Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þetta segir hann í pistli í Fréttablaðinu í dag. Könnun sem Fréttablaðið birti í byrjun nóvember í fyrra sýndi að 47 prósent aðspurðra vildu Jón sem næsta forseta og rúmlega sex þúsund manns hafa skorað á hann að bjóða sig fram á sérstakri Facebook síðu. Jón segist telja að hann yrði fínn forseti og að starfið sé örugglega róleg innivinna.
Honum óar hins vegar þeirri tilhugsun að verða á þennan hátt hluti af "þeim ömurlega og hallærislega kúltúr" sem er íslensk stjórnmálamenning á þennan hátt. Hann ætlar ekki að gera fjölskyldunni sinni það að "standa aftur andspænis freka kallinum", sem hefur tileinkað sér tilætlunarsemi, frekju og dónaskap í daglegum samskiptum. "Ég hef því tekið þá ákvörðun að ég mun ekki bjóða mig fram til forseta Íslands í þetta skiptið. Kannski einhvern tíma seinna. Ég þakka fyrir alla þá vinsemd og virðingu sem mér hefur verið sýnd. fjölskyldu sinni", segir Jón Gnarr.