Sýknudómi ÍSÍ vegna meints maraþonsvindls áfrýjað

marathon.jpg
Auglýsing

Hlaupar­inn Pétur Sturla Bjarna­son hefur áfrýjað dóms­nið­ur­stöðu dóm­stóls ÍSÍ, þar sem nýkrýndur Íslands­meist­ari karla í mara­þoni, Arnar Pét­urs­son, var sýkn­aður af ásök­unum um svindl í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu, til áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ.

Í bréfi sem Pétur Sturla sendi áfrýj­un­ar­dóm­stóli ÍSÍ í dag, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, bendir hann á að yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons hafi við­ur­kennt í úrskurði sínum að reglur hlaups­ins hafi verið brotnar þegar tveir hjól­reiða­menn ­fylgd­u ­Arn­ari þrjá fjórðu hluta hlaupa­leið­ar­inn­ar. Í 10. grein reglna Reykja­vík­ur­mara­þons seg­ir: "Hlaupa­brautin er ein­göngu ætluð kepp­end­um. Ekki er heim­ilt að fylgja hlaup­urum gang­andi, hlaup­andi, á hjóli eða öðrum far­ar­tækjum (und­an­þága fyrir fylgd­ar­menn fatl­aðra). Það er á ábyrgð þátt­tak­enda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Í 18. grein regln­anna segir enn­frem­ur: "Brot á ofan­greindum reglum ógilda þátt­töku­rétt í hlaup­in­u."

Eins og Kjarn­inn hefur fjallað um, vís­aði yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons kæru Pét­urs Sturla frá, þar sem ekki þótti sannað að hjól­reiða­menn­irnir hefðu aðstoðað Arnar í hlaup­inu, og sigur hans í mara­þon­inu hafi verið það afger­andi að fylgd hjól­reiða­mann­anna hafi ekki haft áhrif á úrslit Reykja­vík­ur­mara­þons­ins. Þá segir í nið­ur­stöðu yfir­dóm­nefnd­ar­inn­ar: "Ósannað er einnig að þeir (hjól­reiða­menn­irn­ir) hafi hvatt hann (Arn­ar) áfram, og að hann hafi svindlað eins og full­yrt er í kærunni. Þá hefur hvergi komið fram að hann hafi þegið drykki úr hendi aðstoð­ar- eða fylgd­ar­manna." Þetta orða­lag er athygl­is­vert fyrir þær sakir að hvergi í kæru máls­ins er minnst á að fylgd­ar­menn Arn­ars hafi veitt honum drykki í hlaup­inu.

Auglýsing

Faðir Arn­ars Pét­urs­sonar er Pétur Hrafn Sig­urðs­son sölu­stjóri hjá Íslenskum get­raun­um. Hann hefur um ára­bil starf­aði innan íslensku íþrótta­hreyf­ing­ar­innar og skrif­aði grein­ar­gerð fyrir hönd sonar síns sem send var yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins. Þar við­ur­kennir Pétur Hrafn að hann og sonur hans hafi fylgt Arn­ari eftir hluta hlaups­ins sér til skemmt­un­ar.

Í áfrýj­un­ar­bréf­inu er jafn­framt vakin athygli á ósam­ræmi í úrskurði yfir­dóm­nefndar Reykja­vík­ur­mara­þons hins veg­ar, og dóms­orði dóm­stóls ÍSÍ ann­ars veg­ar. Í nið­ur­stöðu dóm­stóls ÍSÍ seg­ir: "Sam­kvæmt þeim gögnum sem lögð hafa verið bæði fyrir yfir­dóms­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons og þennan dóm­stól verður ekki séð að sönnur hafi verið færðar á brot Arn­ars Pét­urs­sonar á 10. grein reglna sem gilda fyrir þátt­tak­endur í Reykja­vík­ur­mara­þoni Íslands­banka sem geri það að verkum að ógilda beri þátt­töku­rétt hans í fram­an­greindu Reykja­vík­ur­mara­þoni. Með vísan til rök­stuðn­ings yfir­dóm­nefndar í nið­ur­stöðu sinni ber því að stað­festa hana. Af þeim sökum er ekki fall­ist á dóm­kröfu kær­anda í mál­in­u."

Í grein­ar­gerð sem Íþrótta­banda­lag Reykja­víkur (ÍBR) sendi dóm­stóli ÍSÍ fyrir hönd Reykja­vík­ur­mara­þons og yfir­dóm­nefndar hlaups­ins, segir að fram­kvæmd mara­þons­ins heyri undir reglur Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins (IAAF) um fram­kvæmd götu­hlaupa, og ÍBR líti svo á að þær reglur séu æðri reglum Reykja­vík­ur­mara­þons­ins. Í íslenskri þýð­ing­u Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands á reglum IAAF um almennar keppn­is­reglur er enska orðið "pacing" þýtt sem að "leiða." Reyndir hlauparar sem Kjarn­inn bar þýð­ing­una und­ir, eru sam­mála um að rétt þýð­ing orðs­ins "pacing" sé "hraða­stjórn­un."

Í nið­ur­lagi áfrýj­un­ar­bréfs Pét­urs Sturlu til áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ seg­ir: "Í þeim athuga­semdum sem frá mér fylgdu til Dóm­stóls ÍSÍ og ég geri hér með að athuga­semdum mínum til Áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ þótti mér óþarft að taka það fram að það ómerkir auð­vitað alla dóms­með­ferð ef í dóm­nefnd eða/og dóm­stóli eru ein­stak­lingar sem eru sam­starfs­menn, þiggj­end­ur, veit­end­ur, skyld­menni, vensla­fólk eða vinir og kunn­ingjar þeirra feðga sem eru aðilar að mál­in­u."

 

 

 

 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None