvað sem það kosti. Eig­in­kona Jóns Ásgeirs er stærsti eig­andi 365 miðla, sem á Frétta­blaðið.

Hæsti­réttur ómerkti dóm­inn á grund­velli ummæla sem Sverrir Ólafs­son, einn þriggja dóm­ara í mál­inu, lét falla í fjöl­miðlum í kjöl­far dóms­ins. Í nið­ur­stöðu Hæsta­réttar segir að hann telji „óhjá­kvæmi­legt að virtum atvikum máls­ins að líta svo á að ummæli með­dóms­manns­ins gæfu til­efni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlut­drægur í garð ákæru­valds­ins fyrir upp­kvaðn­ingu hér­aðs­dóms­ins.“

Seg­ist ekki trúa að sér­stakur kunni ekki á Google



Í grein sinni segir Jón Ásgeir að Aur­um-­málið snú­ist um „full­kom­lega eðli­leg við­skipti sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara reynir að klæða í glæpa­bún­ing.“

Jón Ásgeir segir aug­ljóst að sú skýr­ing Ólafs Þórs Hauks­son­ar, sér­staks sak­sókn­ara, að hann hafi ekki vitað að með­dóm­ar­inn, Sverrir Ólafs­son, og Ólafur Ólafs­son, einn hinna dæmdu í svoköll­uðu Al Than­i-­máli, hafi verið bræð­ur. „Hver trúir því að 100 manna her­lið sér­staks sak­sókn­ara kunni ekki á Google þar sem tengslin liggja fyr­ir? Hvaða hugs­an­lega ástæðu hafði hér­aðs­dóm­ar­inn til þess að ljúga til um sam­skipti sín við sér­stakan sak­sókn­ara? Skiptir ekki máli að bréf liggur frammi í mál­inu frá með­dóm­ar­anum sem styður frá­sögn hér­aðs­dóm­ar­ans? Af hverju er svona rugl í kerf­inu tekið út á okkur sem vorum sýkn­að­ir? Ekki er við okkur að sakast um það sem gerð­ist. Eigum við ekki að njóta vafans? Það er skelfi­legt að upp­lifa þá til­finn­ingu að Hæsti­réttur haldi hlífi­skildi yfir óheið­ar­legum emb­ætt­is­manni en láti rétt­indi fjög­urra ein­stak­linga lönd og leið.“

Auglýsing

Það er skelfi­legt að upp­lifa þá til­finn­ingu að Hæsti­réttur haldi hlífi­skildi yfir óheið­ar­legum emb­ætt­is­manni en láti rétt­indi fjög­urra ein­stak­linga lönd og leið.

Hann segir að Hæsti­réttur hafi hins vegar blessað þetta og dæmi að sér­stakur sak­sókn­ari fái annað tæki­færi í saka­máli sem emb­ætti sé þegar búið að tapa.

Jón Ásgeir segir Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, vera óheiðarlegan embættismann. Tilgangur málarekstur gegn sér sé að koma sér í fangelsi sama hvað það kosti. Jón Ásgeir segir Ólaf Þór Hauks­son, sér­stakan sak­sókn­ara, vera óheið­ar­legan emb­ætt­is­mann. Til­gangur mála­rekstur gegn sér sé að koma sér í fang­elsi sama hvað það kost­i.

Rótað í nær­buxna­skúff­unni



Jón Ásgeir seg­ist hafa mátt verja hendur sínar sem sak­born­ingur síð­ast­lið­inn 13 ár, fyrst í Baugs­mál­inu svo­kall­aða og síðar í málum tengdum hrun­inu. „Til­gang­ur­inn virð­ist vera sá að koma mér í fang­elsi hvað sem það kost­ar. Gerðar hafa verið ótal hús­leitir heima hjá mér og í fyr­ir­tækjum sem tengj­ast mér. Rótað hefur verið í nær­buxna­skúffu minni, sím­inn minn hler­aður og mik­il­vægum gögnum haldið undan í dóms­mál­um. Og ekki hefur eig­in­kona mín verið látin í friði. Hennar símar hafa verið hleraðir og hús­leitir gerðar í hennar fyr­ir­tækjum án þess að hún hafi nokkurn tíma á ævinni fengið stöðu sak­born­ings. Sök hennar virð­ist sú ein að hafa gifst röngum mann­i.“

­Rótað hefur verið í nær­buxna­skúffu minni, sím­inn minn hler­aður og mik­il­vægum gögnum haldið undan í dóms­mál­um. Og ekki hefur eig­in­kona mín verið látin í friði.

Hann segir ákæru­valdið hafa eytt millj­örðum króna af fé íslenskra skatt­greið­enda síð­ustu 13 ár til að reyna að reyna að finna ein­hvern glæp svo hægt sé að taka hann úr umferð. „Ég er viss um að eftir 20 ár munum við fyr­ir­líta svona vinnu­brögð. En af hverju ger­ist þetta aftur og aft­ur? Fyrir mér er svarið ein­falt - kerfið sér jú um sína - og ver sig með kjafti og klóm. Verst þykir mér samt að sjá að Hæsti­réttur skuli spila með.“

Snýst um sex millj­arða lán til eign­ar­laus félags



Hæsti­réttur Íslands kvað upp nið­ur­stöðu sína síð­ast­lið­inn mið­viku­dag og féllst þar með á ómerk­ing­ar­kröfu sak­sókn­ara í mál­inu.  Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari hafði kraf­ist ómerk­ingar á með­ferð máls­ins fyrir hér­aðs­dómi, þar sem allir sak­born­ingar voru sýkn­að­ir, á grund­velli þess að einn með­dóm­ari máls­ins hefði verið van­hæfur til að fjalla um það. Um­ræddur með­dóm­ari er, líkt og áður seg­ir, Sverrir Ólafs­son, fjár­mála­verk­fræð­ing­ur, en hann er bróðir Ólafs Ólafs­son­ar, kenndur við Sam­skip, sem hlaut þungan fang­els­is­dóm vegna aðildar sinnar að Al-T­hani flétt­unni svoköll­uðu.

Aur­um-­málið snýst um sex millj­arða króna lán­veit­ingu til félags­ins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjár­magna kaup FS38, eign­ar­laust félag í eigu Pálma Har­alds­son­ar, á 25,7 pró­sent hlut Fons hf., líka í eigu Pálma, í Aurum Hold­ing Limited. Hluti láns­ins, einn millj­arður króna, var ráð­stafað inn á per­sónu­legan banka­reikn­ing Jóns Ásgeirs. Hann nýtti þann millj­arð síðan í að borga meðal ann­ars 705 millj­óna króna yfir­drátt­ar­heim­ild sína hjá Glitni. Sér­stakur sak­sókn­ari vill meina að Jón Ásgeir hafi þannig fengið hlut í ávinn­ingi af brot­inu og notið hagn­að­ar­ins.

Sak­born­ingar í Aur­um-­mál­inu, þeir Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóri Glitn­is, Magnús Arnar Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, fyrrum aðal­eig­andi Glitn­is, og Bjarni Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi við­skipta­stjóri bank­ans, voru allir sýkn­aðir af ákæru sér­staks sak­sókn­ara um umboðs­svik í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur þann 5. júní síð­ast­lið­inn. Einn dóm­ari máls­ins, Arn­grímur Ísberg, skil­aði sér­at­kvæði og taldi að sak­fella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ummæli Sverris Ólafssonar í fjölmiðlum eftir Aurum-dóminn haf gert það að verkum að ómerkja þurfti hann. Hæsti­réttur komst að þeirri nið­ur­stöðu að ummæli Sverris Ólafs­sonar í fjöl­miðlum eftir Aur­um-­dóm­inn haf gert það að verkum að ómerkja þurfti hann.

Ummæli í fjöl­miðlum ástæða ómerk­ingar



Eftir að nið­ur­staða hér­aðs­dóms í Aur­um-­mál­inu lá fyrir komust fjöl­miðlar á snoðir um að Sverrir og Ólafur væru bræð­ur. Þeir spurðu Ólaf Þór Hauks­son, sér­stakan sak­sókn­ara, hvort hann hefði vitað af þeim tengsl­um, sem hann neit­aði. Í kjöl­far­ið, nánar til­tekið 9. júní 2014, ræddi frétta­stofa RÚV við Sverri. Í frétt hennar sagði hann: „Ég fór til dóm­ar­ans, Guð­jóns St. Mart­eins­son­ar, sagði honum frá tengslum mín­um. Hann taldi að það væru ekki vand­kvæði á því að ég tæki þetta að mér … Ég trúi því ekki í eina sek­úndu að sér­stakur sak­sókn­ari hafi ekki vitað af mínum tengslum strax í upp­hafi. Ef hann vissi ekki af mínum tengsl­um, þá ber það vott um afskap­lega léleg og yfir­borðs­kennd vinnu­brögð. Mér finnst við­brögð hans, sko, hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvænt­ing­ar­fullar og jafn­vel óheið­ar­legar aðgerð­ir. Og hann grípur til þeirra á erf­iðum tímum þegar að trú­verð­ug­leiki hans stofn­unar er eig­in­lega í mol­u­m.“

Í sjón­varps­fréttum saman kvöld bætt­ust eft­ir­far­andi ummæli Sverris við frétt­ina: „„Ég trúi því fast­lega að sér­stakur sak­sókn­ari hafi vitað allan tím­ann hver ég var, hann telji það hins vegar kost að full­yrða núna að hann hafi ekki vitað það. Það laum­ast að mér sá grunur að sak­sókn­ari sé í raun­inni að gera þetta til þess að veikja dóm­inn.“

Í nið­ur­stöðu Hæsta­réttar segir að hann telji „óhjá­kvæmi­legt að virtum atvikum máls­ins að líta svo á að ummæli með­dóms­manns­ins gæfu til­efni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlut­drægur í garð ákæru­valds­ins fyrir upp­kvaðn­ingu hér­aðs­dóms­ins.“

Það voru því ummæli Sverris í fjöl­miðlum sem urðu þess vald­andi að dóm­ur­inn var ómerkt­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None