Kallaði Kristrúnu og Jóhann Pál krónprinsessu og jóker í spilastokki Samfylkingarinnar

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor hæddist að þingmönnum Samfylkingarinnar á þingi í dag. Forseti Alþingis áminnti hann að gæta orða sinna.

Friðjón R. Friðjónsson
Friðjón R. Friðjónsson
Auglýsing

Frið­jón R. Frið­jóns­son vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins beindi sjónum sínum að hús­næð­is­málum í Reykja­vík undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag en hann gefur kost á sér í 2. sæti á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í vor.

Rifj­aði hann upp umræður um hús­næð­is­mál sem áttu sér stað á þing­inu þann 10. mars síð­ast­lið­inn.

„Fyrir nokkrum dögum var hér hressi­leg umræða um hús­næð­is­mál og höf­uð­borg­ar­svæð­ið, áhuga­verð að mörgu leyti. Til hennar var blásið af þing­mönnum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þau komu hér hvert á fætur öðru og töl­uðu um tölur og um lóðir til vitnis um að allt væri í himna­lagi í höf­uð­borg­inni.

Stað­reyndin er hins vegar sú að Reykja­vík dregst aftur úr hvað varðar íbúa­fjölda ár eftir ár. Eitt sinn voru Reyk­vík­ingar 40 pró­sent þjóð­ar­innar en eftir nokk­urra ára valda­tíð R-list­ans byrj­aði hlut­fallið að lækka og hefur haldið áfram að lækka ár eftir ár,“ sagði hann.

Auglýsing

Vís­aði Frið­jón í orð Kristrúnar Frosta­dóttur þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar þar sem hún benti á að Reyk­vík­ingar væru ekki nema rétt rúm­lega þriðj­ungur þjóð­ar­inn­ar.

„Stað­reyndin er sú að síð­ustu 20 ár hefur lands­mönnum fjölgað um 30 pró­sent, en Reyk­vík­ingum bara um 19 pró­sent. Á sama tíma hefur Kópa­vogs­búum fjölgað um rúm 60 pró­sent, Garð­bæ­ingum um 80 pró­sent og Hafn­firð­ingum um 50 pró­ent. Mos­fells­bær hefur tvö­fald­ast í íbúa­fjölda, 100 pró­sent fjölg­un. Reykja­nes­bær og Árborg hafa vaxið um 80 pró­sent hvort og Hvera­gerði um 50 pró­sent, Akra­nes og Ölfus um 40 pró­sent.

Alls staðar í kringum höf­uð­borg­ina hefur íbúum fjölgað umfram lands­með­al­tal. Alls staðar nýta sveit­ar­fé­lögin tæki­færi til að upp­fylla óskir um ódýrar íbúðir og sér­býli, um að eiga garð og yrkja hann, öfugt við það sem ger­ist í Reykja­vík þar sem íbúar Voga­byggðar voru skyld­aðir til að rækta berja­runna þvert gegn vilja sín­um,“ sagði hann.

Áminntur að gæta orða sinna

Lauk Frið­jón máli sínu á því að þakka Kristrúnu Frosta­dóttur og Jóhanni Páli Jóhanns­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­innar „krón­prinsess­unni og jókernum í spila­stokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar“ fyrir að draga athygli þings­ins að „hnign­andi stöðu höf­uð­borg­ar­inn­ar“. Það myndi nýt­ast í sam­tal­inu um fram­tíð Reykja­víkur sem fram fer á næstu vik­um.

Birgir Ármanns­son for­seti Alþingis áminnti þing­mann­inn að gæta orða sinna þegar vikið væri að öðrum þing­mönn­um.

„Við reynum að vera mál­efna­leg“

Kristrún svar­aði þing­mann­inum undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta nokkru seinna og benti á að hún hefði ekki verið við­stödd í salnum þegar þessi ein­hliða orða­skipti hefðu átt sér stað.

Kristrún Frostadóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Nú vill svo til að hátt­virtur þing­maður sem lét þessi orð falla um mig og sam­flokks­mann minn, hátt­virtan þing­mann Jóhann Pál Jóhanns­son, er líka í fram­boði í Reykja­vík. Ég veit ekki hvort við­kom­andi þing­maður ætli sér að halda áfram ákveðnum sam­skipta­máta sem hefur kannski átt sér stað í borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins en þannig eigum við ekki sam­skipti hér á þingi. Við reynum að vera mál­efna­leg. Við getum auð­vitað tek­ist á um ein­staka hluti. Hér var verið að tala um tölur sem voru teknar alger­lega úr sam­hengi en áttu bara mjög vel við í þeirri umræðu sem hér var.

Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem ég sem þátt­tak­andi í póli­tísku starfi hef orðið fyrir svona – hvað á að segja? – orða­lagi af hendi sam­flokks­manna hv. þing­manns þó að flestir hér inni, og allir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafi alltaf talað vel til mín,“ sagði hún.

Bauð Frið­jóni að eiga orða­stað við þau þar sem allir gætu svarað fyrir sig

Jóhann Páll svar­aði Frið­jóni einnig undir sama lið og Kristrún og sagð­ist vilja bjóða Frið­jón vel­kom­inn til starfa.

Jóhann Páll Jóhannsson Mynd: Bára Huld Beck

„Það er svo­lítið krútt­legt að fylgj­ast með þessum kosn­inga­skjálfta sem er hlaup­inn í Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Það er bara gott og bless­að. Ég vil líka bjóða honum að eiga hér orða­stað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt sam­skipti. Gangi honum bara vel í sín­u,“ sagði Jóhann Páll.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent