Jón Óttar á vitnalista verjenda í Landsbankamáli

jon-ottar.jpg
Auglýsing

Fjór­ir ­fyrr­ver­andi starfs­menn Lands­bank­ans eru sak­aðir um stór­tæka mark­aðs­mis­notk­un, fyrir tugi millj­arða króna í aðdrag­anda banka­hruns­ins, í máli Sér­staks sak­sókn­ara á hendur þeim. Málið er annar angi ákæru sem Sér­stakur sak­sókn­ari gaf út í mars í fyrra, þar sem sex fyrr­ver­andi starfs­mönnum Lands­bank­ans var gefið að sök brot á lögum um verð­bréfa­við­skipti og almennum hegn­ing­ar­lög­um.

Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, og Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Lands­bank­ans voru sýknuð af ákæru um mark­aðs­mis­notkun í fyrri anga ákærunnar er snérist að Ímon mál­inu svo­kall­aða, en Stein­þór Gunn­ars­son, sem var fram­kvæmda­stjóri verð­bréfa­sviðs Lands­bank­ans, hlaut níu mán­aða fang­els­is­dóm, þar af hálft ár á skil­orði.

Á mið­viku­dag­inn fer fram aðal­með­ferð í seinna ­mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, en á meðal ákærðra í því máli eru áður­nefndur Sig­ur­jón Árna­son, Ívar Guð­jóns­son, fyrr­ver­andi for­stöðu­maður eigin fjár­fest­inga Lands­bank­ans, og Júl­íus Steinar Heið­ars­son og Sindri Sveins­son, sem voru starfs­menn eigin fjár­fest­inga bank­ans.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er Jón Óttar Ólafs­son, fyrr­ver­andi starfs­maður hjá Sér­stökum sak­sókn­ara, á meðal vitna sem kölluð verða fyrir dóm­inn. Nafn Jóns Ótt­ars er að finna á vitna­lista Helga Sig­urðs­sonar hæsta­rétt­ar­lög­manns, sem heldur uppi vörnum fyrir Júl­íus Steinar í mál­inu.

Jón Óttar Ólafs­son hefur harð­lega gagn­rýnt vinnu­brögð emb­ættis Sér­staks sak­sókn­ara við sím­hler­anir í fjöl­miðlum að und­an­förnu, og sakað starfs­menn emb­ætt­is­ins um lög­brot með því að hafa hlustað á sím­töl sak­born­inga við verj­end­ur.

Hörður Felix Harð­ar­son, lög­maður Hreið­ars Más Sig­urðs­sonar fyrr­ver­andi banka­stjóra ­Kaup­þings, krefst þess að mál Sér­staks sak­sókn­ara á hendur umbjóð­anda sín­um, þar sem Hreið­ar, Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, og Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, eru sak­aðir um tug­millj­arða umboðs­svik, verði vísað frá dómi vegna meintra ólög­mætra hler­anna. Við flutn­ing frá­vís­un­ar­kröf­unnar í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í síð­ustu viku krafð­ist Hörður Felix þess að Jón Ótt­ar, Ólafur Þór Hauks­son sér­stakur sak­sókn­ari og Bjarni Ólafur Ólafs­son starfs­maður emb­ætt­is­ins yrðu kall­aðir til vitnis vegna þessa. Dóm­ari máls­ins tók sér ótíma­bund­inn frest til að úrskurða um kröfu verj­anda Hreið­ars Más.

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None