Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra

Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Tækifæri til að nýta orku í rafmyntaiðnaði hér á landi eru til staðar á meðan markaður fyrir rafmyntir heldur velli að mati Bjarna Benediktssonar, efnahags- og viðskiptaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í svari Bjarna við fyrirspurn um rafmyntir sem Bryndís Haraldsdóttir, samflokksmaður Bjarna, lagði fram á Alþingi.

Í svari fjármálaráðherra segir að raforkunotkun vegna rafmynta sé orðin gífurlega mikil á heimsvísu. Þar af leiðandi fylgi mikill kostnaður slíkum myntum, sem fyrst og fremst sé fólgin í tölvubúnaði og í orku. Jákvætt sé að orkan sem notuð er af íslenskum gagnaverum sé loftslagsvæn, eins og það er orðað í svarinu.

Framtíð rafmynta sé þó óljós. „Að því sögðu eru ekki mörg jákvæð teikn á lofti varðandi áframhaldandi vöxt ómiðstýrðra rafmynta til lengri tíma þar sem ekki er a.m.k. enn útlit fyrir að slíkar rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun. Engu að síður er markaður fyrir rafmyntir nú þegar nokkuð stór og á meðan að hann heldur velli verða til staðar tækifæri til að nýta ódýra og umhverfisvæna orku hér landi í rafmyntaiðnað,“ segir í svarinu.

Auglýsing

Líklegt að hið opinbera geti nýtt bálkakeðjutækni

Einn liður fyrirspurnarinnar sneri að því hvort bálkakeðjutæknin geti nýst hinu opinbera á vegferð sinni til rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu. Í svarinu segir að tæknin sé ekki komin nógu langt á veg til þess að hægt sé að taka hana í notkun hjá hinu opinbera. Hins vegar sé líklegt að tækifæri myndist til að nýta tæknina hjá hinu opinbera þegar tæknin verður orðin útbreiddari og traust almennings og skilningur á henni hafi aukist. „Stafrænt Ísland, fylgist vel með þróun nýrrar tækni á borð við bálkakeðjutæknina og mun nýta slíka tækni þegar færi gefast í framtíðinni.“

Bryndís spurði meðal annars út í áskoranir varðandi skattframkvæmd og skattaeftirlit þegar kemur að rafmyntum og sýndarfé. Í svarinu kemur fram að álitaefni séu til staðar varðandi skattlagningu tekna sem fólk kann að hafa af viðskiptum með rafmyntir. Þá geta einnig komið upp álitamál í tengslum við viðskipti með rafmyntir með tilliti til virðisaukaskattslaga.

Þá kemur einnig fram í svarinu að þó að sýndarfé sé mikið notað í lögmætum tilgangi sé það oft vel fallið til notkunar í ólöglegum viðskiptum. Þó svo að fá mál og ábendingar hafi borist embætti skattrannsóknarstjóra vegna viðskipta og notkunar sýndarfjár sé engu að síður ástæða til að kanna umfang þess. „Vegna eðlis sýndarfjár og ósýnileikans getur verið erfitt að finna það og rekja. Þörf er á að meta umfangið og finna leiðir til að hvetja aðila til að telja fram eignir og viðskipti með sýndarfé þar sem hvergi er hægt að afla þeirra upplýsinga með beinum hætti.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent