Jón Atli: Undirfjármögnun HÍ gengur ekki til lengdar

MG_9516.jpg
Auglýsing

Jón Atli Bene­dikts­son, pró­fessor við verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið Háskóla Íslands (HÍ), segir skól­ann þurfa aukin fjár­fram­lög til áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar. Annað sé ekki val­kost­ur, ef það eigi að fram­þróa starfið í skól­an­um. „Það má t.d. nefna að þrátt fyrir um 20% nið­ur­skurð á árunum eftir hrun fjölg­aði nem­endum um 20%. Þetta jók gríð­ar­lega álag á starfs­menn sem á sama tíma hafa einnig verið að sækja fram í rann­sókn­um. Und­ir­fjár­mögnun af þessu tagi gerir auð­vitað allt starf mjög erfitt og gengur ekki til lengd­ar,“ segir Jón Atli í svörum við spurn­ingum sem Kjarn­inn beindi til hans í til­efni af því að hann hefur ákveðið að sækj­ast eftir emb­ætti rekt­ors Háskóla Íslands, en Kristín Ing­ólfs­dóttir hefur þegar til­kynnt að hún ætli ekki að sækj­ast eftir end­ur­kjöri.

Spurn­ingar Kjarn­ans og svör Jóns Atla við þeim eru hér að neð­an.

Af hverju sæk­ist þú eftir því að gegna emb­ætti rekt­ors?

Auglýsing

„Margir hafa leitað til mín og hvatt mig til að sækj­ast eftir rekt­ors­starf­inu þar sem skól­inn þurfi á ein­stak­lingi að halda í starf rekt­ors sem þekkir háskól­ann vel og hafi góðan skiln­ing á þörfum ólíkra fræði­greina og fræða­sviða. Ég hef starfað innan Háskóla Íslands í hart­nær ald­ar­fjórð­ung. Á þeim tíma hef ég kynnst starf­semi skól­ans vel bæði sem kenn­ari í raf­magns- og tölvu­verk­fræði og vís­inda­mað­ur. Þá hef ég verið aðstoð­ar­rektor vís­inda og kennslu frá árinu 2009 og áður sinnt marg­vís­legum öðrum stjórn­un­ar­störfum innan skól­ans. Á síð­ustu árum hefur átt sér stað mikil upp­bygg­ing þrátt fyrir skugga nið­ur­skurðar og óvissu um fram­tíð­ar­fjár­mögnun háskól­ans. Ég vil gjarnan taka þátt í áfram­hald­andi upp­bygg­ingu Háskóla Íslands og hef því ákveðið að verða við því kalli að bjóða mig fram til rekt­ors. Önnur ástæða þess að ég býð mig fram er sú að mér finnst gaman að vinna með fólki í því að móta sam­eig­in­lega sýn og kom­ast að nið­ur­stöðu sem gagn­ast heild­inn­i.“

Hver eru mest aðkallandi verk­efnin sem Háskóli Íslands þarf að ráð­ast í að þínu mati?

„Ég legg áherslu á fjögur meg­in­at­riði varð­andi fram­tíð skól­ans. Fyrst er að nefna fjár­mögn­un. Eftir mik­inn nið­ur­skurð á síð­ustu árum er, að mínu mati, eitt helsta verk­efni nýs rekt­ors að treysta fjár­mögnun Háskóla Íslands. Aukin fjár­fram­lög til skól­ans eru for­senda áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar. Sér­stak­lega vil ég nefna að mik­il­vægt er að heild­ar­end­ur­skoðun fari fram á reikn­lík­ani mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyts­ins. Í öðru lagi tel ég brýnt að bæta starfs­kjör og aðbúnað starfs­fólks og leita leiða til að draga úr miklu starfs­á­l­agi og auka starfs­á­nægju. Í þriðja lagi legg ég þunga áherslu á mik­il­vægi nýsköp­unar þekk­ingar og rann­sókna. Mikið hefur áunn­ist á und­an­förnum árum en mik­il­vægt er að læra líka af reynsl­unni og treysta enn frekar rann­sókna­inn­við­ina, virða sér­stöðu fræði­greina og efla þver­fræði­legt sam­starf og nýlið­un. Að síð­ustu má nefna að ég tel nauð­syn­legt að standa vörð um gæði náms og próf­gráða. Háskól­inn má aldrei missa sjónar á því meg­in­mark­miði að þjóna nem­endum sem best. Tryggja verður að nám við Háskóla Íslands stand­ist ávallt alþjóð­legan sam­an­burð. Styðja þarf við bakið á kenn­ur­um, tryggja góða kennslu­hætti og náms­að­stöðu fyrir nem­end­ur.“

hí Jón Atli segir mikið álag hafa verið á starfs­mönnum Háskóla Íslands á und­an­förnum árum.

Hvernig finnst þér að til hafi tek­ist við rekstur Háskóla Íslands, í erf­iðu árferði, und­an­farin ár?

„Há­skóli Íslands er mjög vel rekin stofnun og grettistaki hefur verið lyft á síð­ustu árum hvað varðar aukna rann­sókn­ar­virkni og upp­bygg­ingu náms þrátt fyrir mik­inn nið­ur­skurð frá hruni. Það má t.d. nefna að þrátt fyrir um 20% nið­ur­skurð á árunum eftir hrun fjölg­aði nem­endum um 20%. Þetta jók gríð­ar­lega álag á starfs­menn sem á sama tíma hafa einnig verið að sækja fram í rann­sókn­um. Und­ir­fjár­mögnun af þessu tagi gerir auð­vitað allt starf mjög erfitt og gengur ekki til lengd­ar. Reyndar hefur skól­inn lengi verið und­ir­fjár­magn­aður eins og skýrsla Sam­taka evr­ópskra háskóla (EUA) frá 2005 sýndi fram á. Þá sýna mæl­ingar OECD að íslenska háskóla­kerfið er ein­ungis hálf­drætt­ingur á við Norð­ur­lönd þegar kemur að fram­lögum á hvern nem­anda. Þessu þarf að breyta.“

Ertu flokkspóli­tískur?

„Ég hef alltaf haft áhuga á stjórn­málum og sam­fé­lags­legum mál­efn­um. Ég fylgi hins vegar engum flokkspóli­tískum línum né er ég með­limur í stjórn­mála­flokki. Rektor Háskóla Íslands þarf að eiga gott sam­starf við alla, óháð stjórn­mála­skoð­un­um, og því er ekki við hæfi að sá sem gegnir því emb­ætti taki þátt í flokkspóli­tísku starf­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None