Pæling dagsins: Aðalsamningamaðurinn í utanríkisráðuneytinu

stef--n-haukur.jpg
Auglýsing

Ákvörðun Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra um að til­kynna Evr­ópu­sam­band­inu að Ísland sé ekki lengur umsókn­ar­ríki að sam­band­inu hefur vart farið fram hjá nein­um. Mikið er rætt um hvort það stand­ist að taka svona ákvörðun án þess að fara með hana í gegnum Alþingi og án sam­ráðs við utan­rík­is­mála­nefnd, sem lög segja að verði að vera með í ráðum þegar meiri­háttar ákvarð­anir um utan­rík­is­mál Íslands eru tekn­ar.

Minna hefur verið fjallað um hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á sam­starf Íslands við Evr­ópu­sam­band­ið. Það sam­starf er nefni­lega afar náið í gegnum EES-­samn­ing­inn og staða þess nokkuð við­kvæm þar sem ekki hefur samist um greiðslur Íslands í Þró­un­ar­sjóð EFTA, sem oft er kall­aður aðgöngu­mið­inn að innri mark­aði Evr­ópu. Síð­asta sam­komu­lag um greiðslur rann út fyrir um ári og mjög langt virð­ist vera á milli þess sem Ísland, Nor­egur og Liect­hen­stein eru til­búin að borga í sjóð­inn og það sem Evr­ópu­sam­bandið vill að ríkin þrjú greiði.

Það ætti þó ekki að vera vand­kvæðum bundið fyrir Gunnar Braga að fá helstu sér­fræð­inga Íslands í Evr­ópu­málum til að teikna upp fyrir sig mögu­leg við­brögð Evr­ópu­sam­bands­ins. Þeir vinna flestir í ráðu­neyti hans. Þeirra helstur er ráðu­neyt­is­stjór­inn Stefán Haukur Jóhann­es­son. Hann var enda á sínum tíma aðal­samn­inga­maður og for­maður samn­inga­nefndar Íslands í við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið.

AuglýsingPæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None