Jón Atli Benediktsson hafði betur í rektorskjöri Háskóla Íslands

MG_9516.jpg
Auglýsing

Jón Atli Bene­dikts­son, ­pró­fessor í raf­magns- og tölvu­verk­fræði, hlýtur til­nefn­ingu til emb­ætt­is­ rekt­ors Háskóla Íslands, en hann hafði betur í bar­átt­unni um rekt­ors­stöð­una við Guð­rúnu Nor­dal í annarri umferð rekt­ors­kjörs­ins.

Jón Atli hlaut 54,8 pró­sent greiddra atkvæða í seinni umferð­inni, og Guð­rún Nor­dal 42,6 pró­sent. Á kjör­skrá voru 14.345, þar af 1.486 starfs­menn og 12.859 stúd­ent­ar. Við kosn­ingar greiddu atkvæði alls 1.284 starfs­menn eða 86,4 pró­sent á kjör­skrá og 6.271 stúd­ent eða 48,8 pró­sent á kjör­skrá. Alls greiddu 7.555 atkvæði og var því kosn­inga­þátt­taka í heild 52,7 pró­sent.

Fyrri umferð rekt­ors­kosn­inga fór fram 13. apríl síð­ast­lið­inn og urðu úrslit á þá leið að Jón Atli Bene­dikts­son hlaut 48,9 pró­sent greiddra atkvæða, Guð­rún Nor­dal 39,4 pró­sent og Einar Stein­gríms­son, stærð­fræð­ingur og pró­fessor við Uni­versity of Strat­hclyde í Glas­gow, 9,7 pró­sent greiddra atkvæða. Tvö pró­sent atkvæða­seðla voru auð­ir.

Auglýsing

Þar sem eng­inn fram­bjóð­enda hlaut meiri­hluta greiddra atkvæða eins og reglur fyrir Háskóla Íslands kveða á um var kosið að nýju milli Guð­rúnar og Jóns Atla í dag.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None