„Vinnubrögð sem ættu ekki að tíðkast í siðuðu samfélagi“

Sigur.ur_.Ingi_.4.jpg
Auglýsing

Starfs­fólk Fiski­stofu mót­mælir harð­lega ákvörðun Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um flutn­ing höf­uð­stöðva stofn­un­ar­innar til Akur­eyrar og þeim lög­lausu fyr­ir­ætl­unum sem kynntar voru í bréfi ráð­herra til starfs­manna dag­settu þann 10. sept­em­ber s.l. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá starfs­fólki Fiski­stofu. Í bréf­inu sem ráð­herra sendi starfs­fólki var meðal ann­ars talað um til­boð til starfs­manna um að þeir get­i ­fengið styrk úr rík­is­sjóði upp á þrjár millj­ónir króna til þess að flytj­ast með stofn­unni til Akur­eyr­ar.

Til­kynn­ingin er harð­orð og er flutn­ing­ur­inn sagður ólög­legur og engin fag­leg sjón­ar­mið búi að baki. Þá hafi eng­inn starfs­maður Fiski­stofu lýst yfir vilja til þess að flytja með stofn­un­inni til Akur­eyr­ar, að for­stjór­anum frá­töld­um. Mál­flutn­ingur stjórn­mála­manna, þar sem lands­byggð og höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé att sam­an, sé óboð­legur og óþol­andi þegar um póli­tíska hreppa­flutn­inga sé að ræða, þar sem flytja á sér­fræði­menntað fólk, nauð­ugt vilj­ugt, milli lands­hluta án mál­efna­legra skýr­inga.

Til­kynnning­una í heild má lesa hér að neð­an.

Auglýsing

Starfs­fólk Fiski­stofu mót­mælir harð­lega ákvörðun sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um

flutn­ing höf­uð­stöðva stofn­un­ar­innar til Akur­eyrar og þeim lög­lausu fyr­ir­ætl­unum sem kynntar voru í bréfi ráð­herra til starfs­manna dag­settu þann 10. sept­em­ber s.l.

Ljóst er að ákvörð­unin styðst ekki við laga­heim­ild og er til þess  fallin að skaða starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, enda hafa engir starfs­menn, utan fiski­stofu­stjóra, lýst áhuga á að flytj­ast með henni norð­ur.  Hvetur starfs­fólk Fiski­stofu ráð­herra til þess að falla þegar í stað frá hug­myndum um flutn­ing stofn­un­ar­inn­ar, sem virð­ist afar mis­ráð­inn og und­ir­bún­ingi áfátt.

 Mót­mælt er áformum þar sem starfs­menn sem ekki hyggj­ast fylgja störfum sínum norður yrðu þving­aðir til þess að segja sjálfir upp störf­um, enda gætu þeir átt á hættu að glata þeim rétt­ind­um, sem þeir ella hefðu, ef slit á ráðn­ing­ar­sam­bandi væri á ábyrgð vinnu­veit­anda. Vinnu­brögð af þessu tagi ættu ekki að tíðkast í sið­uðu sam­fé­lagi.

Und­an­farna daga hefur ráð­herra ítrekað látið í veðri vaka í við­tölum við fjöl­miðla að unnið sé að verk­efn­inu í sam­ráði við starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar.  Starfs­fólk Fiski­stofu vísar þessu alfarið á bug.  Skal áréttað að full­trúum starfs­manna var ekki boðið að taka þátt í gerð til­lagna sem starfs­menn ráðu­neyt­is­ins ásamt fiski­stofu­stjóra unnu að og lagðar voru fyrir ráð­herra í ágúst­lok. Var ráð­herra þá gerð skýr grein fyrir því að starf­menn ættu enga aðild að til­lög­un­um.  Virð­ist hann því tala gegn betri vit­und.

Í sumar kom fram að ráð­herra mæti það svo að flutn­ingur Fiski­stofu gæti kostað 100-200 millj­ónir króna.  Nú liggur hins vegar fyrir gróf áætlun fiski­stofu­stjóra þar sem gert er ráð fyrir því að kostn­aður við flutn­ing­inn geti verið 200-300 millj­ónir króna, eða tvö­falt hærri en áður hafði verið nefnt og eru sjálf­sagt ekki öll kurl til grafar komin í þeim efn­um.  Vilja starfs­menn vekja athygli á þessu og hvetja ráða­menn til að huga vand­lega að því hvernig fjár­munum almenn­ings er var­ið.  Vekur athygli að ekki virð­ist vera gert ráð fyrir þessum kostn­aði í þeim drögum að fjár­lögum sem fyrir liggja.

Starfs­fólk Fiski­stofu harmar dap­ur­lega til­burði stjórn­mála­manna sem reynt hafa að not­færa sér flutn­ing Fiski­stofu til þess að etja saman lands­byggð­inni ann­ars vegar og höf­uð­borg­ar­svæð­inu hins veg­ar. Engu skiptir hver á í hlut þegar með vald­boði er reynt að flytja fólk nauð­ugt vilj­ugt lands­horn­anna á milli. Mál­flutn­ingur á þessum nótum er óboð­legur og engum til fram­drátt­ar.

 Ráðu­neytið hefur upp­lýst starfs­fólk Fiski­stofu um að í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sé unnið að frum­varpi þar sem gert er ráð fyrir laga­breyt­ingum sem munu auð­velda vald­höfum að taka ákvarð­anir um stað­setn­ingu starfa og stofn­ana að eigin geð­þótta án þess að afla þurfi sér­stakrar laga­heim­ildar hverju sinn­i.  Lýtur þetta að starfs­ör­yggi og rétt­indum allra opin­berra starfs­manna ekki síst í ljósi þeirra ummæla for­sæt­is­ráð­herra frá því í sumar þar sem fram kom að fyrir dyrum stæði flutn­ingur fleiri opin­berra stofn­ana. Starfs­fólk Fiski­stofu skorar á Alþing­is­menn að standa vörð um lög­gjaf­ar­vald­ið. Það stuðli að lýð­ræð­is­legum vinnu­brögðum stjórn­valda og standi gegn því að slíkar hug­myndir séu færðar í lög. Starfs­fólk ann­arra opin­berra stofn­ana er jafn­framt  hvatt til þess að vera á varð­bergi og fylgj­ast grannt með þess­ari fram­vind­u.“

 

 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None