Sýknudómi ÍSÍ vegna meints maraþonsvindls áfrýjað

marathon.jpg
Auglýsing

Hlaupar­inn Pétur Sturla Bjarna­son hefur áfrýjað dóms­nið­ur­stöðu dóm­stóls ÍSÍ, þar sem nýkrýndur Íslands­meist­ari karla í mara­þoni, Arnar Pét­urs­son, var sýkn­aður af ásök­unum um svindl í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu, til áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ.

Í bréfi sem Pétur Sturla sendi áfrýj­un­ar­dóm­stóli ÍSÍ í dag, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, bendir hann á að yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons hafi við­ur­kennt í úrskurði sínum að reglur hlaups­ins hafi verið brotnar þegar tveir hjól­reiða­menn ­fylgd­u ­Arn­ari þrjá fjórðu hluta hlaupa­leið­ar­inn­ar. Í 10. grein reglna Reykja­vík­ur­mara­þons seg­ir: "Hlaupa­brautin er ein­göngu ætluð kepp­end­um. Ekki er heim­ilt að fylgja hlaup­urum gang­andi, hlaup­andi, á hjóli eða öðrum far­ar­tækjum (und­an­þága fyrir fylgd­ar­menn fatl­aðra). Það er á ábyrgð þátt­tak­enda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Í 18. grein regln­anna segir enn­frem­ur: "Brot á ofan­greindum reglum ógilda þátt­töku­rétt í hlaup­in­u."

Eins og Kjarn­inn hefur fjallað um, vís­aði yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons kæru Pét­urs Sturla frá, þar sem ekki þótti sannað að hjól­reiða­menn­irnir hefðu aðstoðað Arnar í hlaup­inu, og sigur hans í mara­þon­inu hafi verið það afger­andi að fylgd hjól­reiða­mann­anna hafi ekki haft áhrif á úrslit Reykja­vík­ur­mara­þons­ins. Þá segir í nið­ur­stöðu yfir­dóm­nefnd­ar­inn­ar: "Ósannað er einnig að þeir (hjól­reiða­menn­irn­ir) hafi hvatt hann (Arn­ar) áfram, og að hann hafi svindlað eins og full­yrt er í kærunni. Þá hefur hvergi komið fram að hann hafi þegið drykki úr hendi aðstoð­ar- eða fylgd­ar­manna." Þetta orða­lag er athygl­is­vert fyrir þær sakir að hvergi í kæru máls­ins er minnst á að fylgd­ar­menn Arn­ars hafi veitt honum drykki í hlaup­inu.

Auglýsing

Faðir Arn­ars Pét­urs­sonar er Pétur Hrafn Sig­urðs­son sölu­stjóri hjá Íslenskum get­raun­um. Hann hefur um ára­bil starf­aði innan íslensku íþrótta­hreyf­ing­ar­innar og skrif­aði grein­ar­gerð fyrir hönd sonar síns sem send var yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins. Þar við­ur­kennir Pétur Hrafn að hann og sonur hans hafi fylgt Arn­ari eftir hluta hlaups­ins sér til skemmt­un­ar.

Í áfrýj­un­ar­bréf­inu er jafn­framt vakin athygli á ósam­ræmi í úrskurði yfir­dóm­nefndar Reykja­vík­ur­mara­þons hins veg­ar, og dóms­orði dóm­stóls ÍSÍ ann­ars veg­ar. Í nið­ur­stöðu dóm­stóls ÍSÍ seg­ir: "Sam­kvæmt þeim gögnum sem lögð hafa verið bæði fyrir yfir­dóms­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons og þennan dóm­stól verður ekki séð að sönnur hafi verið færðar á brot Arn­ars Pét­urs­sonar á 10. grein reglna sem gilda fyrir þátt­tak­endur í Reykja­vík­ur­mara­þoni Íslands­banka sem geri það að verkum að ógilda beri þátt­töku­rétt hans í fram­an­greindu Reykja­vík­ur­mara­þoni. Með vísan til rök­stuðn­ings yfir­dóm­nefndar í nið­ur­stöðu sinni ber því að stað­festa hana. Af þeim sökum er ekki fall­ist á dóm­kröfu kær­anda í mál­in­u."

Í grein­ar­gerð sem Íþrótta­banda­lag Reykja­víkur (ÍBR) sendi dóm­stóli ÍSÍ fyrir hönd Reykja­vík­ur­mara­þons og yfir­dóm­nefndar hlaups­ins, segir að fram­kvæmd mara­þons­ins heyri undir reglur Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins (IAAF) um fram­kvæmd götu­hlaupa, og ÍBR líti svo á að þær reglur séu æðri reglum Reykja­vík­ur­mara­þons­ins. Í íslenskri þýð­ing­u Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands á reglum IAAF um almennar keppn­is­reglur er enska orðið "pacing" þýtt sem að "leiða." Reyndir hlauparar sem Kjarn­inn bar þýð­ing­una und­ir, eru sam­mála um að rétt þýð­ing orðs­ins "pacing" sé "hraða­stjórn­un."

Í nið­ur­lagi áfrýj­un­ar­bréfs Pét­urs Sturlu til áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ seg­ir: "Í þeim athuga­semdum sem frá mér fylgdu til Dóm­stóls ÍSÍ og ég geri hér með að athuga­semdum mínum til Áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ þótti mér óþarft að taka það fram að það ómerkir auð­vitað alla dóms­með­ferð ef í dóm­nefnd eða/og dóm­stóli eru ein­stak­lingar sem eru sam­starfs­menn, þiggj­end­ur, veit­end­ur, skyld­menni, vensla­fólk eða vinir og kunn­ingjar þeirra feðga sem eru aðilar að mál­in­u."

 

 

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None