Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit

Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.

Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Auglýsing

Tony Bla­ir, fyrr­ver­andi leið­togi breska Verka­manna­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, segir að flokk­ur­inn sem hann eitt sinn leiddi þurfi á algjörri end­ur­nýjun að halda, ætli hann sér að lifa af. „Hann þarf algjört nið­ur­brot og end­ur­upp­bygg­ingu. Ekk­ert annað mun duga,“ sagði Blair í rit­gerð sem hann setti fram í breska tíma­rit­inu New Statesman í vik­unni og hefur fengið mikið umtal þar í landi.

Þar fór hann yfir stöðu flokks­ins og setti hana í sam­hengi við hnign­andi stöðu afla vinstra megin við miðju ann­ars staðar í Evr­ópu. „Stjórn­mála­flokkar eiga engan guð­dóm­legan til­veru­rétt og umbóta­flokkar á miðj­unni og vinstra megin við miðju standa frammi fyrir jað­ar­setn­ingu, jafn­vel útrým­ingu, í hinum vest­ræna heim­i,“ skrif­aði Bla­ir. Hann varar við því að horft sé á sigur demókratans Joe Biden í Banda­ríkj­unum sem ein­hvern sigur vinstr­is­ins. Biden hafi jú verið að takast á við Don­ald Trump.

Grein Blair er inn­legg inn í umræðu um stöðu mála hjá Verka­manna­flokkn­um, sem tap­aði þing­sæti sínu í Hart­lepool í fyrsta sinn í ára­tugi er gengið var til auka­kosn­inga í upp­hafi mán­að­ar. Við­brögð leið­tog­ans Keir Star­mer voru á þann veg að stokka upp í ábyrgð­ar­stöðum innan flokks­ins og játa að flokk­ur­inn hefði gengið úr takti við og glatað trausti vinn­andi fólks.

Auglýsing

Stjórn­mála­skýrendur hafa sumir bent á það á móti að góður gangur í bólu­setn­ingum og nýlegar til­slak­anir á hömlum dag­legs lífs verið vatn á myllu Íhalds­flokks­ins, sem hreppti þing­sæt­ið. Enn aðrir hafa haldið því fram að fram­bjóð­andi Verka­manna­flokks­ins, Paul Willi­ams, hafi verið sá versti sem mögu­legt var að tefla fram í ljósi þess að hann kom að því að leggja niður bráða­mótt­töku sjúkra­húss­ins í Hart­lepool og var mjög á móti útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu – sem er ekki vin­sæl skoðun í kjör­dæm­inu.

Segir það sjálfs­mark að leyfa þeim rót­tæk­ustu að leiða umræð­una

Blair kemur því á fram­færi í grein­inni í New Statesman að mik­ill vandi steðji að Verka­manna­flokkn­um, sem krist­alli vanda hefð­bund­inna afla á miðj­unni og vinstra megin við hana beggja vegna Atl­ants­hafs.

Vand­inn snú­ist ekki síst um skort á bæði trú­verð­ugum og heill­andi skila­boðum í efna­hags­málum og afstöðu til umdeildra sam­fé­lags­mála sem höfði til fjöld­ans, í stað þess að leyfa þeim sem eru mest „woke“ — og hafa hæst í umræð­unni —að tala fyrir flokk­ana.

Blair segir að rétta leiðin fyrir umbóta­öfl sé að stíga fram með hóf­sam­ari hætti í umræð­unni um sam­fé­lags­mál, ekki úthrópa þá sem eru á önd­verðri skoð­un, heldur „leita sam­ein­ing­ar“ og forð­ast slag­orða­póli­tík, enda hafi það sýnt sig að hægrið vinni þann slag þegar leikar æsast í menn­ing­ar­stríð­inu.

„Og þegar þau verða sökuð um að sýna mál­stöð­unum ekki nægi­legan stuðn­ing — sem er óhjá­kvæmi­legt — að verja sig og koma því skýrt á fram­færi að þau muni ekki láta neyða sig til þess að sveigja af leið,“ ritar Bla­ir.

Þetta, segir hann, mun kosta fá atkvæði hjá „minni­hluta með háværar radd­ir“ en hins vegar binda hina stóru en oft þöglu miðju við flokka vinstra megin við miðju.

Hvað efna­hags­málin varðar segir Bla­ir, sem sjálfur leiddi Verka­manna­flokk­inn mikið til hægri efna­hags­lega á þeim tíu árum sem hann var for­sæt­is­ráð­herra frá 1997-2007, að flokkar á miðj­unni og vinstri ættu að forð­ast hefð­bundin skila­boð um háa skatta og „stórt rík­is­vald“ sem ætli sér mikil fjár­út­lát.

Hann heldur því fram að heim­ur­inn sé að breyt­ast hratt með öllum þeim tækni­breyt­ingum sem séu að eiga sér stað. Nýi heim­ur­inn þurfi ekki „stórt ríki“ sem slíkt, heldur rík­is­vald sem sé virkt og „gott í að leysa vanda­mál“, stuðla að félags­legri aðild og virkja krafta atvinnu­lífs­ins.

Vill hann leiða á ný?

Hverju nákvæm­lega Tony Blair vill ná fram með þessu ákveðnu skrifum sínum um flokk­inn sem hann leiddi í rúman ára­tug liggur ekki alveg ljóst fyr­ir.

Einn dálka­höf­unda New Statesman seg­ir, með vísan í sam­tal við per­sónu­legan vin Bla­irs, að hann sé með þessu að lýsa sig reiðu­bú­inn til þess að snúa aftur í fram­línu stjórn­mál­anna og leiða Verka­manna­flokk­inn á ný. Hvort það sé raun­hæft sé hins vegar annað mál.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent