Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum

Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli.
Auglýsing

Ísland er í góðri aðstöðu til að verða mið­stöð fyrir flug á norð­ur­slóðum að mati starfs­hóps um efna­hag­s­tæki­færi á norð­ur­slóð­um. Í nýrri skýrslu starfs­hóps­ins sem ber heitið Norð­ur­ljós og kom út í gær er lagt til að stjórn­völd stuðli að því að Ísland verði sam­göngu- og þjón­ustu­mið­stöð fyrir norð­ur­slóð­ir. Þar er sagt að landið sé vel stað­sett til þess, hér séu góðir inn­við­ir, hafnir séu íslausar allt árið, hér séu góðar flug- og skipa­sam­göngur auk þess sem sam­göngu­kerfið inn­an­lands sé gott.

Vegna stað­setn­ingar lands­ins er það vel í stakk búið til að verða að mið­stöð flug­sam­gangna að mati skýrslu­höf­unda. „Ís­land hefur þegar sannað að stað­setn­ing þess hentar vel til að vera mið­stöð í flug­sam­göngum milli Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku. Leiða­kerfi Icelanda­ir, þar sem áfanga­staðir á meg­in­landi Evr­ópu og áfanga­staðir í N-Am­er­íku eru tengdir með við­komu á Íslandi, hefur gefið góða raun við að tryggja góðar flug­sam­göngur til og frá Ísland­i.“

Lögð er áhersla á það í skýrsl­unni að flug­sam­göngur frá Íslandi til ann­arra áfanga­staða á norð­ur­slóðum og nær­svæðum verði styrkt. Sér­stak­lega er vikið að flugi til Rúss­lands og Kína og það talið mik­il­vægt að koma á flugi til land­anna eftir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, enda hafi kín­verskir ferða­menn mik­inn áhuga á að heim­sækja norð­ur­slóð­ir. Þá muni flug yfir norð­ur­pól­inn sem er fram­tíð­ar­mögu­leiki stytta flug­leið­ina til Norð­ur­-Asíu, sem og til vest­ur­strandar Banda­ríkj­anna.

Auglýsing

Vilja upp­bygg­ingu á flug­völlum og fleiri þyrlu­palla

Í skýrsl­unni er það sagt mik­il­vægt að áfram verði unnið að upp­bygg­ingu og stækkun Kefla­vík­ur­flug­vallar og að inn­viðir á nær­svæði flug­vall­ar­ins verði styrktir og efldir. Að mati skýrslu­höf­unda geti „öfl­ugur flug­völlur með góðar teng­ingar við hafnir og meg­in­æðar vega­kerf­is­ins“ styrkt inn­lenda atvinnu­starf­semi og laðað hingað erlenda fjár­fest­ingu og starf­semi. Í því sam­bandi minn­ast skýrslu­höf­undar á sam­starfs­verk­efni ISA­VIA og Kadeco, Þró­un­ar­fé­lags Kefla­vík­ur­flug­vallar um hina svoköll­uðu flug­borg en hönn­un­ar­sam­keppni um þró­un­ar­svæðið umhverfis Kefla­vík­ur­flug­völl hófst nýverið.

Þá er það einnig sagt brýnt að flug­völl­ur­inn á Akur­eyri sé efldur þar sem þar fari fram mik­il­væg starf­semi sem teng­ist norð­ur­slóða­starfi auk þess sem flug­völl­ur­inn sé veiga­mik­ill vara­flug­völlur fyrir Kefla­vík­ur­flug­völl, sem og fyrir sjúkra­flug og þjón­ustu við græn­land. Skýrslu­höf­undar segja það einnig fyr­ir­sjá­an­legt að aukin þörf verði fyrir þyrlu­palla víða um land­ið.

Þriðj­ungur flug­far­þega til Græn­lands flaug í gegnum Ísland fyrir COVID

Aug­unum er einnig beint að betri teng­ingu Íslands við Græn­land í skýrsl­unni. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr skýrslu Græn­lands­nefnd­ar­innar sem kom út í jan­úar á þessu ári fór um það bil þriðj­ungur allra flug­far­þega til Græn­lands í gegnum Ísland áður en heims­far­aldur COVID-19 skall á. Nú standi yfir upp­bygg­ing nýrra flug­valla í Nuuk, Ilu­issat og Qaqor­toq og til­koma þess­ara flug­valla mun, að mati skýrslu­höf­unda, skapa mikil tæki­færi fyrir Græn­lend­inga til að tengj­ast betur áfanga­stöðum í Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku.

Í skýrsl­unni segir að hag­kvæmara sé að skipu­leggja flutn­inga til og frá Græn­landi gegnum Ísland en Dan­mörku, vegna nálægðar land­anna tveggja. Nú fari um tíu pró­sent af flug­frakt til Græn­lands í gegnum Ísland og um 90 pró­sent í gegnum Dan­mörku. „Aug­ljós tæki­færi eru til að gera mun betur hvað þetta varðar og efla sam­göngur milli land­anna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent