„Vinnubrögð sem ættu ekki að tíðkast í siðuðu samfélagi“

Sigur.ur_.Ingi_.4.jpg
Auglýsing

Starfs­fólk Fiski­stofu mót­mælir harð­lega ákvörðun Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um flutn­ing höf­uð­stöðva stofn­un­ar­innar til Akur­eyrar og þeim lög­lausu fyr­ir­ætl­unum sem kynntar voru í bréfi ráð­herra til starfs­manna dag­settu þann 10. sept­em­ber s.l. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá starfs­fólki Fiski­stofu. Í bréf­inu sem ráð­herra sendi starfs­fólki var meðal ann­ars talað um til­boð til starfs­manna um að þeir get­i ­fengið styrk úr rík­is­sjóði upp á þrjár millj­ónir króna til þess að flytj­ast með stofn­unni til Akur­eyr­ar.

Til­kynn­ingin er harð­orð og er flutn­ing­ur­inn sagður ólög­legur og engin fag­leg sjón­ar­mið búi að baki. Þá hafi eng­inn starfs­maður Fiski­stofu lýst yfir vilja til þess að flytja með stofn­un­inni til Akur­eyr­ar, að for­stjór­anum frá­töld­um. Mál­flutn­ingur stjórn­mála­manna, þar sem lands­byggð og höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé att sam­an, sé óboð­legur og óþol­andi þegar um póli­tíska hreppa­flutn­inga sé að ræða, þar sem flytja á sér­fræði­menntað fólk, nauð­ugt vilj­ugt, milli lands­hluta án mál­efna­legra skýr­inga.

Til­kynnning­una í heild má lesa hér að neð­an.

Auglýsing

Starfs­fólk Fiski­stofu mót­mælir harð­lega ákvörðun sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um

flutn­ing höf­uð­stöðva stofn­un­ar­innar til Akur­eyrar og þeim lög­lausu fyr­ir­ætl­unum sem kynntar voru í bréfi ráð­herra til starfs­manna dag­settu þann 10. sept­em­ber s.l.

Ljóst er að ákvörð­unin styðst ekki við laga­heim­ild og er til þess  fallin að skaða starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, enda hafa engir starfs­menn, utan fiski­stofu­stjóra, lýst áhuga á að flytj­ast með henni norð­ur.  Hvetur starfs­fólk Fiski­stofu ráð­herra til þess að falla þegar í stað frá hug­myndum um flutn­ing stofn­un­ar­inn­ar, sem virð­ist afar mis­ráð­inn og und­ir­bún­ingi áfátt.

 Mót­mælt er áformum þar sem starfs­menn sem ekki hyggj­ast fylgja störfum sínum norður yrðu þving­aðir til þess að segja sjálfir upp störf­um, enda gætu þeir átt á hættu að glata þeim rétt­ind­um, sem þeir ella hefðu, ef slit á ráðn­ing­ar­sam­bandi væri á ábyrgð vinnu­veit­anda. Vinnu­brögð af þessu tagi ættu ekki að tíðkast í sið­uðu sam­fé­lagi.

Und­an­farna daga hefur ráð­herra ítrekað látið í veðri vaka í við­tölum við fjöl­miðla að unnið sé að verk­efn­inu í sam­ráði við starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar.  Starfs­fólk Fiski­stofu vísar þessu alfarið á bug.  Skal áréttað að full­trúum starfs­manna var ekki boðið að taka þátt í gerð til­lagna sem starfs­menn ráðu­neyt­is­ins ásamt fiski­stofu­stjóra unnu að og lagðar voru fyrir ráð­herra í ágúst­lok. Var ráð­herra þá gerð skýr grein fyrir því að starf­menn ættu enga aðild að til­lög­un­um.  Virð­ist hann því tala gegn betri vit­und.

Í sumar kom fram að ráð­herra mæti það svo að flutn­ingur Fiski­stofu gæti kostað 100-200 millj­ónir króna.  Nú liggur hins vegar fyrir gróf áætlun fiski­stofu­stjóra þar sem gert er ráð fyrir því að kostn­aður við flutn­ing­inn geti verið 200-300 millj­ónir króna, eða tvö­falt hærri en áður hafði verið nefnt og eru sjálf­sagt ekki öll kurl til grafar komin í þeim efn­um.  Vilja starfs­menn vekja athygli á þessu og hvetja ráða­menn til að huga vand­lega að því hvernig fjár­munum almenn­ings er var­ið.  Vekur athygli að ekki virð­ist vera gert ráð fyrir þessum kostn­aði í þeim drögum að fjár­lögum sem fyrir liggja.

Starfs­fólk Fiski­stofu harmar dap­ur­lega til­burði stjórn­mála­manna sem reynt hafa að not­færa sér flutn­ing Fiski­stofu til þess að etja saman lands­byggð­inni ann­ars vegar og höf­uð­borg­ar­svæð­inu hins veg­ar. Engu skiptir hver á í hlut þegar með vald­boði er reynt að flytja fólk nauð­ugt vilj­ugt lands­horn­anna á milli. Mál­flutn­ingur á þessum nótum er óboð­legur og engum til fram­drátt­ar.

 Ráðu­neytið hefur upp­lýst starfs­fólk Fiski­stofu um að í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sé unnið að frum­varpi þar sem gert er ráð fyrir laga­breyt­ingum sem munu auð­velda vald­höfum að taka ákvarð­anir um stað­setn­ingu starfa og stofn­ana að eigin geð­þótta án þess að afla þurfi sér­stakrar laga­heim­ildar hverju sinn­i.  Lýtur þetta að starfs­ör­yggi og rétt­indum allra opin­berra starfs­manna ekki síst í ljósi þeirra ummæla for­sæt­is­ráð­herra frá því í sumar þar sem fram kom að fyrir dyrum stæði flutn­ingur fleiri opin­berra stofn­ana. Starfs­fólk Fiski­stofu skorar á Alþing­is­menn að standa vörð um lög­gjaf­ar­vald­ið. Það stuðli að lýð­ræð­is­legum vinnu­brögðum stjórn­valda og standi gegn því að slíkar hug­myndir séu færðar í lög. Starfs­fólk ann­arra opin­berra stofn­ana er jafn­framt  hvatt til þess að vera á varð­bergi og fylgj­ast grannt með þess­ari fram­vind­u.“

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None