Standard&Poor´s: Mun taka mörg ár að afnema fjármagnshöft

fjarmala-1.jpg
Auglýsing

Alþjóð­lega mats­fyr­ir­tækið Stand­ard&Poor´s segir að það muni taka mörg ár að afnema höft á Íslandi. Fyr­ir­tækið telur ýmsar aðrar áhættur í vegi íslenskra stjórn­valda sem gætu haft mikil áhrif á rík­is­fjár­málin á næst­unni. Ein þeirra er fjár­mögnun skulda­nið­ur­fell­ingar á verð­tryggðum skuldum úr rík­is­sjóði. Þetta kemur í nýju mati þess á láns­hæf­is­ein­kunnir Rík­is­sjóðs Íslands sem birt var á föstu­dag.

Í mat­inu eru láns­hæf­is­ein­kunnir fyrir Rík­is­sjóð Íslands stað­festar sem BBB- fyrir lang­tíma­skuld­bind­ingar og A-3 fyrir skamm­tíma­skuld­bind­ar. Horfur eru áfram jákvæð­ar.

Áhyggjur af fjár­mögn­un „­Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“Þrátt fyrir jákvæðar horfur koma fram tölu­verðar áhyggjur af íslensku efna­hags­lífi í mati Stand­ard&Poor´s. Á meðal þess sem fyr­ir­tækið til­tekur sem áhættu er fjár­mögnun á skulda­nið­ur­fell­ingum á verð­tryggðum skuldum sam­kvæmt hinni svoköll­uðu „Leið­rétt­ing­u“, sem hrint hefur verið í fram­kvæmd. Í skýrslu Standar&Poor´s segir að helm­ingur þeirra 160 millj­arða króna (sem fara annað hvort beint í skulda­nið­ur­fell­ingu eða í notkun á sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­aði sem er ráð­stafað inn á hús­næð­is­lán) þá sé helm­ingur upp­hæð­ar­innar beint fjár­magn­aður af rík­is­sjóði. Þorri þeirrar upp­hæð­ar, um 80 millj­arðar króna, sem á að renna til þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán árið 2008 og 2009, er fjár­mögnuð með banka­skatti sem lendir af mestum þunga á þrota­búum föllnu bank­anna.

Fjármögnun skuldaniðurfellingaaðgerðar ríkisstjórnarinnar, í gegnum ríkissjóð, er áhættuþáttur að mati Standard&Poor´s. Fjár­mögnun skulda­nið­ur­fell­inga­að­gerðar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, í gegnum rík­is­sjóð, er áhættu­þáttur að mati Stand­ard&Poor´s.

Auglýsing

Í skýrslu Stand­ard&Poor´s segir að kröfu­hafar þeirra gætu höfðað mál­sóknir vegna þessa skatts sem gæti leitt til þess að rík­is­sjóður myndi ekki fá allar þær tekjur vegna banka­skatts­ins sem hann hefur ætlað sér.

Aðrar áhættur sem fyr­ir­tækið nefnið eru aukin kostn­aður rík­is­sjóðs vegna kom­andi kjara­samn­inga og þörf rík­is­sjóðs til að styðja við Íbúða­lána­sjóð.

Mun taka mörg ár að afnema höftEn mesta óvissan sem íslenskt efna­hags­kerfi er að glíma við er, að mati Stand­ard&Poor´s, varð­andi losun fjár­magns­hafta. Í skýrsl­unni segir að „lyft­ing eða losun fjár­magns­hafta felur í sér áhættu á miklu útflæði fjár­magns. Umfang og hraða þess útflæðis er erfitt að spá fyrir um“.

Síðan er rakið að íslensk stjörn­völd hafa stigið skref í átt að losun hafta að und­an­förnu, meðal ann­ars með sam­komu­lagi um breyt­ingu a skuldum Lands­bank­ans og skipan fram­kvæmda­stjórnar og ráð­gjafa­hóps um losun hafta í júlí 2014. Þrátt fyrir þessi skref, og dig­ur­bark­legar yfir­lýs­ingar ráða­manna um að stór skref verði stíg­inn á þessu ári í átt að frek­ari losun hafta, telja Stand­ard&Poor´s að „það muni taka mörg ár að afnema höftin að fullu“. Ástæðan er að áætlað útflæði fjár­magns, bæði í eigu erlendra aðila og íslenskra aðila sem vilja kom­ast annað með fjár­fest­ingar sín­ar, sé miklu hærri upp­hæð en það sem Seðla­banki Íslands eigi í gjald­eyr­is­forða.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None