Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit

Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.

Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Auglýsing

Tony Bla­ir, fyrr­ver­andi leið­togi breska Verka­manna­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, segir að flokk­ur­inn sem hann eitt sinn leiddi þurfi á algjörri end­ur­nýjun að halda, ætli hann sér að lifa af. „Hann þarf algjört nið­ur­brot og end­ur­upp­bygg­ingu. Ekk­ert annað mun duga,“ sagði Blair í rit­gerð sem hann setti fram í breska tíma­rit­inu New Statesman í vik­unni og hefur fengið mikið umtal þar í landi.

Þar fór hann yfir stöðu flokks­ins og setti hana í sam­hengi við hnign­andi stöðu afla vinstra megin við miðju ann­ars staðar í Evr­ópu. „Stjórn­mála­flokkar eiga engan guð­dóm­legan til­veru­rétt og umbóta­flokkar á miðj­unni og vinstra megin við miðju standa frammi fyrir jað­ar­setn­ingu, jafn­vel útrým­ingu, í hinum vest­ræna heim­i,“ skrif­aði Bla­ir. Hann varar við því að horft sé á sigur demókratans Joe Biden í Banda­ríkj­unum sem ein­hvern sigur vinstr­is­ins. Biden hafi jú verið að takast á við Don­ald Trump.

Grein Blair er inn­legg inn í umræðu um stöðu mála hjá Verka­manna­flokkn­um, sem tap­aði þing­sæti sínu í Hart­lepool í fyrsta sinn í ára­tugi er gengið var til auka­kosn­inga í upp­hafi mán­að­ar. Við­brögð leið­tog­ans Keir Star­mer voru á þann veg að stokka upp í ábyrgð­ar­stöðum innan flokks­ins og játa að flokk­ur­inn hefði gengið úr takti við og glatað trausti vinn­andi fólks.

Auglýsing

Stjórn­mála­skýrendur hafa sumir bent á það á móti að góður gangur í bólu­setn­ingum og nýlegar til­slak­anir á hömlum dag­legs lífs verið vatn á myllu Íhalds­flokks­ins, sem hreppti þing­sæt­ið. Enn aðrir hafa haldið því fram að fram­bjóð­andi Verka­manna­flokks­ins, Paul Willi­ams, hafi verið sá versti sem mögu­legt var að tefla fram í ljósi þess að hann kom að því að leggja niður bráða­mótt­töku sjúkra­húss­ins í Hart­lepool og var mjög á móti útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu – sem er ekki vin­sæl skoðun í kjör­dæm­inu.

Segir það sjálfs­mark að leyfa þeim rót­tæk­ustu að leiða umræð­una

Blair kemur því á fram­færi í grein­inni í New Statesman að mik­ill vandi steðji að Verka­manna­flokkn­um, sem krist­alli vanda hefð­bund­inna afla á miðj­unni og vinstra megin við hana beggja vegna Atl­ants­hafs.

Vand­inn snú­ist ekki síst um skort á bæði trú­verð­ugum og heill­andi skila­boðum í efna­hags­málum og afstöðu til umdeildra sam­fé­lags­mála sem höfði til fjöld­ans, í stað þess að leyfa þeim sem eru mest „woke“ — og hafa hæst í umræð­unni —að tala fyrir flokk­ana.

Blair segir að rétta leiðin fyrir umbóta­öfl sé að stíga fram með hóf­sam­ari hætti í umræð­unni um sam­fé­lags­mál, ekki úthrópa þá sem eru á önd­verðri skoð­un, heldur „leita sam­ein­ing­ar“ og forð­ast slag­orða­póli­tík, enda hafi það sýnt sig að hægrið vinni þann slag þegar leikar æsast í menn­ing­ar­stríð­inu.

„Og þegar þau verða sökuð um að sýna mál­stöð­unum ekki nægi­legan stuðn­ing — sem er óhjá­kvæmi­legt — að verja sig og koma því skýrt á fram­færi að þau muni ekki láta neyða sig til þess að sveigja af leið,“ ritar Bla­ir.

Þetta, segir hann, mun kosta fá atkvæði hjá „minni­hluta með háværar radd­ir“ en hins vegar binda hina stóru en oft þöglu miðju við flokka vinstra megin við miðju.

Hvað efna­hags­málin varðar segir Bla­ir, sem sjálfur leiddi Verka­manna­flokk­inn mikið til hægri efna­hags­lega á þeim tíu árum sem hann var for­sæt­is­ráð­herra frá 1997-2007, að flokkar á miðj­unni og vinstri ættu að forð­ast hefð­bundin skila­boð um háa skatta og „stórt rík­is­vald“ sem ætli sér mikil fjár­út­lát.

Hann heldur því fram að heim­ur­inn sé að breyt­ast hratt með öllum þeim tækni­breyt­ingum sem séu að eiga sér stað. Nýi heim­ur­inn þurfi ekki „stórt ríki“ sem slíkt, heldur rík­is­vald sem sé virkt og „gott í að leysa vanda­mál“, stuðla að félags­legri aðild og virkja krafta atvinnu­lífs­ins.

Vill hann leiða á ný?

Hverju nákvæm­lega Tony Blair vill ná fram með þessu ákveðnu skrifum sínum um flokk­inn sem hann leiddi í rúman ára­tug liggur ekki alveg ljóst fyr­ir.

Einn dálka­höf­unda New Statesman seg­ir, með vísan í sam­tal við per­sónu­legan vin Bla­irs, að hann sé með þessu að lýsa sig reiðu­bú­inn til þess að snúa aftur í fram­línu stjórn­mál­anna og leiða Verka­manna­flokk­inn á ný. Hvort það sé raun­hæft sé hins vegar annað mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent