Kallaði Kristrúnu og Jóhann Pál krónprinsessu og jóker í spilastokki Samfylkingarinnar

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor hæddist að þingmönnum Samfylkingarinnar á þingi í dag. Forseti Alþingis áminnti hann að gæta orða sinna.

Friðjón R. Friðjónsson
Friðjón R. Friðjónsson
Auglýsing

Frið­jón R. Frið­jóns­son vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins beindi sjónum sínum að hús­næð­is­málum í Reykja­vík undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag en hann gefur kost á sér í 2. sæti á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í vor.

Rifj­aði hann upp umræður um hús­næð­is­mál sem áttu sér stað á þing­inu þann 10. mars síð­ast­lið­inn.

„Fyrir nokkrum dögum var hér hressi­leg umræða um hús­næð­is­mál og höf­uð­borg­ar­svæð­ið, áhuga­verð að mörgu leyti. Til hennar var blásið af þing­mönnum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þau komu hér hvert á fætur öðru og töl­uðu um tölur og um lóðir til vitnis um að allt væri í himna­lagi í höf­uð­borg­inni.

Stað­reyndin er hins vegar sú að Reykja­vík dregst aftur úr hvað varðar íbúa­fjölda ár eftir ár. Eitt sinn voru Reyk­vík­ingar 40 pró­sent þjóð­ar­innar en eftir nokk­urra ára valda­tíð R-list­ans byrj­aði hlut­fallið að lækka og hefur haldið áfram að lækka ár eftir ár,“ sagði hann.

Auglýsing

Vís­aði Frið­jón í orð Kristrúnar Frosta­dóttur þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar þar sem hún benti á að Reyk­vík­ingar væru ekki nema rétt rúm­lega þriðj­ungur þjóð­ar­inn­ar.

„Stað­reyndin er sú að síð­ustu 20 ár hefur lands­mönnum fjölgað um 30 pró­sent, en Reyk­vík­ingum bara um 19 pró­sent. Á sama tíma hefur Kópa­vogs­búum fjölgað um rúm 60 pró­sent, Garð­bæ­ingum um 80 pró­sent og Hafn­firð­ingum um 50 pró­ent. Mos­fells­bær hefur tvö­fald­ast í íbúa­fjölda, 100 pró­sent fjölg­un. Reykja­nes­bær og Árborg hafa vaxið um 80 pró­sent hvort og Hvera­gerði um 50 pró­sent, Akra­nes og Ölfus um 40 pró­sent.

Alls staðar í kringum höf­uð­borg­ina hefur íbúum fjölgað umfram lands­með­al­tal. Alls staðar nýta sveit­ar­fé­lögin tæki­færi til að upp­fylla óskir um ódýrar íbúðir og sér­býli, um að eiga garð og yrkja hann, öfugt við það sem ger­ist í Reykja­vík þar sem íbúar Voga­byggðar voru skyld­aðir til að rækta berja­runna þvert gegn vilja sín­um,“ sagði hann.

Áminntur að gæta orða sinna

Lauk Frið­jón máli sínu á því að þakka Kristrúnu Frosta­dóttur og Jóhanni Páli Jóhanns­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­innar „krón­prinsess­unni og jókernum í spila­stokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar“ fyrir að draga athygli þings­ins að „hnign­andi stöðu höf­uð­borg­ar­inn­ar“. Það myndi nýt­ast í sam­tal­inu um fram­tíð Reykja­víkur sem fram fer á næstu vik­um.

Birgir Ármanns­son for­seti Alþingis áminnti þing­mann­inn að gæta orða sinna þegar vikið væri að öðrum þing­mönn­um.

„Við reynum að vera mál­efna­leg“

Kristrún svar­aði þing­mann­inum undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta nokkru seinna og benti á að hún hefði ekki verið við­stödd í salnum þegar þessi ein­hliða orða­skipti hefðu átt sér stað.

Kristrún Frostadóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Nú vill svo til að hátt­virtur þing­maður sem lét þessi orð falla um mig og sam­flokks­mann minn, hátt­virtan þing­mann Jóhann Pál Jóhanns­son, er líka í fram­boði í Reykja­vík. Ég veit ekki hvort við­kom­andi þing­maður ætli sér að halda áfram ákveðnum sam­skipta­máta sem hefur kannski átt sér stað í borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins en þannig eigum við ekki sam­skipti hér á þingi. Við reynum að vera mál­efna­leg. Við getum auð­vitað tek­ist á um ein­staka hluti. Hér var verið að tala um tölur sem voru teknar alger­lega úr sam­hengi en áttu bara mjög vel við í þeirri umræðu sem hér var.

Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem ég sem þátt­tak­andi í póli­tísku starfi hef orðið fyrir svona – hvað á að segja? – orða­lagi af hendi sam­flokks­manna hv. þing­manns þó að flestir hér inni, og allir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafi alltaf talað vel til mín,“ sagði hún.

Bauð Frið­jóni að eiga orða­stað við þau þar sem allir gætu svarað fyrir sig

Jóhann Páll svar­aði Frið­jóni einnig undir sama lið og Kristrún og sagð­ist vilja bjóða Frið­jón vel­kom­inn til starfa.

Jóhann Páll Jóhannsson Mynd: Bára Huld Beck

„Það er svo­lítið krútt­legt að fylgj­ast með þessum kosn­inga­skjálfta sem er hlaup­inn í Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Það er bara gott og bless­að. Ég vil líka bjóða honum að eiga hér orða­stað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt sam­skipti. Gangi honum bara vel í sín­u,“ sagði Jóhann Páll.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent