Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022

Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.

Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Auglýsing

Fasteignaþróunarfélagið Kaldalón, sem skráð var á First North markaðinn haustið 2019, ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands á næsta ári, 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var í kauphöllinni í morgun. 

Þar segir að Kaldalón hafi undirritað viljayfirlýsingu við Arion banka um bankinn, sölutryggi allt að fimm milljarða króna í nýju hlutafé í tengslum við fyrirhugaða skráningu, gangi ákveðnar forsendur eftir. Auk þess hafi verið gerður ráðgjafasamningur við Arion banka sem felur í sér aðstoð hans við fjármögnun félagsins í tengslum við frekari kaup Kaldalóns á tekjuberandi fasteignum. „Hvort tveggja, framangreind viðskipti og undirritun ráðgjafasamnings við Arion eru liður í þeirri stefnu Kaldalóns að auka vægi tekjuberandi eigna í starfsemi félagsins, en viðhalda á sama tíma sterkum þróunararmi. Áhersla verður lögð á stærri eignir með trausta tekjumöguleika til langs tíma, auk eigna sem tækifæri eru til að þróa og nýta þannig sérþekkingu Kaldalóns á þróunar- og uppbyggingarverkefnum. Telur stjórn félagsins að nú sé lag að nýta sér markaðstæður til kaupa á tekjuberandi eignum.“

Kaupa af og selja til sömu aðila

Til að undirstrika þessa stefnubreytingu var greint frá því í tilkynningunni í morgun að Kaldalón hefði selt fasteignaverkefni dótturfélags síns í Vogabyggð til Reir ehf. fyrir 2.760 milljónir króna þegar búið var að draga skuldir frá. Reir ehf. er eignarhalds -og fjárfestingafélag sem var stofnað af, og er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar, eiginkonu hans Rannveigar Eir Einarsdóttur og hollensks viðskiptafélaga þeirra, Bernhard Jakob Strickler.

Auglýsing
Samhliða sölunni á framangreindum eignum í Vogabyggð kaupir dótturfélag Kaldalóns félagið Lantan ehf. sem á fasteignirnar að Laugavegi 32-36 sem m.a. hýsa starfsemi Sand Hótels, og félagið VMT ehf. sem á fasteignir að Vegamótastíg 7 sem hýsir starfsemi Room with a View Hotel, ásamt gildandi leigusamningum.

Heildarverð hinna keyptu félaga Lantan ehf. og VMT ehf. er kr. 5.320 milljónir. Yfirteknar skuldir nema kr. 3.273 milljónum. Viðskiptin eru háð endanlegri kaupsamningsgerð, samþykki stjórna kaupanda og seljenda og samþykki lánveitenda. Stefnt er að því að kaupin komi til framkvæmda eigi síðar en 30. júní 2021.

Eigandi VMT er áðurnefnt Reir ehf. og eigandi Lantan ehf. eru Reir ehf. og Aztiq Fjárfestingar ehf., sem eiga það félag til helminga. Aztiq Fjárfestingar er skráð í eigu Aztiq Investment Advisory AB í Svíþjóð. Félagið tengist stjórnendum Alvogen og Alvotech, meðal annars Róberti Wessman og Árna Harðarsyni. 

Reir og Aztiq eiga einnig saman fjárfestingafélagið Frostaskjól ehf., sem er á meðal stærstu einkafjárfesta í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Sýn. 

Félag Ingibjargar og Jóns Ásgeirs stærsti eigandinn

Stærsti eigandi Kaldalóns er Strengur Holding, félag sem stofnað var í fyrra og er að öllu leyti í eigu 365 ehf., eignarhaldsfélagi í eigu Ingibjargar Pálmadóttur þar sem eiginmaður hennar Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður. Strengur Holding á 28,8 prósent hlut í Kaldalóni. Jón Skaftason, framkvæmdastjóri Strengs Holding, er stjórnarformaður Kaldalóns.

Annað Strengs félag þeirra og viðskiptafélaga þeirra eiga einnig meirihluta hlutafjár í Skeljungi. 

Kaldalón hagnaðist um 371 milljón króna í fyrra og hafði áætlanir um að hagnast um allt að 940 milljónir króna í dag. Sú afkomuspá hefur hins vegar verið aftengt vegna nýjustu vendinga og ný verður gefin út gangi þær allar eftir. 

Heildareignir Kaldalóns í lok síðasta árs voru rúmir sex milljarðar króna og því ljóst að það er verið að stækka félagið verulega með þeim viðskiptum sem tilkynnt var um í morgun. 

Bréf í Kaldalóni hafa hækkað um 4,24 prósent í dag eftir að tilkynnt var um skráningaráformin og ofangreind viðskipti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent