"Juha Sipila forsætisráðherra Finnlands hefur boðið flóttamönnum einkaheimili sitt til afnota. Getur okkar maður ekki gert eitthvað svipað? Hann virðist ekki mikið vera að nota það sjálfur." Svona hefst stöðuuppfærsla sem Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, setti inn á Facebook í kvöld. Við færslunni er hlekkur inn á frétt um að sauðfé hefði sést við húsið að Hrafnabjörgum III, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og fjölskylda hans eiga lögheimili. Forsætisráðherrann flutti lögheimili sitt þangað eftir að hann ákvað að bjóða sig fram í Norðausturkjördæmi í stað Reykjavíkur.
Juha Sipila forsætisráðherra Finnlands hefur boðið flóttamönnum einkaheimili sitt til afnota. Getur okkar maður ekki...Posted by Jón Gnarr on Saturday, September 5, 2015
Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands bauð í dag flóttamönnum afnot af einkaheimili sínu í Norður-Finnlandi.
Sipila tilkynnti fjölmiðlum að heimili hans í Kempele, staðsett 500 kílómetra norður af Helsinki, myndi verið notað til að taka við flóttamönnum í árslok. Auk þess hvatti hann aðra, meðal annars kirkjur, til að opna dyr sínar fyrir flóttamönnum. Jón Gnarr spyr hvort Sigmundur Davíð geti ekki gert slíkt hið sama með húsið sitt fyrir austan. "Þetta virðist ágætasta hús (þótt maður eigi auðvitað ekki að vera að dæma alla hluti útfrá myndum sem maður sér í fjölmiðlum en frekar að mynda sér skoðun útfrá öllu því sem maður sér ekki). Ég bið fólk líka að færa ekki athyglina frá þeim rollum sem eru ekki á fréttamyndinni."