Karolina Fund: Bjarni Bernharður - Hin hálu þrep

Ath.ver_.ur_.a..geta_.lj_.smyndarans..Kristinn.Ingvarsson.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn kynnir verk­efni vik­unnar hjá Karol­ina Fund, en þessa vik­una er það útgáfa bók­ar­innar „Hin hálu þrep,“ eftir Bjarna Bern­harð. Við tókum höf­und­inn tali.

„Höf­und­ar­fer­ill minn spannar yfir 40 ár, hófst 1975 með útkomu ljóða­bók­ar­innar „Upp og ofan“. Síðan þá hef ég gefið út á þriðja tug ljóða­bóka auk ljóða­úr­vala, smá­sagna­safn, end­ur­minn­inga og þýð­inga á úrvali ljóða minn á ensku, í þýð­ingu Phil­ips Roughton’s. Öll útgáfa mín er eigin­út­gáfa, ég valdi þá leið vegna þess „frels­is“ sem slíkt fyr­ir­komu­lag veit­ir. Síð­ustu 12 árin hef ég tekið mér stöðu á horni Póst­hús­strætis og Aust­ur­strætis þar sem ég hef boðið veg­far­endum bækur til kaups.“

Þú ert að vinna að útgáfu bók­ar­innar Hin hálu þrep á Karol­ina Fund, hvers vegna ákvaðstu að fara leið hóp­fjár­mögn­un­ar?

Auglýsing

„Hin hálu þrep munu koma út um miðjan ágúst. Þar sem útgáfa bók­ar­inn­ar er viða­mikið verk­efni vegna kostn­aðar (mikið er lagt í bók­ina – hún er prýdd fjölda lit­ljós­mynda af mál­verkum mín­um) ákvað ég að freista þess að safna fyrir prent­kosn­aði á Karol­ina Fund. Söfn­unin hefur gengið vel og hef ég þegar náð 1600 evru mark­inu sem ég setti, er komin yfir 2000 evr­ur, það gefur mér færi á að stækka upp­lagið sem ég prenta, en ég hafði ráð­gert að prenta 200 ein­tök fyrir 1600 evr­urn­ar.“

Málverk eftir Bjarna. Mál­verk eftir Bjarna.

Er bókin Hin hálu þrep eins konar sjálfs­skoðun eða upp­gjör og hvernig nýt­irðu mis­mun­andi form text­ans til þess?

„Hin hálu þrep er frá­sögn af lífs­hlaupi mínu (ég er fæddur 1950) og er að því leyt­i ­upp­gjör. Ég á baki for­tíð sem er ein­stök. Það segir frá barni sem verður fyrir ein­elti og skóla­kerfið hafn­ar. Upp­vaxt­arár mín og ofbeld­is­fullu hjóna­bandi, vimu­efna­neyslu, geð­sjúk­dómi, mann­drápi og veru á rétt­ar­geð­deild, en síð­ast en ekki síst hinni glæst end­ur­reisn minni. Verkið er frá­sögn í fyrstu per­sónu, í raun­sæ­is­stíl, þá er þar að finna 22 per­sónu­leg ljóð og hug­renn­ingar höf­undar með vísun til for­tíðar og lýs­ingar á geð­rof­sköst­um, sem eru skrifuð í þriðju per­sónu, skáletr­að. Þá eru í bók­inni 22 ljós­myndir af mál­verkum mín­um. Ég hef lagt mikla vinnu í bók­ina og það hefur skilað sér í ein­stak­lega vel heppn­uðu rit­verki. Margt af því sem fram kemur í bók­inni mun fólki þykja hrein­asta fjar­stæða svo ósenni­legt það virð­ist, en frómt frá sagt eru lýs­ing­arnar í bók­inn allar sann­leik­anum sam­kvæmt.“

Hér að neðan má svo lesa aðfara­orð bók­ar­inn­ar, en hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Aðfara­orð

Minn­ingar rað­ast ekki í tíma­röð í und­ir­vit­und­inni heldur eru þær í brot­um, brotum sem hafa enga inn­byrðis teng­ingu en sam­þætt­ast í end­ur­liti. Hug­ur­inn er stöðugt að end­ur­raða augna­blikum jafn­hliða því að skapa heild­ar­mynd. Þræðir tím­ans tog­ast á frá einu hólfi til ann­ars í hug­ar­heim­inum og fram­kalla end­ur­lif­un. Vit­undin er skip sem siglir á hvítum bárum tíma­leys­is, frjáls undan ann­mörkum tíma og rúms.

Mér varð fljótt ljóst að ef mér ætti að takast ætl­un­ar­verk mitt, að skrifa þessa bók, þá yrði ég að end­ur­lifa sjálfan mig í þeim tíma sem atburðir gerð­ust og það yrði ekki átaka­laust. Und­an­farin ár hef ég ástundað heið­ar­lega sjálfskönn­un, spurt mitt eigið sjálf um til­finn­inga­heim minn og sál­ar­líf. Og eins og við var að búast voru svörin mis­vísandi því að und­ir­vit­undin útskýrir reynslu­heim­inn með tákn­myndum en það getur stundum verið þraut­inni þyngra að lesa í slíkar myndir – en alla jafna: hinn innri maður lýgur ekki. End­ur­litið var mér vissu­lega erfitt en um leið styrkti það mig og los­aði um margar hug­ar­flækj­ur.

Ég hef leit­ast við að forma hinar útmáðu línur for­tíðar og láta mynd­brotin rað­ast upp á hug­ar­tjald­inu, myndir jafnt frá barn­æsk­unni og myrk­ustu tímum í lífi mínu. Kraft­birt­ing und­ir­vit­undar tengir saman ytri og innri veru­leika í end­ur­teknum formum sem þó eru síbreyti­leg.

Les­and­anum kann að virð­ast að mynd­irnar sem ég bregð upp í þess­ari sjálfsævi­sögu minni séu absúrd og ekki trú­verðug inn­sýn í veru­leik­ann, en svo ótrú­legar sem lýs­ing­arnar í bók­inni eru, vil ég árétta að í einu og öllu hefur hið sanna og rétta verið fært í let­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None