Kafbátabíllinn sem James Bond keyrði í kvikmyndinni The Spy who Loved Me frá 1977, Lotus Espirit S1 sportbíll, er til sölu áEbay. Hann kostar sitt, eina milljón Bandaríkjadala, eða um 120 milljónir króna.
Það eru ákveðnir gallar við bílinn eins og hann er í dag. Það er ekki hægt að keyra hann, og alls ekki sigla honum í vatni, hvorki á yfirborði né undir því. En þetta er merkilegur safngripur, segir í frétt The Verge um málið.
Það sem þykir helst merkilegt við þennan bíl er að Elon Musk, stofnandi og stærsti eigandi Tesla Motors, keypti einn svona bíl nýverið og hefur uppi áform um að framleiða bíl sem býr yfir þessum eiginleikum. Getur bæði keyrt og siglt í kafi. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þetta gangi upp hjá Musk. Flest annað virðist gera það.
https://www.youtube.com/watch?v=yeBqf6bYZak