Vantrú á yfirvöld getur leitt til þess að lýðskrumarar komast til valda með því að lofa útdeilingu gæða. Þar sem fólk treystir engum vill það bara fá eins mikið og það getur í eigin vasa með sem einföldustum hætti. Slíkt grefur til lengri tíma undan velmegun í samfélaginu. Þetta segir hagfræðingurinn Jón Steinsson í stöðuuppfærslu á Facebook í dag þar sem hann tengir við frétt um viðtal Fréttablaðsins við hollenska mannfræðinginn Lilju Von Himbergen sem vann rannsókn hér á landi á íslensku samfélagi eftir kreppu. Niðurstaða Von Himbergen er sú að efnahagshrunið hér á landi breytti jafnvægi samfélagsins og uppbyggingu þess. Vantraust í garð yfirvalda er ríkjandi og sömuleiðis vantrú á lýðræðið.
Jón segir að Argentína hafi verið ágætis víti til varnaðar hvað þetta varðar. "En svona vantrú gæti líka leitt til þess að ábyrgt fólk sem er utan við hefðbundnar valdablokkir landsins komist til valda og geri bragarbót á hefðbundinni sérhagsmunagæslu gömlu flokkanna. Besti flokkurinn gerði til dæmis ágæta hluti í Reykjavík á síðasta kjörtímabili. Það skiptir miklu máli í hvora áttina kjósendur fara á næstu árum á Íslandi."
Þetta getur verið tækifæri en þetta getur líka haft sæmar afleiðingar. Sums staðar leiðir svona vantrú á yfirvöld til þ...Posted by Jon Steinsson on Wednesday, July 29, 2015
Auglýsing