„Vinnubrögð sem ættu ekki að tíðkast í siðuðu samfélagi“

Sigur.ur_.Ingi_.4.jpg
Auglýsing

Starfs­fólk Fiski­stofu mót­mælir harð­lega ákvörðun Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um flutn­ing höf­uð­stöðva stofn­un­ar­innar til Akur­eyrar og þeim lög­lausu fyr­ir­ætl­unum sem kynntar voru í bréfi ráð­herra til starfs­manna dag­settu þann 10. sept­em­ber s.l. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá starfs­fólki Fiski­stofu. Í bréf­inu sem ráð­herra sendi starfs­fólki var meðal ann­ars talað um til­boð til starfs­manna um að þeir get­i ­fengið styrk úr rík­is­sjóði upp á þrjár millj­ónir króna til þess að flytj­ast með stofn­unni til Akur­eyr­ar.

Til­kynn­ingin er harð­orð og er flutn­ing­ur­inn sagður ólög­legur og engin fag­leg sjón­ar­mið búi að baki. Þá hafi eng­inn starfs­maður Fiski­stofu lýst yfir vilja til þess að flytja með stofn­un­inni til Akur­eyr­ar, að for­stjór­anum frá­töld­um. Mál­flutn­ingur stjórn­mála­manna, þar sem lands­byggð og höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé att sam­an, sé óboð­legur og óþol­andi þegar um póli­tíska hreppa­flutn­inga sé að ræða, þar sem flytja á sér­fræði­menntað fólk, nauð­ugt vilj­ugt, milli lands­hluta án mál­efna­legra skýr­inga.

Til­kynnning­una í heild má lesa hér að neð­an.

Auglýsing

Starfs­fólk Fiski­stofu mót­mælir harð­lega ákvörðun sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um

flutn­ing höf­uð­stöðva stofn­un­ar­innar til Akur­eyrar og þeim lög­lausu fyr­ir­ætl­unum sem kynntar voru í bréfi ráð­herra til starfs­manna dag­settu þann 10. sept­em­ber s.l.

Ljóst er að ákvörð­unin styðst ekki við laga­heim­ild og er til þess  fallin að skaða starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, enda hafa engir starfs­menn, utan fiski­stofu­stjóra, lýst áhuga á að flytj­ast með henni norð­ur.  Hvetur starfs­fólk Fiski­stofu ráð­herra til þess að falla þegar í stað frá hug­myndum um flutn­ing stofn­un­ar­inn­ar, sem virð­ist afar mis­ráð­inn og und­ir­bún­ingi áfátt.

 Mót­mælt er áformum þar sem starfs­menn sem ekki hyggj­ast fylgja störfum sínum norður yrðu þving­aðir til þess að segja sjálfir upp störf­um, enda gætu þeir átt á hættu að glata þeim rétt­ind­um, sem þeir ella hefðu, ef slit á ráðn­ing­ar­sam­bandi væri á ábyrgð vinnu­veit­anda. Vinnu­brögð af þessu tagi ættu ekki að tíðkast í sið­uðu sam­fé­lagi.

Und­an­farna daga hefur ráð­herra ítrekað látið í veðri vaka í við­tölum við fjöl­miðla að unnið sé að verk­efn­inu í sam­ráði við starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar.  Starfs­fólk Fiski­stofu vísar þessu alfarið á bug.  Skal áréttað að full­trúum starfs­manna var ekki boðið að taka þátt í gerð til­lagna sem starfs­menn ráðu­neyt­is­ins ásamt fiski­stofu­stjóra unnu að og lagðar voru fyrir ráð­herra í ágúst­lok. Var ráð­herra þá gerð skýr grein fyrir því að starf­menn ættu enga aðild að til­lög­un­um.  Virð­ist hann því tala gegn betri vit­und.

Í sumar kom fram að ráð­herra mæti það svo að flutn­ingur Fiski­stofu gæti kostað 100-200 millj­ónir króna.  Nú liggur hins vegar fyrir gróf áætlun fiski­stofu­stjóra þar sem gert er ráð fyrir því að kostn­aður við flutn­ing­inn geti verið 200-300 millj­ónir króna, eða tvö­falt hærri en áður hafði verið nefnt og eru sjálf­sagt ekki öll kurl til grafar komin í þeim efn­um.  Vilja starfs­menn vekja athygli á þessu og hvetja ráða­menn til að huga vand­lega að því hvernig fjár­munum almenn­ings er var­ið.  Vekur athygli að ekki virð­ist vera gert ráð fyrir þessum kostn­aði í þeim drögum að fjár­lögum sem fyrir liggja.

Starfs­fólk Fiski­stofu harmar dap­ur­lega til­burði stjórn­mála­manna sem reynt hafa að not­færa sér flutn­ing Fiski­stofu til þess að etja saman lands­byggð­inni ann­ars vegar og höf­uð­borg­ar­svæð­inu hins veg­ar. Engu skiptir hver á í hlut þegar með vald­boði er reynt að flytja fólk nauð­ugt vilj­ugt lands­horn­anna á milli. Mál­flutn­ingur á þessum nótum er óboð­legur og engum til fram­drátt­ar.

 Ráðu­neytið hefur upp­lýst starfs­fólk Fiski­stofu um að í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sé unnið að frum­varpi þar sem gert er ráð fyrir laga­breyt­ingum sem munu auð­velda vald­höfum að taka ákvarð­anir um stað­setn­ingu starfa og stofn­ana að eigin geð­þótta án þess að afla þurfi sér­stakrar laga­heim­ildar hverju sinn­i.  Lýtur þetta að starfs­ör­yggi og rétt­indum allra opin­berra starfs­manna ekki síst í ljósi þeirra ummæla for­sæt­is­ráð­herra frá því í sumar þar sem fram kom að fyrir dyrum stæði flutn­ingur fleiri opin­berra stofn­ana. Starfs­fólk Fiski­stofu skorar á Alþing­is­menn að standa vörð um lög­gjaf­ar­vald­ið. Það stuðli að lýð­ræð­is­legum vinnu­brögðum stjórn­valda og standi gegn því að slíkar hug­myndir séu færðar í lög. Starfs­fólk ann­arra opin­berra stofn­ana er jafn­framt  hvatt til þess að vera á varð­bergi og fylgj­ast grannt með þess­ari fram­vind­u.“

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None