Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum

Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli.
Auglýsing

Ísland er í góðri aðstöðu til að verða miðstöð fyrir flug á norðurslóðum að mati starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum. Í nýrri skýrslu starfshópsins sem ber heitið Norðurljós og kom út í gær er lagt til að stjórnvöld stuðli að því að Ísland verði samgöngu- og þjónustumiðstöð fyrir norðurslóðir. Þar er sagt að landið sé vel staðsett til þess, hér séu góðir innviðir, hafnir séu íslausar allt árið, hér séu góðar flug- og skipasamgöngur auk þess sem samgöngukerfið innanlands sé gott.

Vegna staðsetningar landsins er það vel í stakk búið til að verða að miðstöð flugsamgangna að mati skýrsluhöfunda. „Ísland hefur þegar sannað að staðsetning þess hentar vel til að vera miðstöð í flugsamgöngum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Leiðakerfi Icelandair, þar sem áfangastaðir á meginlandi Evrópu og áfangastaðir í N-Ameríku eru tengdir með viðkomu á Íslandi, hefur gefið góða raun við að tryggja góðar flugsamgöngur til og frá Íslandi.“

Lögð er áhersla á það í skýrslunni að flugsamgöngur frá Íslandi til annarra áfangastaða á norðurslóðum og nærsvæðum verði styrkt. Sérstaklega er vikið að flugi til Rússlands og Kína og það talið mikilvægt að koma á flugi til landanna eftir kórónuveirufaraldurinn, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á að heimsækja norðurslóðir. Þá muni flug yfir norðurpólinn sem er framtíðarmöguleiki stytta flugleiðina til Norður-Asíu, sem og til vesturstrandar Bandaríkjanna.

Auglýsing

Vilja uppbyggingu á flugvöllum og fleiri þyrlupalla

Í skýrslunni er það sagt mikilvægt að áfram verði unnið að uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar og að innviðir á nærsvæði flugvallarins verði styrktir og efldir. Að mati skýrsluhöfunda geti „öflugur flugvöllur með góðar tengingar við hafnir og meginæðar vegakerfisins“ styrkt innlenda atvinnustarfsemi og laðað hingað erlenda fjárfestingu og starfsemi. Í því sambandi minnast skýrsluhöfundar á samstarfsverkefni ISAVIA og Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um hina svokölluðu flugborg en hönnunarsamkeppni um þróunarsvæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll hófst nýverið.

Þá er það einnig sagt brýnt að flugvöllurinn á Akureyri sé efldur þar sem þar fari fram mikilvæg starfsemi sem tengist norðurslóðastarfi auk þess sem flugvöllurinn sé veigamikill varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, sem og fyrir sjúkraflug og þjónustu við grænland. Skýrsluhöfundar segja það einnig fyrirsjáanlegt að aukin þörf verði fyrir þyrlupalla víða um landið.

Þriðjungur flugfarþega til Grænlands flaug í gegnum Ísland fyrir COVID

Augunum er einnig beint að betri tengingu Íslands við Grænland í skýrslunni. Samkvæmt upplýsingum úr skýrslu Grænlandsnefndarinnar sem kom út í janúar á þessu ári fór um það bil þriðjungur allra flugfarþega til Grænlands í gegnum Ísland áður en heimsfaraldur COVID-19 skall á. Nú standi yfir uppbygging nýrra flugvalla í Nuuk, Iluissat og Qaqortoq og tilkoma þessara flugvalla mun, að mati skýrsluhöfunda, skapa mikil tækifæri fyrir Grænlendinga til að tengjast betur áfangastöðum í Evrópu og Norður-Ameríku.

Í skýrslunni segir að hagkvæmara sé að skipuleggja flutninga til og frá Grænlandi gegnum Ísland en Danmörku, vegna nálægðar landanna tveggja. Nú fari um tíu prósent af flugfrakt til Grænlands í gegnum Ísland og um 90 prósent í gegnum Danmörku. „Augljós tækifæri eru til að gera mun betur hvað þetta varðar og efla samgöngur milli landanna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent