Kona bæjarstjórans ráðin í starf sem flutt var úr ráðuneyti

15377697583_eed6fdec55_h.jpg
Auglýsing

Hall­gerður Gunn­ars­dóttir var í síð­ustu viku ráðin í starf lög­fræð­ings á sviði gjaf­sókn­ar­mála hjá sýslu­mann­inum á Vest­ur­landi. Hall­gerður sinnti starf­inu áður hjá sýslu­manns­emb­ætt­inu í Kópa­vogi, eða þar til starfið var flutt til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í fyrra. Um ára­mótin færð­ist staðan svo til sýslu­manns­ins á Vest­ur­landi sem hefur aðsetur í Stykk­is­hólmi, þar sem eig­in­maður Hall­gerð­ar, Sturla Böðv­ars­son, er bæj­ar­stjóri.

Staðan var aug­lýst til umsóknar þann 19. des­em­ber síð­ast­lið­inn og var umsókn­ar­frestur til 5. jan­ú­ar. Alls sóttu 31 um starf­ið. Viku eftir að umsókn­ar­frest­ur­inn rann út, að morgni 12. jan­ú­ar, var umsækj­endum um starfið til­kynnt að búið væri að ráða Hall­gerði, hún hafi verið eini umsækj­and­inn sem upp­fyllti öll hæf­is­skil­yrði. Aðeins einn umsækj­andi auk Hall­gerðar var boð­aður í við­tal vegna starfs­ins.

Að minnsta kosti einn umsækj­andi hefur nú óskað eftir því að fá öll gögn um ráðn­ing­ar­ferlið, þar með talið rök­stuðn­ing, afhent frá sýslu­mann­inum á Vest­ur­landi.

Auglýsing

Var sú eina sem upp­fyllti skil­yrðin„Ég veit alveg hvaða gagn­rýni ég er að kalla yfir mig,“ segir Ólafur K. Ólafs­son sýslu­maður á Vest­ur­landi, spurður um ráðn­ing­una. Hann vísar þó all­ri ­gagn­rýni á bug. „Ég get ekki verið að velta fyrir mér per­sónu­legum tengsl­um. Það sem skiptir mig máli er starfið sem ég er að fá, hvaða kröfur eru gerðar til starfs­ins og hvaða umsækj­andi upp­fyllir þær kröf­ur. Það er það sem ég horfi á. Ég get ekki verið að velta því fyrir mér hver er giftur hverjum og svo fram­veg­is. Þá eru það ekki hæf­is­sjón­ar­mið sem ráða.“

Eins og áður segir var Hall­gerður valin úr hópi 31 umsækj­anda. „Sú sem var ráðin var eini umsækj­and­inn sem upp­fyllti öll hæf­is­skil­yrð­in,“ segir Ólaf­ur. Hann segir að annar umsækj­andi hafi upp­fyllt fáein af hæf­is­skil­yrð­unum og sá hafi einnig verið boð­aður í við­tal. Aðrir umsækj­endur hafi ekki upp­fyllt mörg hæf­is­skil­yrði, en meg­in­þorri umsækj­enda hafi verið nýlega útskrif­aðir lög­fræð­ing­ar.

Vegna reynslu Hall­gerðar af starf­inu, á meðan hún sinnti því hjá sýslu­mann­inum í Kópa­vogi, hafði engin umsækj­andi sam­bæri­lega reynslu af starfi gjaf­sókn­ar­nefnd­ar eða sam­bæri­legra verk­efna, eins og kveðið var á um í aug­lýs­ingu um starf­ið. Vegna þessa tók ráðn­ing­ar­ferlið svo stuttan tíma, að sögn Ólafs.

Til­laga sýslu­manns að færa starfiðÓlafur segir að starfið hafi verið flutt til sýslu­manns­ins á Vest­ur­landi að hans til­lögu. „Sýslu­menn eru að því núna, að senda til­lögur til ráðu­neyt­is­ins, ég er búinn að senda þrjár eða fjórar til­lög­ur,“ segir hann. Flutn­ingur á verk­efnum úr inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu til sýslu­manna um allt land er í sam­ræmi við aðgerða­á­ætlun stjórn­ar­ráðs­ins í tengslum við sam­ein­ingu sýslu­manns­emb­ætta og stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ólafur hafnar því hins vegar aðspurður að nokkuð utan­að­kom­andi hafi haft áhrif á þá til­lögu hans að flytja þetta til­tekna starf í Stykk­is­hólm. Hann hafi ein­fald­lega skoðað verk­efni inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og hvaða verk­efni væri lík­legt að emb­ætti hans gæti „krækt í“. Vegna þess að starf lög­fræð­ings á sviði gjaf­sókn­ar­mála hafi lengst af verið hjá sýslu­manni hafi hann talið það góðan kost. Hann hafi, eins og fram hefur kom­ið, lagt fleiri til­lögur að flutn­ingi á störfum fyrir ráðu­neyt­ið. „Ég er ekk­ert hætt­ur, ég ætla að halda áfram. Það er í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu núna mjög jákvæður vilji gagn­vart því að færa verk­efni til þess­ara nýju emb­ætta, ekki bara hérna. Það er lag að gera þetta nún­a.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None