Karolina Fund: Bjarni Bernharður - Hin hálu þrep

Ath.ver_.ur_.a..geta_.lj_.smyndarans..Kristinn.Ingvarsson.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn kynnir verk­efni vik­unnar hjá Karol­ina Fund, en þessa vik­una er það útgáfa bók­ar­innar „Hin hálu þrep,“ eftir Bjarna Bern­harð. Við tókum höf­und­inn tali.

„Höf­und­ar­fer­ill minn spannar yfir 40 ár, hófst 1975 með útkomu ljóða­bók­ar­innar „Upp og ofan“. Síðan þá hef ég gefið út á þriðja tug ljóða­bóka auk ljóða­úr­vala, smá­sagna­safn, end­ur­minn­inga og þýð­inga á úrvali ljóða minn á ensku, í þýð­ingu Phil­ips Roughton’s. Öll útgáfa mín er eigin­út­gáfa, ég valdi þá leið vegna þess „frels­is“ sem slíkt fyr­ir­komu­lag veit­ir. Síð­ustu 12 árin hef ég tekið mér stöðu á horni Póst­hús­strætis og Aust­ur­strætis þar sem ég hef boðið veg­far­endum bækur til kaups.“

Þú ert að vinna að útgáfu bók­ar­innar Hin hálu þrep á Karol­ina Fund, hvers vegna ákvaðstu að fara leið hóp­fjár­mögn­un­ar?

Auglýsing

„Hin hálu þrep munu koma út um miðjan ágúst. Þar sem útgáfa bók­ar­inn­ar er viða­mikið verk­efni vegna kostn­aðar (mikið er lagt í bók­ina – hún er prýdd fjölda lit­ljós­mynda af mál­verkum mín­um) ákvað ég að freista þess að safna fyrir prent­kosn­aði á Karol­ina Fund. Söfn­unin hefur gengið vel og hef ég þegar náð 1600 evru mark­inu sem ég setti, er komin yfir 2000 evr­ur, það gefur mér færi á að stækka upp­lagið sem ég prenta, en ég hafði ráð­gert að prenta 200 ein­tök fyrir 1600 evr­urn­ar.“

Málverk eftir Bjarna. Mál­verk eftir Bjarna.

Er bókin Hin hálu þrep eins konar sjálfs­skoðun eða upp­gjör og hvernig nýt­irðu mis­mun­andi form text­ans til þess?

„Hin hálu þrep er frá­sögn af lífs­hlaupi mínu (ég er fæddur 1950) og er að því leyt­i ­upp­gjör. Ég á baki for­tíð sem er ein­stök. Það segir frá barni sem verður fyrir ein­elti og skóla­kerfið hafn­ar. Upp­vaxt­arár mín og ofbeld­is­fullu hjóna­bandi, vimu­efna­neyslu, geð­sjúk­dómi, mann­drápi og veru á rétt­ar­geð­deild, en síð­ast en ekki síst hinni glæst end­ur­reisn minni. Verkið er frá­sögn í fyrstu per­sónu, í raun­sæ­is­stíl, þá er þar að finna 22 per­sónu­leg ljóð og hug­renn­ingar höf­undar með vísun til for­tíðar og lýs­ingar á geð­rof­sköst­um, sem eru skrifuð í þriðju per­sónu, skáletr­að. Þá eru í bók­inni 22 ljós­myndir af mál­verkum mín­um. Ég hef lagt mikla vinnu í bók­ina og það hefur skilað sér í ein­stak­lega vel heppn­uðu rit­verki. Margt af því sem fram kemur í bók­inni mun fólki þykja hrein­asta fjar­stæða svo ósenni­legt það virð­ist, en frómt frá sagt eru lýs­ing­arnar í bók­inn allar sann­leik­anum sam­kvæmt.“

Hér að neðan má svo lesa aðfara­orð bók­ar­inn­ar, en hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Aðfara­orð

Minn­ingar rað­ast ekki í tíma­röð í und­ir­vit­und­inni heldur eru þær í brot­um, brotum sem hafa enga inn­byrðis teng­ingu en sam­þætt­ast í end­ur­liti. Hug­ur­inn er stöðugt að end­ur­raða augna­blikum jafn­hliða því að skapa heild­ar­mynd. Þræðir tím­ans tog­ast á frá einu hólfi til ann­ars í hug­ar­heim­inum og fram­kalla end­ur­lif­un. Vit­undin er skip sem siglir á hvítum bárum tíma­leys­is, frjáls undan ann­mörkum tíma og rúms.

Mér varð fljótt ljóst að ef mér ætti að takast ætl­un­ar­verk mitt, að skrifa þessa bók, þá yrði ég að end­ur­lifa sjálfan mig í þeim tíma sem atburðir gerð­ust og það yrði ekki átaka­laust. Und­an­farin ár hef ég ástundað heið­ar­lega sjálfskönn­un, spurt mitt eigið sjálf um til­finn­inga­heim minn og sál­ar­líf. Og eins og við var að búast voru svörin mis­vísandi því að und­ir­vit­undin útskýrir reynslu­heim­inn með tákn­myndum en það getur stundum verið þraut­inni þyngra að lesa í slíkar myndir – en alla jafna: hinn innri maður lýgur ekki. End­ur­litið var mér vissu­lega erfitt en um leið styrkti það mig og los­aði um margar hug­ar­flækj­ur.

Ég hef leit­ast við að forma hinar útmáðu línur for­tíðar og láta mynd­brotin rað­ast upp á hug­ar­tjald­inu, myndir jafnt frá barn­æsk­unni og myrk­ustu tímum í lífi mínu. Kraft­birt­ing und­ir­vit­undar tengir saman ytri og innri veru­leika í end­ur­teknum formum sem þó eru síbreyti­leg.

Les­and­anum kann að virð­ast að mynd­irnar sem ég bregð upp í þess­ari sjálfsævi­sögu minni séu absúrd og ekki trú­verðug inn­sýn í veru­leik­ann, en svo ótrú­legar sem lýs­ing­arnar í bók­inni eru, vil ég árétta að í einu og öllu hefur hið sanna og rétta verið fært í let­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None