Karolina Fund: Bjarni Bernharður - Hin hálu þrep

Ath.ver_.ur_.a..geta_.lj_.smyndarans..Kristinn.Ingvarsson.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn kynnir verk­efni vik­unnar hjá Karol­ina Fund, en þessa vik­una er það útgáfa bók­ar­innar „Hin hálu þrep,“ eftir Bjarna Bern­harð. Við tókum höf­und­inn tali.

„Höf­und­ar­fer­ill minn spannar yfir 40 ár, hófst 1975 með útkomu ljóða­bók­ar­innar „Upp og ofan“. Síðan þá hef ég gefið út á þriðja tug ljóða­bóka auk ljóða­úr­vala, smá­sagna­safn, end­ur­minn­inga og þýð­inga á úrvali ljóða minn á ensku, í þýð­ingu Phil­ips Roughton’s. Öll útgáfa mín er eigin­út­gáfa, ég valdi þá leið vegna þess „frels­is“ sem slíkt fyr­ir­komu­lag veit­ir. Síð­ustu 12 árin hef ég tekið mér stöðu á horni Póst­hús­strætis og Aust­ur­strætis þar sem ég hef boðið veg­far­endum bækur til kaups.“

Þú ert að vinna að útgáfu bók­ar­innar Hin hálu þrep á Karol­ina Fund, hvers vegna ákvaðstu að fara leið hóp­fjár­mögn­un­ar?

Auglýsing

„Hin hálu þrep munu koma út um miðjan ágúst. Þar sem útgáfa bók­ar­inn­ar er viða­mikið verk­efni vegna kostn­aðar (mikið er lagt í bók­ina – hún er prýdd fjölda lit­ljós­mynda af mál­verkum mín­um) ákvað ég að freista þess að safna fyrir prent­kosn­aði á Karol­ina Fund. Söfn­unin hefur gengið vel og hef ég þegar náð 1600 evru mark­inu sem ég setti, er komin yfir 2000 evr­ur, það gefur mér færi á að stækka upp­lagið sem ég prenta, en ég hafði ráð­gert að prenta 200 ein­tök fyrir 1600 evr­urn­ar.“

Málverk eftir Bjarna. Mál­verk eftir Bjarna.

Er bókin Hin hálu þrep eins konar sjálfs­skoðun eða upp­gjör og hvernig nýt­irðu mis­mun­andi form text­ans til þess?

„Hin hálu þrep er frá­sögn af lífs­hlaupi mínu (ég er fæddur 1950) og er að því leyt­i ­upp­gjör. Ég á baki for­tíð sem er ein­stök. Það segir frá barni sem verður fyrir ein­elti og skóla­kerfið hafn­ar. Upp­vaxt­arár mín og ofbeld­is­fullu hjóna­bandi, vimu­efna­neyslu, geð­sjúk­dómi, mann­drápi og veru á rétt­ar­geð­deild, en síð­ast en ekki síst hinni glæst end­ur­reisn minni. Verkið er frá­sögn í fyrstu per­sónu, í raun­sæ­is­stíl, þá er þar að finna 22 per­sónu­leg ljóð og hug­renn­ingar höf­undar með vísun til for­tíðar og lýs­ingar á geð­rof­sköst­um, sem eru skrifuð í þriðju per­sónu, skáletr­að. Þá eru í bók­inni 22 ljós­myndir af mál­verkum mín­um. Ég hef lagt mikla vinnu í bók­ina og það hefur skilað sér í ein­stak­lega vel heppn­uðu rit­verki. Margt af því sem fram kemur í bók­inni mun fólki þykja hrein­asta fjar­stæða svo ósenni­legt það virð­ist, en frómt frá sagt eru lýs­ing­arnar í bók­inn allar sann­leik­anum sam­kvæmt.“

Hér að neðan má svo lesa aðfara­orð bók­ar­inn­ar, en hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Aðfara­orð

Minn­ingar rað­ast ekki í tíma­röð í und­ir­vit­und­inni heldur eru þær í brot­um, brotum sem hafa enga inn­byrðis teng­ingu en sam­þætt­ast í end­ur­liti. Hug­ur­inn er stöðugt að end­ur­raða augna­blikum jafn­hliða því að skapa heild­ar­mynd. Þræðir tím­ans tog­ast á frá einu hólfi til ann­ars í hug­ar­heim­inum og fram­kalla end­ur­lif­un. Vit­undin er skip sem siglir á hvítum bárum tíma­leys­is, frjáls undan ann­mörkum tíma og rúms.

Mér varð fljótt ljóst að ef mér ætti að takast ætl­un­ar­verk mitt, að skrifa þessa bók, þá yrði ég að end­ur­lifa sjálfan mig í þeim tíma sem atburðir gerð­ust og það yrði ekki átaka­laust. Und­an­farin ár hef ég ástundað heið­ar­lega sjálfskönn­un, spurt mitt eigið sjálf um til­finn­inga­heim minn og sál­ar­líf. Og eins og við var að búast voru svörin mis­vísandi því að und­ir­vit­undin útskýrir reynslu­heim­inn með tákn­myndum en það getur stundum verið þraut­inni þyngra að lesa í slíkar myndir – en alla jafna: hinn innri maður lýgur ekki. End­ur­litið var mér vissu­lega erfitt en um leið styrkti það mig og los­aði um margar hug­ar­flækj­ur.

Ég hef leit­ast við að forma hinar útmáðu línur for­tíðar og láta mynd­brotin rað­ast upp á hug­ar­tjald­inu, myndir jafnt frá barn­æsk­unni og myrk­ustu tímum í lífi mínu. Kraft­birt­ing und­ir­vit­undar tengir saman ytri og innri veru­leika í end­ur­teknum formum sem þó eru síbreyti­leg.

Les­and­anum kann að virð­ast að mynd­irnar sem ég bregð upp í þess­ari sjálfsævi­sögu minni séu absúrd og ekki trú­verðug inn­sýn í veru­leik­ann, en svo ótrú­legar sem lýs­ing­arnar í bók­inni eru, vil ég árétta að í einu og öllu hefur hið sanna og rétta verið fært í let­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None