Kaupmáttur heimila landsins dróst saman á öðrum ársfjórðungi

Íslensk heimili fengu minna fyrir krónurnar sínar á öðrum ársfjórðungi 2022 en á sama tímabili ári áður. Eftir mikla heildar kaupmáttaraukningu í fyrra, að stóru leyti vegna aukinna fjármagnstekna efsta tekjuhópsins, er verðbólgan nú að bíta.

krónur
Auglýsing

Kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna heim­ila lands­ins dróst saman um tæp­lega 1,5 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2022, sem hófst í byrjun apríl og lauk í lok júní, þegar hann er bor­inn saman við sama árs­fjórð­ung í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn síðan á fjórða árs­fjórð­ungi 2020 sem kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna dregst sam­an.

Ástæða þessa er stór­aukin verð­bólga, sem nú mælist 9,7 pró­sent. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hag­stofa Íslands birti í morg­un.

Þar kemur fram að ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­ila í krónum talið hafi auk­ist um 9,1 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi. Þegar gert er ráð fyrir áhrifum verð­bólgu varð nið­ur­staðan hins vegar sú að kaup­máttur dróst sam­an. Fleiri krónur komu í vesk­ið, en minna fékkst fyrir þær en áður. 

Í tölum Hag­stof­unnar kemur fram að heild­ar­gjöld heim­ila hafi auk­ist um tæp­lega tíu pró­sent á öðrum árs­fjórð­ung­i. 

Þar kemur einnig fram að á árinu 2021 hafi kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna heim­ila auk­ist um 5,4 pró­sent sam­an­borið við árið 2020.  

Ráð­stöf­un­ar­tekjur efstu tíundar juk­ust mest í fyrra

Kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna jókst heilt yfir umtals­vert á árinu 2021, eða um 5,4 pró­sent sam­an­borið við árið 2020. Lang­mesta aukn­ingin var frá miðju síð­asta ári og náði hún vel inn á þetta ár, en 7,2 pró­sent kaup­mátt­ar­aukn­ing var á fyrsta árs­fjórð­ungi 2022. 

Auglýsing
Helsta ástæða þess að ráð­stöf­un­ar­tekjur juk­ust svona mikið á þessu tíma­bili var að fjár­magnstekjur náðu met­hæðum á síð­asta ári. Alls höfðu ein­stak­lingar 181 millj­arða króna í slíkar tekjur á árinu 2021, sem var 65 millj­örðum krónum meira en allar fjár­magnstekjur ein­stak­lingar voru árið áður. Þær hækk­uðu því um 57 pró­sent milli ára, mest vegna sölu­hagn­aðar hluta­bréfa sem var 69,5 millj­arðar króna á árinu 2021. 

Kjarn­inn greindi frá því í júlí að í grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­­tí­undum sem Bjarni Bene­dikts­­­­son, fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti á rík­­­­is­­­­stjórn­­­­­­­ar­fundi 22. júní síð­­­­ast­lið­inn, hafi komið fram að þau tíu pró­­­­sent lands­­­­manna sem höfðu mestar fjár­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­asta ári hafi tekið til sín 81 pró­­­­sent allra fjár­­­­­­­magnstekna ein­stak­l­inga á árinu 2021. 

Hjá þeim tíu pró­sent heim­ila í land­inu sem höfðu hæstar tekjur hækk­­uðu ráð­­stöf­un­­ar­­tekjur að með­­al­tali um ríf­­lega tíu pró­­sent í fyrra, að lang­­mestu leyti vegna auk­inna fjár­­­magnstekja. Tekju­hækkun hjá öðrum hópum sam­­fé­lags­ins var mun minni, en kaup­máttur ráð­­stöf­un­­ar­­tekna ein­stak­l­inga hækk­­aði að með­­al­tali um 5,1 pró­­sent í fyrra.

Því er ljóst að stærstur hluti þeirra kaup­mátt­ar­aukn­ingar sem varð í fyrra lenti hjá tekju­hæstu tíu pró­sentum lands­manna.

Greiðslu­byrði lána hækkað skarpt

Frá því að hin skarpa kaup­mátt­ar­aukn­ing hófst um mitt ár í fyrra  hefur margt breyst. Þar ber helst að nefna að verð­bólga hefur stór­aukist, með til­heyr­andi verð­hækk­un­um. 

Til að takast á við hana hefur Seðla­banki Íslands hækkað stýri­vexti úr 0,75 pró­sent í maí í fyrra í 5,5 pró­sent nú. Það hefur gert það að verkum að greiðslu­byrði íbúða­lána fjöl­margra hefur stökk­breyst. 

Á heima­síðu Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) var nýverið tekið dæmi af breyti­legu óverð­tryggðu láni upp á 43,2 millj­ónir króna sem tekið var í fyrra­vor til að kaupa 90 fer­metra íbúð í Kópa­vogi.

Greiðslu­byrði þess láns hefur hækkað um  102 þús­und krónur á mán­uði og er nú 266 þús­und krón­ur. Á árs­grund­velli nemur aukin greiðslu­byrði láns­ins rúm­lega 1,2 millj­ónum króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent