Sektasamfélagið í Danmörku

Denver_boot.jpg
Auglýsing

Á hverjum ein­asta degi árið um kring borga Danir að minnsta kosti sex millj­ónir króna (120 millj­ónir íslenskra króna) í sekt­ir. Stöðu­mæla­sekt­ir, hraðakst­urs­sekt­ir, van­skila­sektir á bóka­safn­inu, sektir fyrir að mæta ekki í lækn­is­skoðun á réttum tíma og svo fram­vegis og svo fram­veg­is. Tekjur danska rík­is­ins, og sveit­ar­fé­lag­anna af sekt­um, hafa stór­auk­ist á síð­ustu árum þótt yfir­lýstur til­gangur með inn­heimtu þeirra sé ekki tekju­öfl­un.

Frá árinu 2009 hefur upp­hæðin sem danskur almenn­ingur borgar í sektir af öllu mögu­legu tagi rúm­lega tvö­fald­ast og marg­fald­ast sé litið lengra til baka. Í fyrra nam upp­hæð sekt­anna sam­tals um það bil 2.2 millj­örðum króna, tæpum 44 millj­örðum íslensk­um. Ástæð­urnar fyrir þess­ari miklu aukn­ingu á síð­ustu árum eru einkum þær að sekt­ar­upp­hæðir hafa hækkað veru­lega og ekki síður að í dag eiga borg­ar­arnir að greiða fyrir ýmis­legt sem ekki tíðk­að­ist áður að inn­heimta sér­stakt gjald fyr­ir. Og ef ekki er greitt á réttum tíma kemur sekt.

Fyrir hvað er sektaðKannski væri rétt­ara að snúa þess­ari spurn­ingu við og spyrja fyrir hvað er ekki sektað skrif­aði danskur blaða­maður fyrir nokkrum dögum í grein í dag­blað­inu Berl­ingske og full­yrti jafn­framt að Danir búi í sann­köll­uðu sekta­sam­fé­lagi. Ef bíl er lagt ólög­lega er sektað, ef tím­inn í stöðu­mæl­inum er útrunn­inn eða bíl­eig­andi hefur ekki borgað í stöðu­mæl­inn er sektað, ef ófatl­aður leggur í stæði merkt fötl­uðum má búast við sekt, hraðakstur varðar sekt­um, ef bókum er ekki skilað á réttum tíma á bóka­safnið fær lán­þeg­inn sekt. Ef komið er fram yfir þann tíma sem mæta á með bíl­inn í skoðun er sektað og eigi maður tíma á sjúkra­húsi í skoðun eða við­tal og lætur ekki sjá sig er sektað.

Sé maður stað­inn að því að fleygja frá sér sígar­ettu­stubbi á almanna­færi má búast við sekt og sá sem léttir á sér í húsa­sundi eða dimmu skoti fær sekt ef lag­anna verðir standa hann að verki. Fjöl­margt fleira mætti nefna. Nýjasti og mest umtal­aði sekt­ar­vald­ur­inn um þessar mundir er hið svo­nefnda Ferða­kort, Rej­sekor­tet. Þetta kort er fyr­ir­fram­greitt far­gjalda­kort og þegar lagt er af stað, með lest eða strætó, skal „stimpla sig inn“ og aftur út þegar komið er á leið­ar­enda. Far­gjaldið dregst þá frá inn­eign­inni. Sá sem ekki stimplar inn í upp­hafi ferðar fær sekt fyrir að reyna að ferð­ast ókeypis en ef far­þeg­inn gleymir að stimpla sig út í lok ferðar fær hann sekt. Það er þetta síð­ar­nefnda sem margir gleyma og þá er refsað með sekt. Vegna fjöl­mennra og háværra mót­mæla voru sektir fyrir „út­stimpl­un­ar­gleymsku“ lækk­aðar en vegna fjölda þeirra er um að ræða umtals­verðar upp­hæð­ir.

Auglýsing

Ekki eru allir sáttir við að fá sekt og á síð­asta ári fékk til dæmis Kaup­manna­hafn­ar­borg um það bil 23 þús­und kvart­anir ein­göngu vegna sekta frá ósáttum bíl­eig­end­um.

Hvert renna sekt­ar­greiðsl­urnarÍ stuttu máli sagt renna sekt­ar­greiðsl­urnar í rík­is­sjóð og til sveit­ar­fé­lag­anna. Um með­ferð slíks fjár gilda til­tekn­ar, og strang­ar, regl­ur. Sama gildir um þær sektir sem fyr­ir­tæki sem ann­ast rekstur bíla­stæða inn­heimta, hluti þeirra rennur til rík­is­ins.

Fyrir nokkrum mán­uðum hringdi versl­un­ar­eig­andi í Kaup­manna­höfn í lög­regl­una og til­kynnti um inn­brot. Honum var sagt að lög­reglan hefði ekki mann­skap né tíma til að sinna þess­ari til­kynn­ingu. Á sama tíma voru tveir lög­reglu­þjón­ar, hinum megin við göt­una, beint á móti búð­inni, önnum kafnir við að stöðva hjól­reiða­menn og deila út sektum fyrir að virða ekki reglur um hámarks­hraða og fleira.

Versl­un­ar­eig­and­inn tók mynd af lög­reglu­þjón­unum og skrif­aði einu dag­blað­anna, sem birti bréf hans. Yfir­maður í lög­regl­unni vildi engu svara þegar blaða­maður bar málið undir hann, kvaðst ekki þekkja mála­vöxtu.

Hver er til­gang­ur­inn með sekt­um?Þessa spurn­ingu bar blaða­maður Berl­ingske upp við áður­nefndan yfir­lög­reglu­þjón og sömu­leiðis nokkra þing­menn. Svörin voru öll á þá leið að sektir væru til þess gerðar að bæta hegð­an. Þá spurði blaða­maður hvort verið gæti að pen­inga­sjón­ar­mið skipti jafn­vel meira máli í þessum efn­um. Eng­inn vildi bein­línis fall­ast á það sjón­ar­mið en einn eða tveir þing­menn nefndu að auð­vitað skiptu pen­ing­arnir máli fyrir rík­is­kass­ann.

Þótt yfir­lýstur til­gangur sekta, eins og hegn­inga yfir­leitt, sé sá að bæta hegðan og auka öryggi borg­ar­anna er ekki þar með sagt að sú sé ætíð raun­in. Jakob Torf­ing pró­fessor við Árósa­há­skóla telur fátt benda til að sektir breyti miklu um hegðan fólks. Margir líti á sekt­irnar sem tekju­lind ríks­ins og í slíkri hugsun felist engin betr­un.

Bo Sandem­ann Rasmus­sen pró­fessor við Árósa­há­skóla tekur i sama streng og segir það umhugs­un­ar­efni að nú sé í fjár­lögum farið að reikna með tekjum vegna sekta. Það veki spurn­ingar um til­gang sekt­anna.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None