Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, samkvæmt lokatölum sem birtust á vef flokksins í fyrrakvöld.
Alls settu 80 prósent allra kjósenda í prófkjörinu, sem voru 4.772 talsins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fyrsta sætið. Í öðru sæti var Jón Gunnarsson með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti og Bryndís Haraldsdóttir var í því þriðja með 1.616 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.
Auglýsing
Niðurstöðurnar eru því í samræmi við fyrstu tölur prófkjörsins, þar sem Bjarni, Jón og Bryndís voru einnig í efstu þremur sætunum og Bjarni fékk rúmlega 80 prósent atkvæða í efsta sæti listans.