Kallar eftir upplýsingum um fund namibísks ráðherra í dómsmálaráðuneytinu

Þingmaður Viðreisnar vill að dómsmálaráðherra geri grein fyrir innihaldi fundar sem aðstoðarmaður hans átti með namibískri sendinefnd í byrjun júní og á hvaða forsendum aðstoðarmaðurinn telur sig geta neitað að tjá sig um fundinn.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, hefur lagt fram skrif­lega fyr­ir­spurn til Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra um fund Net­umbo Nand­i-Ndaitwah, aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra Namib­íu, í dóms­mála­ráðu­neyti 7. júní síð­ast­lið­inn.

Þor­björg Sig­ríður hefur kallað eftir upp­lýs­ingum um hvert til­efni fund­ar­ins var, hvaða mál voru rædd á honum og hvenær boðað var til fund­ar­ins. Þá vill hún vita hver skila­boð íslenskra stjórn­valda til Net­umbo Nand­i-Ndaitwah voru á þessum fundi og á hvaða for­sendum Brynjar Níels­son, annar aðstoð­ar­manna dóms­mála­ráð­herra, hefur ekki viljað tjá sig um ástæður eða efni þessa fundar sem hann sat fyrir hönd dóms­mála­ráð­herra í dóms­mála­ráðu­neyti. Að lokum vill hún fá upp­lýs­ingar um á grund­velli hvaða laga­sjón­ar­miða ráðu­neytið hefur talið sér fært að upp­lýsa ekki um til­efni fund­ar­ins eða fund­ar­efni.

Ræddu Sam­herj­a­málið við for­sæt­is- og utan­rík­is­ráð­herra

Í byrjun júní heim­sótti namibísk sendi­nefnd Ísland. Til­efnið meðal ann­ars að hitta íslenska rann­sak­endur sem unnið hafa að hinu svo­kall­aða Sam­herj­a­máli. Þeir hafa leikið stórt hlut­verk við að aðstoða yfir­völd í Namibíu við þann anga rann­sókn­ar­innar sem fer fram þar, meðal ann­ars með ýmis konar gagna­öflun og með því að sinna rétt­ar­beiðn­um. Raunar höfðu rann­sak­endur og aðrir full­trúar namibískra stjórn­valda einnig hitt íslenska rann­sak­endur sem vinna að rann­sókn Sam­herj­a­máls­ins í höf­uð­stöðvum Europol í maí í saman til­gangi.

Auglýsing
Í sendi­nefnd­inni sem kom til Íslands í júní síð­ast­liðnum voru auk Net­umbo Nand­i-Ndaitwah meðal ann­ars Martha Imalwa, rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, og Erna van der Merwe, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóra namibísku spill­ing­ar­nefnd­ar­inn­ar. Þær fund­uðu einnig með Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Þor­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur utan­rík­is­ráð­herra. Í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­innar um til­gang heim­sókn­ar­innar sagði Katrín að um kurt­eis­is­heim­sókn hafi verið að ræða þar sem Nand­i-Ndaitwah ræddi „meðal ann­ars Sam­herj­a­málið sem er til rann­sóknar í báðum lönd­um. Fram kom að sam­vinna við íslensk rann­sókn­ar­yf­ir­völd hefði verið góð og að ósk um fram­sal þriggja Íslend­inga hefði verið komið á fram­færi við hlut­að­eig­andi íslensk yfir­völd. Ég harm­aði þetta mál, eins og ég hef áður gert, og sagði íslenskum stjórn­völdum mikið í mun að það yrði rann­sakað til hlítar og leitt til lykta fyrir dóm­stólum.“

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins var haft eftir Þór­dísi Kol­brúnu að Sam­herj­a­málið hafi líka verið rætt á fundi hennar og aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herr­ans. „„Ég árétt­aði á fund­inum að þetta mál væri eðli­legum far­vegi hjá lög­reglu og sak­sóknurum beggja ríkja og að íslensk stjórn­völd tækju því af mik­illi alvöru og legðu áherslu á góða sam­vinnu við namibísk stjórn­völd, hér eftir sem hingað til. Þetta var jákvæður og upp­byggi­legur fundur og gagn­legt að heyra sjón­ar­mið Nand­i-Ndaitwa­h.“

„Ný­komið frá Gull­fossi og Geysi og reiknar með að fá fund með ráð­herra“

Síð­degis þennan dag, 7. júní, fund­aði Nand­i-Ndaitwah og sendi­nefnd hennar svo með Brynj­ari Níels­syni, aðstoð­ar­manni dóms­mála­ráð­herra. Hún hafði óskað eftir að funda með Jóni Gunn­ars­syni, en kann komst ekki, og bauð fram Brynjar í sinn stað. Auk hans sátu fund­inn, sem stóð yfir í rúma klukku­stund, tveir skrif­stofu­stjórar og einn stað­geng­ill skrif­stofu­stjóra fyrir hönd dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.  

Brynjar hefur ekki viljað upp­lýsa fjöl­miðla um hvað fór fram á fund­inum og sagði í færslu á Face­book í byrjun ágúst að hann myndi ekki gera það nema að hann væri viss um að Namib­íu­menn­irnir væru „sáttir við það“. 

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Í þeirri færslu sagði Brynjar að hann vissi ekki hvort fólkið hafi verið í emb­ætt­is­er­indum eða hvort þau hafi litið á fund­inn með sér sem óform­leg­an. „„Sjálfur held ég að það sé nán­ast óþekkt að fólk í emb­ætt­is­er­indum banki upp á í stjórn­ar­ráð­inu nýkomið frá Gull­fossi og Geysi og reiknar með að fá fund með ráð­herra. Í besta falli er hægt að kalla slíka fundi óform­lega.“

Dóms­mála­ráðu­neytið hefur neitað að greina frá inni­haldi fund­ar­ins og afhenda minn­is­blöð af honum með vísan til upp­lýs­inga­laga. Frétta­vef­ur­inn Mann­líf, sem spurð­ist fyrir um mál­ið, hefur skotið þeirri nið­ur­stöðu til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál.

Athuga­semd Brynjar vakti furðu

Þrátt fyrir þetta hefur ýmis­legt spurst út um það sem fram fór á fund­in­um. Stundin greindi frá því 26. ágúst síð­ast­lið­inn að Brynjar hafi þar gert athuga­semdir við að namibíski rík­is­sak­sókn­ar­inn, Martha Imalwa, hefði vís­aði til Sam­herj­a­manna sem sak­born­inga (e. accused) á fund­in­um. Í umfjöllun Stund­ar­innar segir að „þessi athuga­semd Brynjars mun hafa valdið nokk­urri furðu hjá rík­is­sak­sókn­ar­anum namibíska og fylgd­ar­liði hans, sem hafi gefið það sterkt til kynna eftir fund­inn að þau hefðu talið hann til­gangs­lausan og lítið þótt til við­mæl­enda sinna kom­a.“

Þar sagði enn fremur að Namib­íu­mönnum hafi þótt athuga­semd Brynjars sér­kenni­leg, enda liggi fyrir að fjöldi Sam­herj­a­manna hefur rétt­ar­stöðu grun­aðra í rann­sókn hér á landi og í Namib­íu. „Na­mibískir fjöl­miðlar hafa lýst því þannig að sendi­nefndin namibíska líti svo á að íslensk stjórn­völd hafi í raun hunsað þau með fund­inum og til­raunum þeirra til að greiða fyrir fram­sali þriggja Íslend­inga, sem bíða ákæru í Namib­íu. Í for­síðu­frétt dag­blaðs­ins Namibian Sun eru stjórn­völd í Namibíu sögð allt annað en ánægð með við­brögð íslenskra stjórn­valda og talað um að líta megi á það sem móðgun að íslenski dóms­mála­ráð­herr­ann hafi ekki setið fund­inn, heldur sent aðstoð­ar­mann á fund­inn í sinn stað. Innan namibískrar stjórn­sýslu sé fólk því reitt yfir trakt­er­ing­unum sem þeir telja sig hafa fengið hér á land­i.“

Í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­innar um málið sagði Brynjar þetta ekki rétta lýs­ingu á því sem fram fór á fund­inum og neit­aði því að hann hafi gert athuga­semdir við orða­lag rík­is­sak­sókn­ar­ans. „Ég var hins vegar að reyna að átta mig á því hvaða stöðu menn­irnir hefðu í þess­ari rann­sókn úti í Namib­íu. Hvort þeir hefðu verið kærð­ir? Hefðu rétt­ar­stöðu grun­aðra? Eða hvernig það væri eig­in­lega. Ég var að reyna að átta mig á þess­ari stöð­u,“ sagði Brynjar við Stund­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent