Jón Steinar vill frekari framlög til sérstaks saksóknara

jon-steinar.png
Auglýsing

Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrrum hæsta­rétt­ar­dóm­ari og starf­andi lög­mað­ur, skrifar grein í Morg­un­blaðið í dag þar sem hann hvetur ráða­menn í rík­is­stjórn og á Alþingi til að sjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara fyrir fjár­fram­lögum til þess að hann geti klárað þau verk sem honum voru ætl­uð.

Í grein Jóns Stein­ars seg­ir: „Við erum svo nú að fá af því fréttir að tekið hafi fimm til sex ár að fella niður mál manna sem haft hafa svo­nefnda „rétt­ar­stöðu sak­born­ings" allan þennan tíma. Það er ekk­ert minna en skelfi­legt að svo skuli hafa tek­ist til í mörgum til­vik­um, því slík staða er lík­leg til að hafa stór­skaðað lífs­hlaup þess­ara manna allan tím­ann og er þeim áhrifum áreið­an­lega ekki lokið hjá mörgum þeirra.

Fjárlög til embættisins hafa verið skorin mjög niður undanfarin ár. Fjár­lög til emb­ætt­is­ins hafa verið skorin mjög niður und­an­farin ár.

Auglýsing

Svo er ein­hverjum málum ólok­ið. Jafn­vel hefur heyrst að ekki sé ennþá búið að höfða þau mál sem emb­ættið telur að höfða beri. Veru­lega mun hafa skort á að feng­ist hafi nauð­syn­leg fjár­fram­lög til þess meðal ann­ars að sinna tækni­legum rann­sókn­ar­at­riðum svo sem þeim sem snerta bók­hald og reikn­ings­skil banka og ann­arra stór­fyr­ir­tækja. Þá ber­ast fréttir af því að draga eigi úr fjár­fram­lögum til þessa emb­ættis og gera því þar með enn erf­ið­ara fyrir um að ljúka þessum störf­um. Þetta gengur ekki. Sjá verður emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara fyrir fjár­fram­lögum til þess að hann geti gengið í að klára þau verk sem honum voru ætluð og enn er ólok­ið.Svo ráða­menn í rík­is­stjórn og á Alþingi eru hvattir til að láta hér til sín taka svo ljúka megi starf­semi hins sér­staka sak­sókn­ara sem allra fyrst."

Mörg mál fullrann­sökuð og bíða ákvörðun um ákæruKjarn­inn fjall­aði um stöðu mála hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara í síð­ustu viku. Í þeirri umfjöllun kom fram að alls eru fjórtán svokölluð hrun­mál full rann­sökuð hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara og bíða þess að ákvörðun verði tekin um hvort sak­sótt verði í þeim eða ekki. Til við­bótar eru 24 slík mál í rann­sókn, og mörg þeirra mjög langt kom­ið. Búist er við ákvörðun um hvort ákært verði í flestum mál­anna á þessu ári.

Fjár­fram­lög til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara voru hins vegar skorin umtals­vert niður í fjár­lögum árs­ins 2015. Emb­ættið fær 291,4 millj­ónir króna á þessu ári en það fékk 561 milljón króna í fyrra.

Ólafur Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, sagði við Kjarn­ann að skert fjár­fram­lög muni mögu­lega gera það að verkum að hætt veri við rann­sókn mála án þess að þau verði full rann­sök­uð. Auk þess mun rann­sókn mála sem þegar eru í rann­sókn mögu­lega drag­ast. „Á fjórtán mán­aða tíma­bili hefur fækkað um meira en helm­ing starfs­manna og að sama skapi hefur sér­fræð­ingum sem vinna við emb­ættið í verk­töku verið fækkað líka. Þetta mikil skerð­ing mun hafa áhrif þótt enn sé nokkuð snemmt að segja til hvers hún leiðir á end­an­um. Ljóst er þó að ekki hefur reynst unnt að manna allar þær rann­sóknir sem emb­ættið hefur með höndum eins og sakir standa nú.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None