Pæling dagsins: Aðalsamningamaðurinn í utanríkisráðuneytinu

stef--n-haukur.jpg
Auglýsing

Ákvörðun Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra um að til­kynna Evr­ópu­sam­band­inu að Ísland sé ekki lengur umsókn­ar­ríki að sam­band­inu hefur vart farið fram hjá nein­um. Mikið er rætt um hvort það stand­ist að taka svona ákvörðun án þess að fara með hana í gegnum Alþingi og án sam­ráðs við utan­rík­is­mála­nefnd, sem lög segja að verði að vera með í ráðum þegar meiri­háttar ákvarð­anir um utan­rík­is­mál Íslands eru tekn­ar.

Minna hefur verið fjallað um hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á sam­starf Íslands við Evr­ópu­sam­band­ið. Það sam­starf er nefni­lega afar náið í gegnum EES-­samn­ing­inn og staða þess nokkuð við­kvæm þar sem ekki hefur samist um greiðslur Íslands í Þró­un­ar­sjóð EFTA, sem oft er kall­aður aðgöngu­mið­inn að innri mark­aði Evr­ópu. Síð­asta sam­komu­lag um greiðslur rann út fyrir um ári og mjög langt virð­ist vera á milli þess sem Ísland, Nor­egur og Liect­hen­stein eru til­búin að borga í sjóð­inn og það sem Evr­ópu­sam­bandið vill að ríkin þrjú greiði.

Það ætti þó ekki að vera vand­kvæðum bundið fyrir Gunnar Braga að fá helstu sér­fræð­inga Íslands í Evr­ópu­málum til að teikna upp fyrir sig mögu­leg við­brögð Evr­ópu­sam­bands­ins. Þeir vinna flestir í ráðu­neyti hans. Þeirra helstur er ráðu­neyt­is­stjór­inn Stefán Haukur Jóhann­es­son. Hann var enda á sínum tíma aðal­samn­inga­maður og for­maður samn­inga­nefndar Íslands í við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið.

AuglýsingPæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None